24 stundir - 19.01.2008, Side 22

24 stundir - 19.01.2008, Side 22
Eitt af meginmarkmiðum Vega- gerðarinnar er hagkvæm uppbygg- ing og rekstur vegakerfisins. Iðu- lega þegar um nýframkvæmdir er að ræða leggur Vegagerðin fram nokkra kosti til athugunar og legg- ur fram mat á kostunum. Að því loknu gerir Vegagerðin tillögu um kost til framkvæmda. Nauðsynlegt er umræðunnar vegna að árétta nokkur atriði. Vegagerðin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa skoðun á því hvaða leið sé best. Það er eigi að síður hlutverk Vegagerðarinnar að leggja mat á kostina. Vegagerðin hefur einnig sagt að það sé komið að stjórnmálamönnunum að taka ákvörðun. Það getur ekki verið erf- iðara að taka ákvörðun með allar upplýsingar við höndina, þar með mat Vegagerðarinnar. Það hjálpar ekki umræðunni að segja að svart sé hvítt og hvítt sé svart. Eyjalausnin betri Bent hefur verið á að Sunda- braut er ekki einkamál Reykvík- inga. Gerð hennar og lega skiptir máli fyrir höfuðborgarsvæðið allt og fyrir landsbyggðina. Með hlið- sjón af því er það mat Vegagerð- arinnar að eyjalausnin sé betri kostur en jarðgöng, m.a. vegna þess að eyjalausnin dreifir umferð bet- ur. Jarðgöng leiða umferð frekar vestur í bæ meðan eyjalausnin leið- ir hana einnig til suðurs um Sæ- braut og síðan Reykjanesbrautina. Færri færu þannig um Sundabraut í jarðgöngum en um innri leiðina og það drægi minna úr álagi á Ár- túnsbrekkuna. Með eyjalausninni styttast einnig vegalengdir á milli staða í meira mæli en með jarð- göngum og því minnkar heildar- akstur á höfuðborgarsvæðinu. Alrangar ásakanir Því hefur einnig verið haldið fram að Vegagerðin ofmeti kostnað við jarðgöng en vanmeti kostnað- inn á innri leiðinni. Þetta er al- rangt. Miðað er við norska staðla og Evrópureglur sem ekki verður vikist undan. Væri miðað við sænska staðla myndi kostnaðurinn með vegtengingum reiknast 27 milljarðar króna eða 12 milljörð- um króna meiri en við eyjaleiðina. Kostnaður við eyjaleiðina sem er metinn á 15 milljarða króna hefur verið uppfærður til samræmis við jarðgöngin. Mengunin hverfur ekki Rétt er enn að árétta að rekstr- arkostnaður ganga er miklu meiri en af eyjalausninni og munar þar líklega að minnsta kosti 200 millj- ónum króna árlega. Mengun af umferðinni hverfur ekki við að hún fari um jarðgöng. Menguninni þarf að dæla upp á yf- irborðið. Hugsanlega mætti fara sömu leið og víða erlendis þar sem mengað loft er hreinsað. Hvað slíkt myndi kosta hefur ekki verið reikn- að út né heldur skoðað hvar hægt væri að koma slíku mannvirki fyrir. Að öllu samanlögðu mælir Vega- gerðin með því að fara innri leið- ina. Höfundur er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar Að skjóta sendiboðann UMRÆÐAN aG. Pétur Matthíasson Vegagerðin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa skoðun á því hvaða leið sé best. Það er eigi að síður hlutverk Vegagerðarinnar að leggja mat á kostina. Skiptir máli „Bent hefur verið á að Sundabraut er ekki einkamál Reykvíkinga. Gerð hennar og lega skiptir máli fyrir höfuðborgarsvæðið allt og fyrir landsbyggðina.