24 stundir - 03.01.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 03.01.2008, Blaðsíða 34
Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Fáránleg fífldirfska og enn eitt dæmið um vítavert sinnuleysi vest- rænna manna gagnvart bláfátæk- um íbúum Afríku. Svo lýsa andstæðingar keppni þeirrar er hefst í þrítugasta sinn í Portúgal á laugardaginn kemur þegar fyrstu keppendurnir í Dakar- rallinu margfræga setja í gírinn og rjúka af stað hvort sem er á bílum, hjólum eða trukkum í fimmtán daga keppni, 9200 kílómetra leið um sex lönd. Keppni sem reynir í raun meira á úthald og þrautseigju en rallaksturshæfileika. Metþátttaka Til leiks nú eru skráð 570 lið frá yfir 50 löndum og hafa keppendur aldrei verið fleiri né þjóðerni þeirra verið fjölbreyttara. Er ljóst að sífellt harðari gagnrýni auk tíðra alvar- legra slysa keppenda og áhorfenda er ekkert annað en vatn á myllu að- standenda enda vekur slíkt ætíð at- hygli á keppninni og enginn skort- ur er á áhugasömum keppendum. Varð reyndar að vísa talsverðum fjölda frá nú vegna öryggissjónar- miða. Dauðsföll Gagnrýnendur hafa ýmislegt til síns máls. Yfir 50 keppendur hafa látið lífið í Dakar-rallinu frá upp- hafi eða tæplega tveir í hverri keppni en verra er að íbúar og áhorfendur verða einnig reglulega fyrir slysum enda á köflum ekið gegnum þorp og fjölfarna vegi. Eru skráð um 10 slík banaslys en líklegt má telja að þau séu mun fleiri. Einn um nótt ég sveima Einna mest spennandi við Dak- ar-rallið er að þátttakendur geta að mörgu leyti valið sér sjálfir leiðir. Það er því ekki hreinn kraftur und- ir húddinu eða fimi bílstjóra sem ræður genginu heldur einnig væn sneið af heppni. Vonandi fer ekki millikassinn... Þor, út- hald, þolinmæði og heppni þarf að fara sam- an til að ná árangri í Lissabon-Dakar-rallinu. Níu þúsund km af ryki og drullu  Dakar-rallið margfræga hefst á laugardaginn  Ein mesta þol- raun akstursíþróttamanna  Slys og dauðsföll algeng ➤ Keppt er í þremur flokkumbifreiða, mótorhjóla og trukka. ➤ Styst er ekið 515 km. á dag og lengst 829 km. ➤ Sýnt verður reglulega frákeppninni á Eurosport STAÐREYNDIRNAR Lissabon-Dakar 9.270 kílómetrar að mestu um auðnir og sanda. 34 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Gagnrýnendur hafa ýmislegt til síns máls. Yfir 50 keppendur hafa látið ĺífið í keppninni frá upphafi eða tæplega tveir í hverri keppni. Áramótaspekingar í Ma-drid geta ekki á sér heil-um tekið eftir árið 2007 sem margir aðdá- endur vilja meina að sé eitt hið besta í sögu liðsins. Real hefur verið næsta ósigrandi á heimavelli, aðeins tapað einu sinni allt síðasta ár og tvívegis gert jafntefli. Titillinn vannst undir stjórn Fabio Capello sem fékk svo sparkið en Bernd Schuster hefur hingað til náð að halda settu striki. Eru þeir nokkrir í borginni sem þegar hafa látið prenta fyrir sig veifur og borða með áletruninni: Meistarar 2008. Lið Aston Villa situr í sjöttasæti í Englandi nú umstundir sem verður gott að teljast enda hópurinn lítill og Martin Ó Neill lítið sem ekkert styrkt hann í vetur. Ekkert nýtt við að Skotar eyði ekki peningum en þar horfir til breytinga enda ætlar Ó Neill að kaupa eins og tvo leikmenn nú í janúar. Ljóst er að hann þarf ekki