24 stundir - 28.12.2007, Side 50

24 stundir - 28.12.2007, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 24stundir Heilsársdekk vetrardekk Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum Gúmmívinnustofan SP dekk - Skipholti 35 -105 R Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.is RAFGEYMAR : . . Hybrid- og tvinnbílatækni hefur rutt sér til rúms síð- ustu ár, ekki síst vegna við- leitni til að sporna gegn hlýnun jarðar. Toyota hefur trónað á toppi þess mark- aðar með Prius en nú ætlar Honda að spýta í lófana og láta meira til sín taka. Nú þegar framleiðir Honda hybrid-útgáfu af Civic en fyrirtækið hefur tilkynnt um framleiðslu á tveimur nýjum hybrid-bílum og ætlar að þeir muni telja um 10% af seldum Hondum á heimsvísu. Annar bílanna mun heita Global Hybrid og verður kynntur árið 2009. Hann verður ódýrari en Civic og áætluð sala er 200.000 eintök á ári. 10% af Honda verða hybrid Toyota ætlar að selja 9,95 milljónir bíla á næsta ári. Gangi það eftir verður Toyota söluhæsti bílafram- leiðandi heims, en General Motors hefur vermt það sæti um tíma. GM hefur reyndar ekki tilkynnt söluáætlun næsta árs. Fyrirtækið fram- leiddi 9,3 milljónir bíla í ár en er nú í fjárhagslegu að- haldi og óvíst að það leggi í slaginn. Tvennt kemur líklega til með að skera úr um hvor fram- leiðandinn mun selja meira: Annars vegar nýir og mik- ilvægir markaðir í Kína og á Indlandi og hins vegar hvort Toyota kemst fyrir fram- leiðslugalla sem hafa dúkkað upp undanfarið. Toyota ætlar að selja mest Ef einhver hélt að framtíðin í bíla- framleiðslu væri fábrotin og óspenn- andi, vörðuð umhverfisvænum smá- bílum og kraftlitlum grænum fjölskyldubílum, ætti sá sami að end- urskoða þá framtíðarsýn. Í dag eru það Svisslendingarnir í Rinspeed sem koma nýjunga- og ævintýraþyrstum bílaáhugamönn- um til bjargar. sQuba hugmyndabíllinn þeirra er nefnilega ekki bara rennilegur og flottur á götum úti heldur geta eig- endur hans óhræddir ekið út í næsta vatn ef þannig liggur á þeim ... og skellt sér niður á 10 metra dýpi! Litlar skrúfur í „skut“ og „stefni“ bílsins sjá um að stýra honum meðan hann er í kafi og að sjálf- sögðu er hugsað fyrir því að farþeg- arnir fái súrefni á meðan bíltúr um undirdjúpin stendur. Ein ástæðan fyrir því að venju- legir bílar gætu ekki leikið þennan leik er sú að mótorinn þarf loft. sQuba er hins vegar knúinn raf- mótorum og því minnkar þörfin fyrir loft verulega. Því miður fylgja engin vopn eða tálbeitukerfi, þó bíllinn sé nánast eins og upp úr njósnasögu, en á móti kemur að bíllinn gæti hugs- anlega ratað í framleiðslu. Það er þó varla líklegt, þar sem í fljótu bragði sést ekki tilgangur, eða í það minnsta ekki bráð nauð- syn, fyrir bíl af þessu tagi. Þó verð- ur að viðurkennast að hann skorar fleiri stig á svala skalanum en „venjulegir“ vatnabílar sem geta bara siglt ofan á vatni, eins og Gibbs Aquada og Hydra Spyder, sem sannarlega eru framleiddir fyr- ir almenning. Ef þú stefnir á bílasýninguna í Genf í mars ættir þú að kíkja eftir þessum fjögurra hjóla kafbát. Á fleygiferð um undirdjúpin ... á sportbíl sQuba Hversu svalt væri að keyra uppúr Þingvallavatni á ein- um svona í sumar? Eftir Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is Allt útlit er fyrir að Ralf Schumach- er taki ekki þátt í Formúlu 1 á næsta ári. Ralf, sem er 32 ára, sagði skilið við Toyota-keppnisliðið í lok síðasta tímabils og hefur látið hafa eftir sér að hann vilji frekar horfa á