24 stundir


24 stundir - 19.01.2008, Qupperneq 15

24 stundir - 19.01.2008, Qupperneq 15
Samtök fólks með geðraskanir, félagið Geðhjálp, er risi innan bandalagsins. Í því er um þriðjungur fé- lagsmanna í Öryrkjabandalaginu og baráttan um hagsmuni geðfatlaðra í öryrkjahúsunum við Hátún var helsta ástæða þess að Sigursteinn Másson bauð sig fram til formennsku, þegar Garðar Sverrisson hætti. Milli þeirra var sátt þá, en nú eru þeir hvor í sinni fylkingunni og rætt um að Geðhjálp og félög sem fylgja þeirri fylkingu að málum íhugi að kjúfa sig út úr bandalaginu. Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, vísar því á bug að félagið hyggi á úrsögn, en neitar því þó ekki að til úrsagnar geti komið ef ekki rætist úr illindunum. „Menn verða að reyna að komast að þolanlegri niðurstöðu áður en slík ákvörðun er tekin. En ef menn ætla til fortíðar með óbreyttu ástandi í búsetumálum er ekki víst að úrsögn verði umflúin,“ segir Sveinn. Hann segir fráleitt að hagsmunafélag standi í rekstri og þurfi að verja óboðlega þjónustu við skjólstæðinga. Þar vísar Sveinn til íbúða öryrkja í Hátúni sem allra harðasta deilan stendur um. Stórpólitísk markmið í hættu Hagmsunir öryrkja tengjast baráttu launþega, breytingum á almannatryggingakerfinu, heilbrigð- iskerfinu og yfirleitt flestu því sem tekist er á um í velferðarþjóðfélagi. Nýtt örorkumat er í vinnslu í nefnd á vegum forsætisráðherra og tveggja milljarða króna framlag rennur til öryrkja, komi þeir sér sam- an um að taka við þeim. Fyrir nokkrum árum voru átök öryrkja og stjórnvalda fyrir dómstólum, nú standa yfir samningar um stór hagsmunamál. Tals- menn öryrkja eru sammála um að þeir séu allir í hættu.. Ástandið í Öryrkjabandalaginu sé því ekkert minna en skelfilegt fyrir þúsundir Íslendinga. beva@24stundir.is aEftir Björgu Evu Erlendsdóttur Viðskiptasjónarmið, valda- blokkir, launaleynd og ým- islegt fleira sem almenn- ingur tengir frekar við „groups“ í harðvítugum samkeppnisrekstri, en samtök öryrkja ber nú hæst í umræðunni. af Sunny vetrardekkjum 25% afsláttur24stundir LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 15 Ritstjóri Tuttugu og fjögurra stunda sendi undirrituðum tóninn í blaði sínu um daginn vegna skrifa minna sem urðu til í jólafríi suður á Kanarí. Þau voru um utanríkisráð- herra og jólaferð hennar til Egypta þar sem hún skrifaði undir samning, – sem ég sagði þá og segi að hafi ver- ið ágætt hjá Ingibjörgu. En ég leyfði mér það guðlast að nefna að ef Ís- land gengi í ESB væru sérstakir og sjálfstæðir samningar ónýtir og það þykir Ólafi Stephensen vont að sagt sé. „Bjarni hefði átt að gúgla aðeins, fyrst hann var staddur á netkaffi …,“ segir ritstjórinn og bendir í fram- haldi á að ESB hafi víst fríverslunar- samning við Egypta sem ég sagðist í mínu bloggi ekki vita fyrir víst. Hafði þann fyrirvara á og þurfti því ekki á neinu galdratæki gúglsins að halda. En það er gott að vita að ritstjóri blaðsins hefur trú á umræddri leit- arvél veraldarvefsins, sem þó ku am- erísk. Mest er þó trú ritstjórans á Evr- ópusambandinu, – svo mjög að í leiðara blaðs síns síðastliðinn fimmtudag er lof borið á hina evr- ópusinnuðu Samfylkingu fyrir að vera ein stjórnmálaflokka sem að- hyllist frjáls viðskipti! Það er í anda þeirra trúarbragða að í hugtakinu frjáls viðskipti felist einkanlega að opna fyrir frelsi innan Evrópu og mætti nú ritstjórinn sjálfur nota sér umrætt gúgl til að komast yfir þá miðaldaspeki að