24 stundir - 03.01.2008, Blaðsíða 2
„Ég hef
lengi haft
þá skoðun
að það ætti
að tak-
marka
þessa setu,“
segir Birgir
Her-
mannsson, kennari í stjórn-
málafræði við Háskólann á
Bifröst, þegar hann er spurður
hvort takmarka eigi setu for-
seta. „ Hættan getur verið sú
að ef menn sitja of lengi í
valdastöðum eigi þeir auð-
veldara með að ná kjöri en
þeir sem nýir eru vegna þess
að þeir eru þekktir og eiga fyr-
ir sína stuðningsmenn. Þetta
er því bæði spurning um lýð-
ræðislega endurnýjun og um
valdtemprun.“
Birgir telur forsetaembættið
ekki hafa breyst mikið í eðli
sínu síðan það var sett á fót.
„Hver forseti hefur auðvitað
ákveðið olnbogarými. Það má
til dæmis segja að stuðningur
við íslensk fyrirtæki á erlendri
grund sé eitthvað sem er nýtt
en það breytir ekki eðli emb-
ættisins. Ef nýr forseta-
frambjóðandi myndi segjast
vilja draga úr slíkum ferðalög-
um þá fyndist mér það alveg
eðlilegt. Það hefur hins vegar
ekki þótt tilhlýðilegt að bjóða
sig fram gegn sitjandi forseta
og því er fyrsta kjör forsetans
alltaf mikilvægast. Hann situr
síðan eins lengi og hann hefur
áhuga á því. Sú hefð gefur líka
tilefni til að ræða setuna.“
Birgir Hermannsson
Lýðræðisleg
endurnýjun
Æ dýrara í rekstri
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Kostnaður við rekstur embættis for-
seta Íslands hefur aukist um 142
prósent að raunvirði síðan Ólafur
Ragnar Grímsson tók við embætt-
inu.
Í ríkisreikningi fyrir árið 1995
kemur fram að kostnaður vegna
embættisins hafi verið 50 milljónir
króna að verðgildi þess árs sem
jafngildir um 81 milljón króna á
núverandi verðlagi. Á fjárlögum
fyrir árið í ár er kostnaðurinn áætl-
aður 196,4 milljónir króna.
Býður sig fram á ný
Ólafur Ragnar var kjörinn forseti
árið 1996 með tæplega 41 prósenti
atkvæða. Hann tilkynnti í nýárs-
ávarpi sínu á þriðjudag að hann
ætlaði sér að bjóða sig aftur fram.
24 stundir sögðu frá því í lok
október síðastliðins að forsetinn
hefði farið í sextán ferðir til útlanda
á árinu í opinberum erindagjörð-
um. Hann hafði þá eytt 98 dögum á
erlendri grund á árinu 2007. Þá eru
ekki taldar með þær ferðir sem
hann fór í einkaerindum.
Á árinu 2006 fór hann einnig í
sextán opinberar ferðir og dvaldist
102 daga á erlendri grund.
Eykst meira en hjá ráðuneyti
Árið áður en Ólafur Ragnar var
kjörinn forseti var kostnaður vegna
forsetaembættisins tæplega helm-
ingi lægri en kostnaður vegna yf-
irstjórnar viðskiptaráðuneytisins.
Þá kostaði 90 milljónir króna að
reka yfirstjórn ráðuneytisins sem
jafngildir um 145 milljónum króna
á verðlagi dagsins í dag.
Á fjárlögum ársins 2008 er kostn-
aðurinn vegna reksturs yfirstjórnar
viðskiptaráðuneytsins áætlaður
170,2 milljónir króna. Raunhækk-
un hans er því um 25,2 milljónir
króna, eða rúmlega sautján prósent.
Kostnaður vegna forsetaembætt-
isins hefur hins vegar hækkað rúm-
lega fjórfalt meira á þessu tímabili
en kostnaður vegna reksturs yfir-
stjórnar viðskiptaráðuneytisins, eða
um 115,4 milljónir króna að raun-
virði.
Forsetinn og for-
sætisráðherrann
sumarið 2007
➤ Í lok október síðastliðinshafði Ólafur Ragnar Grímsson
alls dvalist erlendis þriðjung
ársins.
➤ Laun forseta Íslands eru1.771.415 krónur á mánuði.
Þegar hann er erlendis fá
handhafar forsetavaldsins
einnig þau laun.
FORSETI ÍSLANDS
Forsetaembættið kostar 142 prósentum meira 2008 en 1995
24 stundir/RAX
2 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 16
Amsterdam 1
Ankara 0
Barcelona 11
Berlín 0
Chicago -9
Dublin 8
Frankfurt 0
Glasgow 5
Halifax -9
Hamborg 1
Helsinki -1
Kaupmannahöfn 2
London 3
Madrid 7
Mílanó 2
Montreal -14
München 1
New York 1
Nuuk -14
Orlando 5
Osló 1
Palma 20
París 1
Prag -2
Stokkhólmur 0
Þórshöfn 7
13-20 m/s SV- og V-lands í dag. Rigning eða
súld, einkum sunnantil og hiti 3 til 8 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
7
6
7 7
7
Súld sunnantil
Austlæg átt, víða 10-15 m/s en 18-23 við
suður- og suðausturströndina. Rigning eða
slydda á S- og A-landi, annars úrkomulítið.