aukaspyrnu- sérfræðinga enda hefur ekkert lið skorað úr fleiri slíkum spörkum eða eftir slík spörk eins og Villa. Portúgalinn Manuel RuiCosta hefur tilkynnt aðbolta- sparki hætti hann formlega eftir þessa leik- tíð en Costa spilar nú með Benfica eftir góðan feril með AC Milan og Fiorentina. Fastlega er einnig búist við að Luis Figo hjá Inter hendi inn eins og einu handklæði eftir þessa leiktíð en þessir tveir voru máttarstólpar á sínum tíma þegar Portúgal varð heims- meistari unglinga 1991. Þá er Kasper Schmeichel,sonur hins víðfræga Pet-er, undir smásjá Barce- lona. Vantar þar nýjan vara- markvörð og þykjast menn sjá mikið efni í Dananum sem leikur með Manchester City. Spænskir miðlar leika sérmikið með hugsanlegönnur skotmörk Börs- unga nú í jan- úar og í sumar. Er það langur listi bestu knattspyrnu- manna heims og nöfn Fabre- gas, Cristiano Ronaldo og Aleksander Hleb koma þar við sögu. Allir angar eru úti hjá for-ráðamönnum WestHam. Fyrir tólf hund- ruð krónur geta nú gallharðir aðdáendur liðsins fengið að skoða tómar stúkur og bún- ingsherbergi leikmanna í febr- úar næstkomandi. Vel gæti farið svo í framtíðinni að stöku leikir í NHL- deildinni fari fram utandyra svo lengi sem aðstæður leyfa. Einn slíkur sýningarleikur fór fram á mánudaginn milli Pittsburgh Penguins og Buff- alo Sabres og hvorki fleiri né færri en 72 þúsund áhorf- endur mættu í stúkurnar og kláruðust miðar á tveimur klukkustundum. Eru það töluvert fleiri en þær 20 - 40 þúsundir sem alla jafna leggja leið sína á leiki innandyra. 72 þúsund Írski kylfingurinn Padraig Harrington ætlar að liggja á liði sínu á nýju ári. Lék hann í 29 mótum á PGA-mótaröð- inni á síðasta ári eða helmingi fleiri mótum en Tiger Woods. Veltir karlinn fyrir sér hvort ekki sé vænlegra til vinnings að spila sjaldnar og af ákefð en oftar og vona það besta. Færri mót Ferill spretthlauparans Justin Gatlin er enn í uppnámi en bandarísk lyfjaeftirlitsnefnd úrskurðaði hann í fjögurra ára bann í stað átta ára banns áð- ir. Mældist hann með testó- sterón í miklu magni eftir mót árið 2006 og fór í bann sem aðeins fékkst stytt nú en ekki fellt niður. Mun hann vænt- anlega ekki taka þátt í Ólymp- íuleikunum í Kína. Ferillinn allur Biðtími á golfvöllum hér- lendis fer fyrir brjóstið á mörgum. Samkvæmt nýlegri könnun er ástandið þó gott sé miðað við önnur norræn ríki. Aðeins 260 iðkendur eru um hvern völl hér en um þúsund annars staðar. Fátt svo með öllu illt Það er óvíða meira líf þessa dag- ana en á ísi lögðum vötnum í ná- grenni höfuðborgarinnar en þar má nú ganga að því vísu á frídög- um að finna fjölda fólks á mót- orkrosshjólum leika listir sínar. Er það bæði eðlileg þróun í kjöl- far sprengingar í fjölda mótorhjóla hérlendis og einnig sökum þess að ískross er samkvæmt helstu áhuga- mönnum mikið gaman og jafnvel skemmtilegra en að þeysast um í þar til gerðum sandgryfjum og keppnisbrautum. Að auki er með öllu útilokað að valda náttúru- spjöllum á ísnum. Minnst þrjár ískrosskeppnir eru fyrirhugaðar í vetur. Vötn vart lögð þegar þau eru undirlögð af mótorhjólagörpum Ískross nýtur vaxandi vinsælda Mynd/Dagur Brynjólfsson/Dalli58 SKEYTIN INN

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.