24 stundir - 03.01.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 03.01.2008, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 24stundir „Ég er enn að melta áramóta- skaupið...Varð eiginlega fyrir nokkrum vonbrigðum, enda átti ég von á meiru miðað við þann mannskap sem hélt utan um efn- ið. Mér fannst mörg atriði ágæt. Mér fannst hinsvegar verst af öllu uppbygging skaupsins og Lost- þemað sem var beinagrind þess.“ Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blog.is „Fínasta skaup. Mörg fyndin at- riði. Það er eflaust erfitt að gera öllum til hæfis. Sum atriðin höfðuðu mjög til mín, önnur ekki og það er bara allt í lagi. Lúkasinn og bloggvinamótið rosafyndið og fleira og fleira. Hlakka til að horfa á það aftur á Netinu.“ Guðríður Haraldsdóttir gurrihar.blog.is „Ég skemmti mér vel yfir Skaup- inu. Hitler litli og lati Júðinn var perla og það var líka Steingrímur Joð að syngja um fegurð Ingi- bjargar. Endirinn var svo skemmtilega súrrealískur. Þeir sem ekki fíluðu skaupið geta huggað sig við að Spaugstofan verður áreiðanlega sýnd áfram.“ Hörður Svavarsson uno.blog.is BLOGGARINN Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@24stundir.is „Við Tommy höfum ekkert verið í sambandi og því geri ég ekki ráð fyrir að hitta hann,“ sagði Magni Ásgeirsson þegar 24 stundir náðu af honum tali í gær og tóku á hon- um púlsinn vegna fyrirhugaðrar heimsóknar Tommy Lee hingað til lands í janúar. Rokkarinn, sem þekktastur er fyrir ævintýri sín með rokksveit- inni Mötley Crue og mjög svo vafasama myndbandsupptöku með hinni brjóstgóðu Pamelu Anderson, hyggst þeyta skífum á Nasa síðar í mánuðinum, en Magni telur ólíklegt að hann setji sig í sambandi við rokkguðinn þrátt fyrir að hafa kynnst honum við gerð raunveruleikaþáttarins Rockstar: Supernova. „Ég efast um að hann muni eftir mér, nema hann sé í mjög góðu ástandi,“ bætir hann við. Íslenskar stelpur ekki grúppíur Magni segir ekki sé loku fyrir það skotið að kvenhylli rokkarans nái hæstu hæðum á Íslandi, en ljóst sé að hann þurfi að hafa meira fyrir því hér á landi en annars stað- ar. „Ef Tarantino náði sér í konur hérna þá getur Tommy Lee það! Það er reyndar misskilningur í gangi um að íslenskar stelpur séu eintómar grúppíur þegar svona gæjar eiga í hlut. Málið er samt að þær eru ákveðnar í sínu og hann mun örugglega ekki eiga eins auð- velt með að ná sér í gellur hérna. Íslenskar konur eru þær sjálfstæð- ustu og fallegustu í heiminum og ef þær koma til með að elta Tommy er það vegna þess að þær langar að vera með honum en ekki af því að þær eru grúppíur,“ segir Magni og bætir við að rokkarinn hafi marga fjöruna sopið þegar kemur að kvenmönnum. „Hann er næstur á eftir Gene Simmons úr Kiss yfir þá sem hafa sofið hjá flestum. Og það verður að viðurkennast að stelpunum finnst eflaust ekki slæmt að hafa Tommy Lee á ferilskránni,“ segir Magni og hlær. „Svo má benda þeim á að það þýðir ekki að búast við langtíma- sambandi eða jólakorti ef þær verða heppnar. Í mesta lagi fyrir leigubílnum heim! En án gríns er þetta ljúfasti drengur og ég vona að hann skemmti sér hérna. Kannski fer maður og heilsar upp á hann.“ Magni hyggst ekki hafa samband við Tommy í Íslandsheimsókninni Efast um að Tommy Lee muni eftir sér Magni Ásgeirsson kveðst munu prísa sig sælan ef rokkarinnTommy Lee svo mikið sem muni eftir sér þrátt fyrir ágætis kynni í Rockstar: Supernova. Tommy Lee Sækir Ísland heim í mánuðinum. Magni Segir Tommy Lee vænsta dreng. 