kappakst- urinn heima í stofu en að keppa fyrir lið sem hefur ekki burði til sigurs. Það kom því mörgum á óvart þegar hann sást prufukeyra bíl fyrir Force India-liðið, sem hét Spyker á síðasta tímabili og varð neðst í stigakeppni liða með aðeins eitt stig. Ralf endaði reyndar ekki mjög ofarlega sjálfur, varð sextándi í stigakeppni ökumanna, og rak fyrir nokkrum dögum umboðsmann sinn, Hans Mahr, sem hann réð eftir að hafa sagt upp Willi Weber á síðasta ári. Weber hélt hins vegar áfram sem umbi stóra bróður Ralfs, Michael, sem er orðinn reynsluökumaður Ferrari og vegnar mjög vel þó hann sé hættur keppni. Það er ekki víst að framtíð Ralfs sé jafnbjört og enn síður að hann fái eitt þeirra fáu sæta sem á eftir að skipa í fyrir næsta tímabil. Eftir aksturinn fyrir Force India, þar sem hann átti versta tíma dagsins, lét hann í ljós eigin efasemdir og sagði: „Þetta var hugsanlega í síð- asta skipti sem ég sest undir stýri á Formúlu 1-bíl.“ „Litli Schumi“ mögulega hættur í Formúlu 1 Ralf Schumacher keppir varla meir Ralf Schumacher hefur líklega keyrt sinn síðasta hring í Formúlu 1. Stóra bróður gengur miklu bet- ur, þrátt fyrir að hafa hætt keppni. Svolítið súr Það eru varla góðir tímar hjá Ralf Schumacher núna. ➤ Fæddur 30. júní 1975 í Hürth-Hermülheim í Þýskalandi. ➤ Byrjaði að keyra go-kart bílaþriggja ára. ➤ Hefur keppt fyrir Jordan, Willi-ams og Toyota í Formúlu 1. RALF SCHUMACHER Þegar Nissan GT-R kemur á markað í Japan verður hámarks- hraði hans takmarkaður með tölvu við 180 km á klukkustund. Það hef- ur valdið töluverðum styr um bíl- inn, þó svo að líklega verði Am- eríku- og Evrópuútgáfur bílsins ekki takmarkaðar fyrr en við 250 km hraða. Þetta eru þó ekki alslæmar fréttir fyrir Japana. Þar í landi er vinsælt sport að fara á þar til gerðar akst- ursbrautir og um leið og ekið er inn á viðurkennda braut verður tak- mörkunin á GT-R óvirk. Þetta er gert með hjálp GPS- sendis og ætla má að með nánari útfærslu sé hér komið eitt af mik- ilvægustu öryggistækjum framtíð- arinnar. Ótakmarkaður á braut Galopinn á braut Hraðatakmörkunin dettur sjálfkrafa út. Eru tveir bílar á heimilinu? Kemur stundum fyrir að þú dælir næstum bensíni á dís- ilbílinn og öfugt? Slík mistök kosta bíleigendur fúlgur fjár á hverju ári en Ford er einn þeirra framleiðenda sem berj- ast gegn vandanum. Easy Fuel- búnaðurinn er þegar kominn í Mondeo og kemur í veg fyrir að vitlaus eldsneytisbyssa komist í tankopið. Búnaðurinn byggist á því að misvíð göt eru fyrir misstórar byssur (dísilbyssur eru sverari en bensínbyssur) en að auki þarf hlaupendi byss- unnar að passa við hring þar fyrir innan til að stúturinn opnist. Búnaðurinn verður innleiddur í allar Ford- bifreiðar í framtíðinni. Útilokar mistök við dæluna Hann mun kosta aðeins meira en Yaris og eyða minna elds- neyti en Zippo-kveikjari. Já, Aptera er dísil-rafmagns- tvinnbíll sem á að geta haldið 90 km hraða á þjóðvegum en eyðir 0,784 lítrum á hundr- aðið. Ef þér finnst það enn of mikil eyðsla má splæsa í rafmagns- útgáfuna sem kemst tæpa 200 km á hverri hleðslu. Framleiðandinn tekur þegar við pöntunum og ætlar sér að skila fyrstu bílum til við- skiptavina fyrir næstu jól. Sérstakt útlit bílsins virðist ekki vefjast fyrir öllum og nokkrir hafa greitt staðfest- ingargjald. 0,8 lítrar á hundraðið LÍFSSTÍLLBÍLAR bilar@24stundir.is a Þetta var hugsanlega í síðasta skipti sem ég sest undir stýri á Formúlu 1 bíl.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.