Hiti 0 til 5 stig.
VEÐRIÐ Á MORGUN
5
4
6 5
4
Austlægar áttir
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Björg Eva Erlendsdóttir hefur
verið ráðin fréttastjóri 24
stunda við hlið Þrastar Emils-
sonar og Gunnhildar Örnu
Gunnarsdóttur, sem er í fæð-
ingarorlofi frá 1. janúar. Björg
Eva hefur starfað á 24 stund-
um frá í október. Hún hefur
starfað við fjölmiðla í yfir 20
ár, lengst á fréttastofu RÚV en
þar áður m.a. á Pressunni og
norsku blöðunum Stavanger
Aftenblad, Klassekampen og
Legemidler og Samfunn.
Björg Eva
fréttastjóri
24 stundir
Umfangsmikil leit fór
fram í gær að Jakobi Hrafni
Höskuldssyni, sem saknað
hefur verið í Reykjavík síðan
snemma að morgni nýárs-
dags. Leitin beindist að
svæðinu í kringum Elliðaár
og íbúðahverfum þar í
kring. Kafarar leituðu í ánni
og þyrla Landhelgisgæsl-
unnar flaug yfir svæðið.
Um 130 björgunarsveitarmenn
tóku á tímabili þátt í leitinni undir
stjórn lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu. Auk björgunarsveitar-
manna af höfuðborgarsvæð-
inu komu leitarmenn frá
Akranesi, Suðurnesjum og
Árborg.
Jakob Hrafn sást síðast
við Broadway í Ármúla um
kl. 5.30 á nýársnótt. Hann er
188 cm á hæð, frekar grann-
ur og með dökkt stutt hár.
Hann var klæddur í dökkar
buxur, dökka hettupeysu og
var með svarta derhúfu.
Leitin að piltinum hafði ekki bor-
ið árangur er 24 stundir fóru í
prentun. mbl.is
Umfangsmikil en árangurslaus leit
130 manns leituðu
að týndum pilti
Jakob Hrafn
Höskuldsson
24stundir/Júlíus
Leitað í Elliðaám Björgunarsveit-
armenn slæddu Elliðaárnar í leit að
piltinum, sem saknað er.
FORSETAR ÍSLANDS
1944 Kjörinn forseti Íslands.
1945 Endurkjörinn án atkvæðagreiðslu.
1949 Endurkjörinn án atkvæðagreiðslu.
1952 Lést í embætti.
1952 Kjörinn forseti lýðveldisins
með 46,7 prósent atkvæða.
Tveir menn buðu sig fram gegn
honum, þeir Bjarni Jónsson og
Gísli Sveinsson.
1956 Endurkjörinn án atkvæðagreiðslu.
1960 Endurkjörinn án atkvæðagreiðslu.
1964 Endurkjörinn án atkvæðagreiðslu.
1968 Ákvað að bjóða sig ekki fram
aftur og lét af embætti.
1968 Kjörinn forseti Íslands með
65 prósent greiddra atkvæða.
Mótframbjóðandi var Gunnar
Thoroddsen.
1972 Endurkjörinn án atkvæðagreiðslu.
1976 Endurkjörinn án atkvæðagreiðslu.
1980 Ákvað að bjóða sig ekki fram
aftur og lét af embætti.
1980 Kjörinn forseti Íslands með
33,6 prósent greiddra
atkvæða. Mótframbjóðendur
voru Guðlaugur Þorvaldsson,
Albert Guðmundsson og
Pétur J. Thorsteinsson. Fyrst
kvenna í heiminum til að vera
lýðræðislega kjörin til að gegna
embætti forseta.
1984 Endurkjörin án atkvæðagreiðslu.
1988 Endurkjörin með 92,7 prósent
atkvæða. Sigrún Þorsteinsdóttir
bauð sig fram gegn henni og
var það í fyrsta sinn sem sitjandi
forseti fékk mótframboð.
1992 Endurkjörin án atkvæðagreiðslu.
1996 Ákvað að bjóða sig ekki fram
aftur og lét af embætti.
1996 Kjörinn forseti Íslands með
40,86 prósent greiddra atkvæða.
Mótframbjóðendur voru Pétur Kr.
Hafstein, Guðrún Agnarsdóttir og
Ástþór Magnússon.
2000 Endurkjörinn án atkvæðagreiðslu.
2004 Endurkjörinn með 67,5
prósent greiddra atkvæða.
Mótframbjóðendur voru
Ástþór Magnússon og Baldur
Ágústsson. Einungis í annað sinn
sem einhver hefur boðið sig fram
gegn sitjandi forseta.
2008 Hefur tilkynnt um að hann sækist
eftir endurkjöri. Enginn annar
hefur tilkynnt um framboð.
Sveinn
Björnsson
Ásgeir
Ásgeirsson
Kristján
Eldjárn
Vigdís Finn-
bogadóttir
Ólafur
Ragnar
Grímsson
www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Airfree lofthreinsitækið
• Byggir á nýrri tækni sem eyðir
ryki, frjókornum og gæludýraflösu
• Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum
• Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna
Betra
loft
betri
líðan