24 stundir - 03.01.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 24stundir
MENNING
menning@24stundir.is a
Ég var hvattur til þess að skrá mig
í X-factor á sínum tíma en mér
fannst það aldrei koma til greina.
Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur
iris@24stundir.is
Tónlistarmaðurinn Teddy Owolabi
segir að hann túlki verðlaunin sem
viðurkenningu á sínu starfi og að
þau séu hvatning til þess að halda
áfram á sömu braut. „African
Best-verðlaunin voru sannarlega
hápunkturinn á ferlinum en þau
eru oft kölluð afrísku MTV-verð-
launin,“ segir Teddy. Meðal við-
staddra á hátíðinni voru Nelson
Mandela og afríski konungurinn
Mushood sem er meðal annars
konungur ættbálks Teddys í Níger-
íu. „Það var mikill heiður að koma
fram á hátíðinni en skemmtikröft-
um er yfirleitt ekki boðið að koma
fram þar sem þetta er ekki hefð-
bundin tónlistarhátíð. Reglurnar
voru þó beygðar lítillega fyrir mig
og þetta var frábært tækifæri til að
koma mér á framfæri.“
Sló í gegn í Motown
Teddy hefur búið á Íslandi í 10
ár og er íslenskur ríkisborgari.
Margir muna eflaust eftir honum
úr Motown-sýningunni sem naut
mikilla vinsælda árið 2003. „Sýn-
ingin var frumraun mín sem
söngvara en ég hafði þá unnið ár-
um saman sem plötusnúður. Sýn-
ingin gekk í rúmlega hálft ár og
veitti mér tækifæri til að vinna
með mörgum af helstu tónlistar-
mönnum Íslands. Ég hef verið á
fullu í tónlistarbransanum síðan,“
segir Teddy en hann hefur meðal
annars unnið með Páli Óskari,
Ragnheiði Gröndal, Friðriki Óm-
ari og að sjálfsögðu Alan úr X-
factor. „Ég var hvattur til þess að
skrá mig í X-factor á sínum tíma
en mér fannst það aldrei koma til
greina. Ég vil spila mína tónlist og
stjórna mér sjálfur auk þess sem ég
kæri mig ekki um stimpilinn sem
óhjákvæmilega fylgir þátttöku í
slíkri keppni.“
Lítið hefur farið fyrir Teddy hér
á landi hingað til en tónlist hans
nýtur gífurlegra vinsælda í heima-
landi hans. „Ég ferðaðist mjög
mikið á síðasta ári en lengst var ég
í Nígeríu eða fjóra mánuði. Upp-
haflega ætlaði ég bara að vera í tvo
mánuði en mér var svo vel tekið að
ég ákvað að vera lengur. Í kjölfarið
tók svo við tónleikaferðalag um
Bandaríkin og Bretland sem varð
svo til þess að ég var tilnefndur til
African Best-verðlaunanna.“
Ný plata væntanleg
Tónlist Teddys er gefin út af út-
gáfufyrirtæki hans sem ber nafnið
Blingbling Records en hann vinn-
ur nú að því að skrá fyrirtækið og
hefur nú þegar fengið óskir frá
samlöndum sínum sem vilja ólmir
fá samning hjá honum. „Ég er ekki
tilbúinn til þess eins og stendur að
gefa út efni eftir aðra listamenn en
það er að sjálfsögðu á áætluninni
enda væri það mjög spennandi og
skemmtilegt verkefni. Núna þarf
ég hins vegar að einbeita mér að
því að koma minni eigin tónlist á
framfæri og þá sérstaklega hér á
landi enda er Ísland heimili mitt.
Ég hef meira að segja orðið var við
það að þegar ég er á tónleikaferða-
lögum tala ég miklu meira um Ís-
land en nokkurn tímann um Níg-
eríu.“
Framtíðin virðist björt hjá
Teddy en fyrsta platan hans kemur
út í sumar. Meðal gesta á plötunni
eru hljómsveitarmeðlimirnir í
Jagúar og Valdimar Kolbeinn Sig-
urjónsson, bassaleikari úr hljóm-
sveitinni Hjálmum. Teddy er einn-
ig að leggja lokahönd á
heimildarmynd um íslenskan tón-
listariðnað sem hann vonast til að
muni birtast á skjánum innan tíð-
ar.
Heiður Teddy var
verðlaunaður fyrir
tónlist sína.
Íslenskur tónlistarmaður verðlaunaður í London
Söng fyrir Nelson Mandela
Árið 2007 var mikið æv-
intýri fyrir íslensk-níger-
íska tónlistarmanninn
Teddy Owolabi en hann
hóf árið á fjögurra mán-
aða tónleikaferðalagi um
Nígeríu og lauk því með
viðtöku African Best-
verðlaunanna í London.
➤ Var einn af þeim sem stofn-uðu keppnina um fyndnasta
mann Íslands.