24stundir/Jim Smart HEYRST HEFUR … Áramótadansleikurinn á Hótel Borg þykir einn sá allra glæsilegasti, enda skipulagður af Róberti Wessmann, Ármanni Þorvaldssyni hjá Kaupþingi í London, Ásbirni Gíslasyni hjá Samskipum og Jak- obi Frímanni stuðmanni. Mátti sjá Tryggva Jóns- son, Ara Edwald, Liv Bergþórsdóttur hjá Nova, of- urparið Þorstein Stephensen og Brynju X. Vífilsdóttur og marga, marga fleiri… tsk Skemmtikraftar voru Bogomil Font og Freyr Eyj- ólfsson, útvarpsmaður og eftirherma í hjáverkum. Ármann Þorvaldsson er frægur fyrir yfirdrifnar áramótaveislur í London, þar sem Tom Jones tróð upp fyrir tveimur árum. Freyr hafði víst á orði að sú staðreynd að hann sjálfur væri skemmtikraftur kvöldsins væri staðfesting þess að fjármálageirinn á Íslandi væri farinn að lækka flugið… tsk Söngleikurinn Jesus Christ Superstar var frum- sýndur í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Meðal gesta voru Geir Haarde forsætisráðherra og frú, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og frú, Björgvin Halldórsson og Svala dóttir hans og Daníel Ágúst Haraldsson. Tekið var fram í veislunni eftir sýn- inguna að maturinn væri ókeypis, en mat- ardiskarnir kostuðu 1.500 krónur … tsk Viðskiptavini björgunarsveit- arinnar Súlna á Akureyri rak í rogastans þegar sjálfur Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, gerði sér lítið fyrir og stóð vaktina í af- greiðslu flugeldasölu sveitarinnar fyrir áramótin. Að sögn Leonards Birgissonar, varaformanns björgunarsveit- arinnar, stóð Jóhannes sína plikt með sóma og var yfir viðmiðum í meðalsölu ásamt því að vekja mikla athygli gesta. „Honum þótti þetta greinilega gaman og var mun lengur en hann ætlaði að vera. Hann seldi mikið og var fljótur að koma sér í gír- inn,“ sagði Leonard í samtali við 24 stundir í gær, en hann segir deg- inum ljósara að Jóhannes viti hvað hann syngi þegar kemur að sölu- mennskunni. „Svo fannst fólki ekki verra að láta hann afgreiða sig, enda var hann bara í því að selja og aðrir voru settir í að taka við greiðslu svo að hann gæti sinnt næsta kúnna. Við í Súlum vorum auðvit- að mjög þakklát og færðum hon- um kappatertu í kveðjuskyni, en hún heitir Jóhannes.“ halldora@24stundir.is Jóhannes í Bónus seldi flugelda í sjálfboðavinnu Stóð vaktina í flugeldasölu Súlna Jóhannes Jónsson Var einbeitt- ur við sölumennskuna á Akureyri. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 4 6 7 5 2 8 9 3 1 2 9 3 6 1 7 4 5 8 8 1 5 9 3 4 6 2 7 3 2 4 7 9 1 8 6 5 7 5 6 2 8 3 1 9 4 9 8 1 4 5 6 2 7 3 6 7 8 3 4 2 5 1 9 1 3 9 8 6 5 7 4 2 5 4 2 1 7 9 3 8 6 „Ég held að við komumst af án handa- bendinganna hér á miðju Atlantshafi.“ 24FÓLK folk@24stundir.is a Hugsanlega, ef það er eitthvað í honum. Einnig er spennandi að vita hvort það sé eitthvert brauðmeti þarna líka til að maula með? Ísólfur, finnist nú kaleikurinn á þá ekki að fá sér einn gráan? Ísólfur Gylfi Pálmason er sveitarstjóri Hrunamanna- hrepps, þar sem ítalskur dulmálssérfræðingur hefur sótt um leyfi til að grafa í jörð eftir kaleik Krists og öðrum dýrgripum musterisriddaranna. upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda heimili og honnun 9.januar 2008

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.