24 stundir - 03.01.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 03.01.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 24stundir FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Við erum með um það bil hundrað manna hugbúnaðarfyritæki í Prag sem þjónustar síðan fyrirtækin okkar og kúnn- ana okkar á þessu sviði. Allt á einum stað Skvass Körfubolti Spinning / Þrektímar Golfhermir Tækjasalur Ljós / Gufuböð Átaksnámskeið Rope Yoga Einkaþjálfun 20 ára 1987-2007 www.veggsport.is Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Við erum með skrifstofur í sautján löndum. Þar eru fyrirtæki sem við eigum hlut í, allt frá því að eiga minnihluta í að eiga þau að fullu,“ segir Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri Creditinfo Group. Fyrirtækið hefur vaxið mikið á undanförnum árum og teygir starfsemi sína nú víða um heim. Starfsemi í 26 löndum „Á þeim mörkuðum sem eru þróaðri eigum við yfirleitt fyrir- tækin að fullu en minna þar sem þeir eru vanþróaðri,“ segir Reynir og bætir við: „Við erum aðallega í löndum sem eru skilgreind sem nýir markaðir.“ Auk þess sem fyr- irtækið starfrækir skrifstofur í sautján löndum hefur það um- boðsaðila í níu öðrum löndum. Starfsemi fyrirtækisins teygir sig því til 26 landa. Fjölbreytt þjónusta Reynir segir þá þjónustu sem Creditinfo býður upp á vera fjöl- þætta en hún byggist fyrst og fremst á áhættustýringu við útlána- starfsemi. „Í því felst að við að- stoðum okkar kúnna við að lána fé á sem hagkvæmastan hátt,“ segir Reynir og bætir við: „Það snýst um að gera verkferlana í kringum lán- veitinguna örugga og tímaspar- andi. Og síðan að áhættan sé lág- mörkuð þannig að menn tapi sem minnstu.“ Auk þessa segir Reynir fyrirtæk- ið selja kerfi sem halda utan um upplýsingar og til þess að með- höndla lánsumsóknir, innheimtu- kerfi og lánshæfislíkön. „Við erum með um það bil hundrað manna hugbúnaðarfyrirtæki í Prag sem þjónustar síðan fyrirtækin okkar og kúnnana okkar á þessu sviði,“ segir Reynir. Mikil áhrif Reynir segir að þjónusta fyrir- tækisins hafi gert bönkum í mörg- um löndum kleift að stunda út- lánastarfsemi sem þeir gátu ekki áður, starfsemi sem þykir nú sjálf- sögð hér á landi.„Ég tel að okkar starfsemi hafi haft mikil áhrif hvað þetta varðar. Bankarnir hafa núna góðar og vel uppfærðar upplýsing- ar um viðskiptavini og eiga því auðveldara með að meta áhættu í lánveitingum,“ segir Reynir og bætir við: „Áður en við byrjuðum fyrir 11 árum þá var það talsvert mál hér á landi að fá 50 þúsund króna yfirdrátt. Það þurfti að fara niður í banka og fá víxil og finna einhvern sem átti fasteign til að skrifa á hann. Það þurfti að vera með ábyrgðarmenn á öllum lán- um. Þetta hefur allt breyst með þessu.“ Hann telur áhrif þessarar starfsemi á viðskiptalífið almennt vera vanmetna utan þess. Mikill vöxtur Mikill vöxtur hefur verið hjá fyr- irtækinu. „Veltan hefur aukist að meðaltali um 72 prósent á ári und- anfarinn áratug. Af því er um helmingur innri vöxtur,“ segir Reynir en veltan var um tveir millj- arðar króna á síðasta ári. Að sögn Reynis starfa alls um 450 starfs- menn hjá fyrirtækinu um allan heim. Lánstraust teygir anga sína víða  Creditinfo selur fjölbreytta þjónustu sína til fjármálafyrirtækja í 26 löndum  Þjónusta fyrirtækisins minnkar áhættu við útlánastarfsemi og auðveldar hana SKRIFSTOFUR CREDITINFO VÍÐA UM HEIM Ísland Sameinuðu Arabísku furstadæmin ÚkraínaSlóvakía Rúmenía Pólland Noregur Mónakó Malta Litháen Grikkland Tékkland Kýpur Búlgaría Kasakstan Georgía ➤ Creditinfo Group varð upp-haflega til árið 1997 undir nafninu Lánstraust. Árið 2002 var Creditinfo Group stofnað sem móðurfélag utan um starfsemina þegar hún fór að teyga sig til annarra landa. ➤ Creditinfo hefur í fjögur ár íröð verið meðal þeirra 500 fyrirtækja í Evrópu sem sköp- uðu flest störf. ➤ Stærstu hluthafar eru Lands-banki Íslands (39%) og Reynir Grétarsson (23,6%). CREDITINFO GROUP Stjórn norræna kauphallarfyr- irtækisins OMX mælti í gær með því að hluthafar tækju tilboði eignarhaldsfélags kauphall- arinnar í Dubai. Þegar Kaup- höllin í Dubai hefur eignast 67% hlut í OMX mun kauphöllin leggja hlutabréfin inn í banda- rísku kauphöllina Nasdaq og mun OMX því sameinast Nasdaq. Á fyrra hluta síðasta árs gerði Nasdaq yfirtökutilboð í OMX og skömmu síðar gerði Kauphöllin í Dubai samkeppnistilboð. Síðar varð samkomulag þeirra á milli um að Kauphöllin í Dubai keypti OMX og legði félagið síðan inn í Nasdaq sem greiðir fyrir með 20% hlut í sjálfu sér. mbl.is OMX mun renna inn í Nasdaq Vegna samdráttar á íbúðamark- aði hefur dregið úr væntingum vegna ársuppgjörs danska bygg- ingarfélagsins Sjælsø Gruppen. Áður hafði verið gert ráð fyrir 800-900 milljóna danskra króna hagnaði fyrir skatt en nú er búist við um 700 milljóna hagnaði sem er álíka mikið og fyrir árið á und- an. Fyrirtækið starfar víða á Norðurlöndunum og í Austur- Evrópu. Íslenskir fjárfestar eru meðal hluthafa í fyrirtækinu. Þeirra á meðal eru Björgólfsfeðgar og Straumur-Burðarás. ejg Minni væntingar til Sjælsø Group Guðni A. Jó- hannesson prófessor verður orku- málastjóri næstu fimm ár. Iðn- aðarráð- herra skip- aði hann í stöðuna. Guðni hefur starfað við Konunglega verkfræðiháskólann í Stokkhólmi síðustu þrettán ár. Níu sóttu um stöðuna. Orkumálastjóri frá Svíþjóð Ólöf Ýrr Atla- dóttir hefur verið ráðin ferða- málastjóri frá fyrsta janúar til næstu fimm ára. Samgöngu- ráðuneytið aug- lýsti stöðuna í nóvember, en iðnaðarráðherra sem tók við málefnum ferðaþjón- ustunnar um áramót réði Ólöfu Ýri í starfið. Ólöf Ýrr hefur að baki fjölbreytt nám í stjórnsýslu- og þróun- armálum, náttúruvísindum og ís- lensku. Ólöf Ýrr ráðin ferðamálastjóri

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.