“ 22 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir Nú þegar viðræður um kjara- samninga eru í hámarki er til- valið að minna á að um algjört lágmark er að ræða í þeim launatöxtum sem samið er um í kjarasamningum. Við hvetjum þá sem njóta starfskrafta náms- manna að umbuna vel unnin störf með hærri launum. Þann- ig má auka ánægju starfsfólks og gera fyrirtækið eftirsókn- arverðara fyrir framtíðarnema og að sjálfsögðu viðskiptavini. Mikill misskilningur hefur ver- ið meðal launagreiðenda í ofan- greindum stéttum og fyrirtæki jafnvel skýlt sér bakvið þá reglugerð sem sett er um laun iðnnema. Launataxtar eru ein- ungis ætlaðir til viðmiðs þegar samið er um laun en eiga ekki endilega að notast sem einhvers konar verðskrá. Þegar gengið er til samninga á að semja um hversu há launin skulu vera miðað við vinnuframlag, getu og kjarasamninga. Óeðlilegt er að svo margir greiði lægstu mögulegu laun, sem raun ber vitni. Því hvetur SÍF þig til að stuðla að heilbrigðum viðskiptahátt- um og réttlæti innan stétt- arinnar sem alla tíð hefur verið ábótavant. Ásgeir Guðmundsson skrifar fyrir hönd Sambands íslenskra fram- haldsskólanema: BRÉF TIL BLAÐSINS SkjárBíó er ný og byltingarkennd þjónusta sem þjónar stórum hópi Íslendinga. Með SkjáBíó, sem stendur eingöngu við- skiptavinum Sjónvarps Símans til boða, fær við- skiptavin- urinn víd- eóleigu heim í stofu til sín þar sem hann getur valið úr yfir þúsund kvik- myndum, bæði nýjum myndum sem og klassískum. Þetta getur fólk gert með aðeins einum takka á fjarstýringunni og án þess að stíga fæti úr stofunni. SkjárBíó leggur jafnframt mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum mikið úrval af ókeypis efni, hvort sem um er að ræða fréttaþætti, sjónvarpsþætti, vandað barna- og unglingaefni eða kvikmyndir. Það er bæði ósanngjarnt og rangt að bera saman verðlagningu á því að leigja sér einstakan þátt Næt- urvaktarinnar og þess að kaupa sér þáttaröðina í heild sinni á DVD-diski eða leigja sér hana hjá hefðbundinni vídeóleigu. Margir viðskiptavina okkar vilja ein- göngu leigja sér einn þátt, hvort sem um er að ræða þann sem þeir misstu af eða til þess að at- huga hvort þáttaröðin sé þeim að skapi. Það er ekki nokkur vafi á því að viðskiptavinir SkjásBíós kunna vel að meta þá þjónustu að geta leigt sér einn þátt í stað þess að þurfa að kaupa heila þáttaröð. Næturvaktin er fyrsta sjónvarps- serían sem hefur verið aðgengileg gegn gjaldi í gegnum SkjáBíó. Viðbrögð viðskiptavina við þess- ari nýjung hafa farið fram úr björtustu vonum og innan tíðar mun SkjárBíó bjóða upp á fleiri sjónvarpsþáttaraðir. Það ber sérstaklega að taka það fram að verðlagning SkjásBíós fyrir leigu á kvikmyndum er mjög sanngjörn, oft á tíðum bæði ódýrari og þægilegri val- kostur en að fara á hefðbundnar vídeóleigur. Höfundur er framkvæmdastjóri Skjásins BRÉF TIL BLAÐSINS Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Eins og kunnugt er stendur yfir vinna við frumvarp til laga um skólastarf í landinu. Athygli hef- ur vakið að orðalagið „kristilegt siðgæði“ er tekið út úr mark- miðsgrein grunnskólalaganna og í staðinn talin upp verðug hugtök sem þykja endurspegla kristilegt siðgæði. Ég tel afar brýnt að orða- laginu „kristilegt siðgæði“ verði ekki sleppt heldur einnig haldið inni þannig að setningin gæti orðast svona: „Starfshættir grunnskóla skulu mótast af kristilegu siðgæði svo sem umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Helstu rökin fyr- ir þessari breytingartillögu eru eftirfarandi: A) Orðalagið kristi- legt siðgæði hefur kjölfestu í kristinni hefð og gildismati þjóð- arinnar um aldir. B) Til bóta er að telja upp öll hin hugtökin en án viðmiðunarpunkts minnkar vægi þeirra verulega. C) Í landi þar sem 90 prósent þjóðarinnar eru skráð í kristið trúfélag er þetta mjög eðlilegt og rökrétt. D) Orðalagið gerir ekki kröfu um trúarjátningu eða trúarafstöðu svo ekki þarf að líta svo á að ein- ungis kristnir menn geti tekið undir það. Höfundur er sóknarprestur á Hvammstanga Sigurður Grétar Sigurðsson skrifar: BRÉF TIL BLASINS

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.