endimörk hins sið- menntaða heims nútímaviðskipta séu Evrópa. Viðskiptatækifæri framtíðarinnar eru vitaskuld ekki mest þar sem hag- vöxtur er með minnsta móti og þröngt setinn bekkurinn í þeim við- skiptum sem fyrir eru. Nú um stundir eru mest tækifærin í austr- inu og um það er margt skrifað og skrafað í hinum stóra heimi utan Evrópu. En ritstjórinn er trúr sinni ESB-köllun, eða hvernig ber að skilja eftirfarandi fullyrðingu sem er í skeytasendingunni til mín þar sem talað er um fríverslunarsamninga EFTA-ríkja: „Þannig hefur EFTA gert flesta sína fríverslunarsamninga undanfar- in ár, siglt í kjölfarið og samið við ríki, sem ESB hefur þegar gert frí- verslunarsamninga við.“ Í framhaldinu fylgir svo almennur skætingur um hugarástand undirrit- aðs og landbúnaðarstefnu Fram- sóknarflokksins. Hvorugt svaravert en það má halda því til haga að í síð- ustu stjórnartíð okkar í landbúnað- armálum var fríverslun í þeim efn- um aukin meira en gert hafði verið til áratuga og tollar víða aflagðir. Það hefur auðvitað ekki spurst inn á ritstjórnina að EFTA-lönd hafa unnið sjálfstætt að fríverslunar- samningum við þjóðir sem ESB hef- ur ekki samið við og stærst í þeim efnum samningaviðræður Íslands við Kínverja og tilraunir til samninga EFTA-landa við Japani. Það er reyndar ekki heiglum hent að ná samningum við þessa risa í austrinu en þó miklum mun líklegra að EFTA-löndin nái þeim árangri held- ur en ESB. En náist þeir, sem líklegt verður að telja um að minnsta kosti Kína-samninginn, þá er það gríðar- lega mikils virði. Svo verðmætt að líklega verður þá ekki talað oftar um ESB-aðild, – því með henni myndu allir slíkir samningar falla dauðir og ómerkir. Það er þetta sem margir af fær- ustu viðskiptamönnum þjóðarinnar hafa séð og vita sem er að mögu- leikar Íslands til að vera opin og gró- andi fjármálamiðstöð í heiminum eru litlir innan reglugerðar- múra ESB. Það yrði okkur jafn erfitt og Lúxemborg. Eða halda menn að það sé af tómri sérvisku sem hin sterkríka bankamiðstöð í Ölpunum, Sviss, heldur sig fjarri Brusselvaldinu. En ritstjórinn getur kannski látið blaðamenn sína gúgla eitthvað upp um þetta allt ef það er þá heimilt að skrifa slíkar fréttir á 24 stundum, – algerlega andstæðar hinum martrað- arkennda draumi um að Ísland gangist ESB á hönd. Höfundur er alþingismaður Af miðaldaspeki Evrópu- sinna og amerísku gúgli! VIÐHORF aBjarni Harðarson Viðskipta- tækifæri framtíð- arinnar eru vitaskuld ekki mest þar sem hag- vöxtur er með minnsta móti og þröngt setinn bekkurinn í þeim við- skiptum sem fyrir eru. www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 VETRARDEKK NEGLANLEG Stærð Mál útsöluverð NordMaster ST 13” 175/70R13 5.990 NordMaster ST-310 14” 175/R6514 6.600 NordMaster ST 14” 185/65R14 6.900 NordMaster ST 15” 195/65R15 7.990 NordMaster ST 15” 205/65R15 8.600 NordMaster ST 15” 205/70R15 8.900 NordMaster ST-310 16” 205/55R16 9.990 Barnate róandi og sefandi jurtablanda fyrir börn. Breytingaskeiðste jurtablanda sem hefur bætandi áhrif og eykur jafnvægi. Meðgöngute jurtablanda sem hefur góð áhrif á verðandi mæður. Brjóstagjafate jurtablanda sem örvar mjólkurmyndun. Lífræn te fyrir konur og börn Salus te sérlega bragðgóð, úr lífrænni ræktun, án allra aukaefna. Fæst í heilsubúðum og apótekum Serblad 24 stunda husbyggjandinn Auglýsingasími Kolbrún S. 510 3722 / kolla@24stundir.is Katrín S. 510 3727 / kata@24stundir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.