24 stundir - 28.12.2007, Side 12

24 stundir - 28.12.2007, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 24stundir kökur með 1” til 2” hólkum bomba.is Þetta er sú minnsta Sprengjukóngurinn verður á staðnum 49 skota 100 skota 300 skota 600 skota Víkurhvarf 6, Kópavogi Eingöngutertur Flugeldasala fagmannsins Við hjálpum þér að gera áramótin eftirminnileg Flugeldasala Fjórtán ára drengur lést eftir að hafa sniffað bensín í Ála- borg fyrir jól. Sjúkraflutn- ingamenn lífguðu drenginn við á vettvangi en hann hafði fengið hjartastopp. Honum var haldið lifandi í önd- unarvél yfir jólin. Að sögn umgekkst drengurinn hóp eldri unglinga sem orð- aðir hafa verið við ofbeldi og vímuefnaneyslu. Vel er þekkt að bensíngufur og kveikjaragas, sem notuð hafa verið sem vímugjafar, geta valdið hjartastoppi. aij Álaborg í Danmörku Lést eftir bensínsniff STUTT ● Rússland Enn einn frambjóð- andinn í rússnesku forseta- kosningunum hefur dregið framboð sitt til baka. Segir Bor- is Y. Nemstov, frambjóðandi frjálslyndra, kosningabaráttuna vera skrípaleik, þar sem stjórn- völd í Kreml beiti sér á óeðlileg- an hátt. ● Kannabis Félags- og heil- brigðisráðherra Finnlands hefur lagt til að notkun kann- abisefna í læknisfræðilegum tilgangi verði gerð lögleg. Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Yfir jólin fóru loftherir þriggja Norðurlanda í viðbragðsstöðu vegna flugs rússneskra sprengiflug- véla. Á jóladag veittu norskar og danskar orrustuþotur rússneskri herflugvél eftirför og á miðvikudag fór rússnesk flugvél inn á loft- stjórnarsvæði Finnlands, að sögn finnskra yfirvalda. Flogið yfir Finnland Varnarmálaráðuneyti Finnlands segir að þota af gerðinni Tupulev Tu-154 hafi á miðvikudag farið hálfan kílómetra inn í lofthelgi Finnlands og verið innan hennar í þrjár mínútur. Rússar hafa neitað því að flugvélin hafi farið inn á finnskt svæði. Finnar segja ekki ólíklegt að mannleg mistök hafi valdið því að flugvélin hafi farið inn fyrir mörk finnsku lofthelginnar. Mörk loft- umferðarsvæðanna í Finnska flóa séu flókin og oft megi lítið út af bera. „Ef veðuraðstæður eru óhag- stæðar getur breiddin á alþjóðlega loftsvæðinu verið til vandræða, sérstaklega ef um óreynda flug- menn er að ræða,“ segir Jyrki Iivo- nen, upplýsingafulltrúi finnska varnarmálaráðuneytisins. „Áhöfn vélarinnar vék af stefnu og stefndi í átt að Finnlandi að beiðni eistneskra flugumferðar- stjóra,“ sagði Alexander Drobys- hevsky, talsmaður yfirmanns rúss- neska flughersins, við Iter-Tass, og ítrekaði að vélin hefði ekki farið inn í finnska lofthelgi. Eltingarleikur á jóladag Danskar orrustuþotur voru á jóladag sendar á móti rússneskri Tu-160 flugvél, sem borið getur kjarnavopn. Hafði vélin tekið á loft í Murmansk í norðurhluta Rúss- lands og flogið sem leið lá suður með Noregi í fylgd norskra orr- ustuvéla. Var vélin innan öryggis- svæðis sem nær utan um lofthelgi Danmerkur þegar þotur danska flughersins voru sendar á loft. Dönsku þoturnar veittu sprengjuvélinni eftirför í um 20 mínútur, en þá tóku breskar þotur við eftirförinni. Var hersingin næst Danmörku í 120 kílómetra fjar- lægð frá lofthelgi landsins. Aukin tíðni atvika Undanfarna mánuði hafa rúss- neskar herþotur í auknum mæli flogið í eða við lofthelgi NATO- ríkja. Danski flugherinn fylgdi þotu á sömu leið 30. október síð- astliðinn og þrír mánuðir eru síðan finnsk stjórnvöld mótmæltu því að rússnesk herflutningavél fór inn í finnska lofthelgi. Þá er stutt síðan rússneski flotinn var við æfingar úti fyrir Noregsströndum. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Rússar sveima um Skandinavíu  Rússneskar herflugvélar fljúga reglulega nærri lofthelgi NATO-ríkja  Fóru inn fyrir lofthelgi Finnlands, að sögn finnskra yfirvalda ➤ Rússnesk herflugvél rauf loft-helgi Finnlands á miðviku- dag. ➤ Á þriðjudag var danski flug-herinn í viðbragðsstöðu vegna rússneskrar herflug- vélar í nágrenni danska flug- stjórnarsvæðisins. ➤ Undanfarnar vikur hafa öllNorðurlöndin, utan Svíþjóð- ar, átt við herafla Rússlands. RÚSSARNIR KOMA AFPTuplev-160 Sprengjuflugvélar sveima æ oftar í kringum Skandinavíu

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.