24 stundir - 19.01.2008, Page 6

24 stundir - 19.01.2008, Page 6
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is „Við erum stanslaust að ryðja enda eru göturnar mjög fljótar að fyllast af snjó í svona veðri. En ég hef gaman af snjónum á meðan hann er til staðar þótt ég við- urkenni að ég verð alltaf jafnfeg- inn að losna við hann,“ segir Hjörtur Traustason, starfsmaður Malbikunarstöðvarinnar Höfða. 12.30 Vaktin hófst uppi ímalbikunarstöð, en ég er á kvöldvöktum þessa vik- una. Það fyrsta sem ég gerði var að yfirfara bílinn og laga snjó- tönnina sem er framan á honum, enda á hún til að bila þegar svona mikið er af snjó. Ég gerði bílinn kláran fyrir moksturinn. 14.30 Bíllinn var klár ogég skutlaðist af stað. Ég vinn í Grafarvoginum og er með kort í bílnum þar sem svokallaðar stofnbrautir eru lit- aðar rauðar og við setjum þær í forgang. Aðrar götur koma svo í restina um leið og tími gefst til. 17.00 Fór aftur á malbik-unarstöðina og sótti meira salt á bílinn. Notaði tækifærið og fékk mér tíu dropa í leiðinni og teygði aðeins úr mér áður en ég fór aftur út að ryðja. 19.00 Aftur þurfti ég aðsækja meira salt og að þessu sinni var kominn tími á kvöldmat líka sem ég skellti í mig í fljótheitum. Maður freistast ekki til þess að taka sér langar pásur á meðan samviskan segir manni að halda öllum götum opnum, enda getur maður annars setið uppi með tómt vesen. Þegar mikil snjóþyngsli eru upplifir fólk stundum að við séum fyrir því í umferðinni á meðan við erum að ryðja göturnar. Ég tek þó fram að mér finnst Grafarvogsbúar al- mennt vera mjög kurteisir og skilningsríkir í okkar garð. 21.45 Var búinn að ryðjaog keyrði aftur upp á malbikunarstöð þar sem ég gekk frá bílnum, skolaði hann, setti olíu og pækil á hann og fleira slíkt. 23.00 Vaktinni var lokiðog ég hélt aftur heim á leið. Samviskan knýr snjómoksturinn 24stundir með Hirti Traustasyni snjóruðningsmanni ➤ Malbikunarstöðin Höfði hf. erí eigu Borgarsjóðs Reykjavík- ur og Aflvaka hf. ➤ Á veturna þegar snjóar hefureftirlitsmaður á vegum borg- arinnar samband við vakt- formann sem skipuleggur starf vaktmannanna á snjó- mokstursbílunum. Vakt- formaðurinn heitir Pétur Guðmundsson og er kallaður Pétur mikli. STARFIÐ Árvakur/Golli Snjóþungt hefur verið víða undanfarna daga og því mæðir mikið á ökumönnum snjómokst- ursbíla. Hjörtur Trausta- son er einn þeirra sem ryðja snjó af götum Grafarvogs þessa dag- ana. Hef gaman af snjónum Hjörtur Guðmundsson að störfum. 6 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir „Fagmaður er skemmtilegt orð og svona pínu loðið. Það gefur til kynna að maður beri sig faglega að og ég reyni að gera það við hvað- eina sem ég geri,“ segir Steinar Júl- íusson en hann er skráður fagmað- ur í Símaskrá. Samtals eru fjórir fagmenn skráðir í Símaskrá án þess að fagmennskan sé skilgreind nán- ar. Að sögn Guðrúnar Maríu Guð- mundsdóttur, ritstjóra Símaskrár- innar, er alltaf eitthvað um óvenju- legar óskir um starfsheiti þó þau séu aðallega hugsuð sem aðgrein- ing frá alnöfnum. Frestur til að breyta skráningu rennur út 31. jan- úar 8 húsbændur og 5 hugsuðir „Einhverra hluta vegna eru karl- menn duglegri við að koma með óskir um óvenjuleg starfsheiti og ræðum við þau hvert fyrir sig áður en við samþykkjum eða höfnum óskum viðskiptavina okkar,“ segir hún en bætir því við að almenn skynsemi ráði hjá því hvað er sam- þykkt. Meðal þeirra starfsheita sem óskað hefur verið eftir upp á síð- kastið en hefur verið hafnað eru at- vinnulandamæravörður, kenn- ingasmiður, frábær, fallegur, ofursti í counter-strike, súkku- laðidrengur og listastelpa. Auk þess hefur verið hafnað ósk um skrán- ingu sem ljónatemjari en einn er skráður í Símaskrá sem fyrrverandi ljónatemjari. Þá má finna þar einn fyrrverandi bréfbera og átta hús- bændur. Auk þess eru þar skráðir allir jólasveinarnir en fimm hugs- uðir. Þá eru 13 sérfræðingar í Símaskránni. Að sögn Guðrúnar er líka töluvert um að karlmenn sæki um að vera skráðir sem húsmæður. „Einn karlmaður er skráður hús- móðir hjá okkur, hann vildi alls ekki vera húsbóndi,“ segir hún. Félag