➤ Hefur starfað sem plötusnúð-ur og grínisti auk þess að
syngja og semja lög.
➤ Heldur úti myspace-síðu þarsem hægt er að hlutsta á tón-
listina hans, www.mys-
pace.com/djskinnyt.
TEDDY OWOLABI
24stundir/Golli
Vínartónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands í byrjun janúar eru
fastur liður í tónleikaárinu og einn
af hápunktum þess. Tónleikarnir
njóta ævinlega mikilla vinsælda og
að þessu sinni verður efnisskráin
flutt fjórum sinnum, fimmtudag-
inn 3. janúar, föstudaginn 4. og tví-
vegis laugardaginn 5., kl. 17 og 21.
Einsöngvari á tónleikunum verður
Auður Gunnarsdóttir, sem er ein
okkar fremstu söngkvenna. Um
tónsprotann heldur austurríski
hljómsveitarstjórinn og fiðluleikar-
inn Ernst Kovacic.
Efnisskráin er að sjálfsögðu með
hefðbundnu sniði, valsar og önnur
danstónlist úr smiðju Johanns
Strauss er fyrirferðarmest, auk
óperettuaría og annarrar léttrar
tónlistar. Þó að valsinn hafi á sín-
um tíma verið hneykslunarhella
betri borgara í Vínarborg sakir
meintrar ósiðsemi hefur hann
löngu hrist af sér það orð og hefur
nú frekar á sér yfirbragð saklausrar
og fágaðrar skemmtunar og
græskulausrar lífsgleði. Það sama
má segja um aðra tónlist sem flutt
verður, henni er fyrst og fremst
ætlað að létta geð og gleðja áheyr-
endur. Má þar nefna óperettuaríur
eftir meistara þess forms, þá Emm-
erich Kálman og Franz Lehár.
iris@24stundir.is
Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Árinu heilsað með tónlist
Einsöngvari Auður
Gunnarsdóttir verður
í aðalhlutverki.
Garðar Thór Cortes á mest seldu
plötu ársins í verslunum Skífunnar
þegar tekin er saman salan yfir árið
2007. „Þetta er algjört einsdæmi
held ég því þetta er að mestu leyti
sama plata og var söluhæst allra
platna á öllu landinu árið 2005.
Núna tveimur árum síðar er hún
söluhæst allra platna í Skífuversl-
ununum,“ sagði Sigvaldi Kalda-
lóns, markaðsstjóri Skífubúðanna,
en verslanirnar birtu árssölulista
sinn núna í lok árs. „Þetta sýnir
bara hvað bakland Garðars hér á
Íslandi er gríðarlega sterkt,“ bætti
Sigvaldi við.
Ný plata í maí
Enginn nýliði hefur náð betri ár-
angri í sölu á klassískri tónlist í
Bretlandi á árinu en Garðar Thór
Cortes. Þetta segir Einar Bárðar-
son, umboðsmaður Garðars, hafa
verið staðfest af The Chart Comp-
any, sem heldur utan um bresku
vinsældalistana. Platan Cortes kom
út 16. apríl og sat í efsta sæti listans
í 3 vikur í apríl og fram í maí.
Stefnt er að útgáfu annarrar
plötu Garðars í Bretlandi í maí.
Garðar Thór bestur á nýliðnu ári
Ný plata væntanleg
Hljómsveitin Bermuda gaf út
sína fyrstu plötu, sem ber nafnið
Nýr dagur, á gamlársdag, en um
er að ræða ekta íslenska popp-
tónlist sem hefur verið í vinnslu í
þrjú ár.
Hljómsveitin var stofnuð árið
2004 en Erna Hrönn, söngkona
og systir Jenna í Brain Police, hef-
ur margra ára reynslu af söng.
Nýr dagur
hjá Bermuda
Nú eru hinir
margumtöluðu
tónleikar Bubba
Morthens og
Stórsveitar
Reykjavíkur rétt
handan við horn-
ið. Tónleikarnir
verða í Laug-
ardalshöllinni 4. og 5. janúar en
það er Þórir Baldursson sem set-
ur lög Bubba í stórsveitarbúning.
Óhætt er að lofa góðri skemmtun
enda hljómsveitin ein sú besta á
Norðurlöndunum.
Bubbi og
Stórsveitin
Íslenska óperan undirbýr nú
uppsetninguna á La Traviata sem
frumsýnd verður hinn 8. febrúar
næstkomandi. Forsvarsmenn óp-
erunnar ákváðu að brydda upp á
þeirri nýjung að selja gjafakort á
sýninguna sem eru sniðug gjöf
handa þeim sem eiga allt.
La Traviata er ópera í þremur
þáttum, byggð á leikriti Alex-
andres Dumas yngri.
Gjafakortin eru til sölu í miða-
sölu Íslensku óperunnar.
Gjafakort í Ís-
lensku óperuna