24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir
Hvaða lifandi manneskju lítur þú
upp til og hvers vegna?
Ég lít mikið upp til foreldra minna og
ömmu. Þetta eru yndislegar mann-
eskjur sem vilja allt fyrir alla gera og
eru góðar fyrirmyndir barna sinna.
Hver er þín fyrsta minning?
Þegar ég var niðri í bæ í Eyjum með
mömmu og datt og fékk gat á hausinn
í annað skiptið þann dag.
Hver eru helstu vonbrigðin hingað
til?
Ég velti mér ekki mikið upp úr von-
brigðum heldur reyni að sjá björtu
hliðarnar á málunum.
Hvað í samfélaginu gerir þig dapra?
Glæpir.
Leiðinlegasta vinnan?
Að standa í helstu matvörubúðum
landsins og kynna súkkulaði fyrir jól-
in.
Uppáhaldsbókin þín?
Skólabækurnar.
Hvað eldarðu hversdags, ertu góður
kokkur?
Ég elda nú ekkert gríðarlega mikið en
tel mig geta gert ágæta kjúklingarétti.
Hver myndi leika þig í kvikmynd
byggðri á ævi þinni?
Jennifer Aniston þar sem við þykjum
næstum því eins; hehe.
Að frátalinni húseign, hvað er það
dýrasta sem þú hefur fest kaup á?
Tölvan mín ábyggilega.
Mesta skammarstrikið?
Þegar ég og vinkona mín stálum pox-
myndum þegar við vorum litlar.
Hvað er hamingja að þínu mati?
Að eiga góða vini og fjölskyldu og hafa
markmið í lífinu.
Hvaða galla hefurðu?
Ég er hrikalega óstundvís, svo finnst
mér leiðinlegt að taka til.
Ef þú byggir yfir ofurmannlegum
hæfileikum, hverjir væru þeir?
Að passa að allir hefðu í sig og á.
Hvernig tilfinning er ástin?
Hún er einstök.
Hvað grætir þig?
Söknuður og tap.
Hefurðu einhvern tímann lent í lífs-
hættu?
Já, ég held það.
Hvaða hluti í eigu þinni meturðu
mest?
Þeir eru svo margir að ég get ekki gert
upp á milli.
Hvað gerirðu til að láta þér líða vel?
Ég hreyfi mig, borða góðan mat og er í
góðra vina hópi.
Hverjir eru styrkleikar þínir?
Ég er sjálfstæð og metnaðargjörn.
Hvað langaði þig að verða þegar þú
varst lítil?
Mig langaði alltaf til þess að verða
íþróttakennari.
Er gott að búa á Íslandi?
Það er langbest.
Hefurðu einhvern tímann bjargað
lífi einhvers?
Nei, ekki í bókstaflegri merkingu.
Hvert er draumastarfið?
Íþróttasálfræðingur með einkarekna
stofu.
Hvað ertu að gera núna?
Ég er að svara 24 spurningum fyrir
blaðið 24 stundir.
24spurningar
Margrét Lára Viðarsdóttir
„Þetta er tvímælalaust
mesta viðurkenning sem ég
hef hlotið á mínum ferli til
þessa. Engin verðlaun hafa
komið mér jafnmikið á
óvart og þessi,“ sagði hin 21
árs gamla knattspyrnukona,
Margrét Lára Viðarsdóttir,
hálfklökk eftir að hafa verið
valin íþróttamaður ársins
2007 með nokkrum yf-
irburðum af Samtökum
íþróttafréttamanna í hófi á
Grand Hóteli.
Margrét Lára hefur spilað
með Val og íslenska lands-
liðinu og sló markamet með
báðum liðum á síðasta ári.
a
Ég lít mikið upp til foreldra minna og ömmu. Þetta eru yndislegar mann-
eskjur sem vilja allt fyrir alla gera og eru góðar fyrirmyndir barna sinna.
Árvakur/Jón Svavarsson