fagmanna Steinar Júlíusson fagmaður er útskrifaður úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður. „Alls staðar þar sem ég hef unnið er krafist faglegra vinnubragða,“ segir hann. Hann átti ekki í vandræðum með að fá starfsheitið skráð en kannast ekki við aðra fagmenn í skránni. „Það er kannski spurning um að hóa þeim saman og stofna félag fagmanna,“ segir Steinar. fifa@24stundir.is Jólasveinar og karlkyns húsmóðir í Símaskrá Skráður fagmaður í Símaskrá Gegn margæsasáttmálanum Guðmundur segir deiliskipulag- ið ganga í berhögg við samstarfs- yfirlýsingu um mikilvægi Álftaness fyrir margæsir sem þáverandi bæj- arstjórn Álftaness og Umhverfis- ráðuneytið undirrituðu 2004. Markmið samstarfsins eru tvö, annars vegar „að stuðla að góðri umgengni manna við margæsina á Álftanesi“ svo hún geti búið sig undir flug til varpstöðva sinna í Norður-Kanada. Hins vegar að auka skilning og þekkingu á teg- undinni og dvöl hennar á landinu. Álftanes alþjóðlega mikilvægt „Samkvæmt skilgreiningu þarf 1% stofnsins að dvelja reglubundið á svæði svo það teljist alþjóðlega Nýtt deiliskipulag um miðbæ Álftaness getur teflt margæsastofn- inum í hættu. „Gæsunum hefur fjölgað undanfarin ár og stöðugt er verið að taka af þeim land. Með þessu áframhaldi kemur að því að stofninn hrynji þarna,“ segir Guð- mundur A. Guðmundsson dýra- vistfræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands, sem hefur gert rannsóknir á margæsum hér á landi. Ástæðan er færsla Norðurnes- vegar inn á búsetusvæði gæsanna sem gert er ráð fyrir í skipulaginu, ásamt byggingum sem rísa eiga við veginn. Gæsirnar forðast mannabústaði og því skerðist bú- setusvæði þeirra, sem er 12-16 ha, líklega um 5 ha í heildina, eins og fram kom í 24 stundum í gær. mikilvægt. Á túnunum á Álftanesi dveljast um 10% þessa stofns á vor- in og á túninu sem á að malbika eru iðulega um 1000 margæsir eða 3% stofnsins,“ segir Guðmundur en í stofninum eru um 25000 gæsir. Hluti þeirra kemur við á Íslandi og safnar fituforða fyrir flug til varp- stöðvanna í Kanada. thorakristin@24stundir.is Deiliskipulag Álftaness ógnar margæsinni sem dvelst á túnunum Stofninum teflt í hættu Haldið er upp á margæsadaginn ár- lega í Álftanesskóla í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands með nýju þema á hverju ári. Fær þá skólinn írska fræðimenn í heim- sókn sem leika leikrit og halda fyr- irlestra um gæsina. Einnig er skól- inn í samstarfi við grunnskóla í Belfast, en þaðan komu börn í heimsókn fyrir tveimur árum til að kynnast lífi gæsarinnar hér. „Börnin fara líka í umhverfisbíó. Þá fara þau út með ramma og fylgjast með gæsinni í gegnum hann, eins og í sjónvarpi. Þau hafa séð ýmislegt, t.d. gæsir rífast, árásir og fleira,“ seg- ir Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri. þkþ Umhverfisbíó á margæsardaginn Karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í fjög- urra ára fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn tveimur syst- urdætrum sínum. Önnur stúlkan var 5 ára þegar að brotin voru framin á árunum 1993 og 1994. Hin stúlkan var á aldrinum þriggja til ellefu ára og braut maðurinn margsinnis gegn henni á árunum 1991 til 2001. Mað- urinn lét stúlkurnar snerta kyn- færi sín og hafa við sig munnmök ítrekað. Dómurinn segir atferli mannsins svívirðilegt og hann eigi sér engar málsbætur. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða annarri stúlkunni eina og hálfa milljón króna í bætur og hinni stúlkunni hálfa milljón króna. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða sak- arkostnað. mbl.is Braut gegn dætrum systur sinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra segir vonbrigði að friður hafi ekki haldist á Srí Lanka, en hafi í raun ekki komið á óvart. Nú verði athugað hvaða verkefnum öðrum Ísland geti sinnt. „Við höfum verið að leita að frek- ari verkefnum á vegum SÞ og sjá hvar við höfum sérfræðiþekkingu að miðla,“ sagði Ingibjörg. „Það er ábyggilega enginn hörgull á verkefnum, ef út í það er farið.“ aij Friðargæslan komin heim

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.