24 stundir - 19.01.2008, Síða 45
24stundir LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 45
Upp í fjall á snjó-
þotu með kakó
Maður reiðir fram góðan morgunmat og
kaupir blóm handa bóndanum á þessum
degi. Annars er nú minn maður miklu róm-
antískari en ég en á afmælisdeginum og
bóndadeginum gerir maður nú að sjálfsögðu
eitthvað skemmtilegt. Það kemur nú alveg
fyrir að ég eldi eitthvað gott handa honum
og honum finnst eiginlega allt gott sem ég
elda þegar ég hef tíma til þess. Að und-
anförnu er ég nefnilega búin að vera á svo
miklu flakki, var úti í Afríku og Ameríku og
er núna á Akureyri, svo ég hef eiginlega ekk-
ert verið heima til að sinna honum. Ég ætla
því að vera alveg sérstaklega góð við hann í
ár þar sem hann hefur verið einstaklega góð-
ur og þolinmóður í minn garð vegna minnar
vinnu. Hann á sannarlega mikið inni hjá
mér og ég ætla að dekra við hann. Mér finnst
bónda- og konudagur vera skemmtilegir
dagar og tilvaldir til að gera sér smá daga-
mun í skammdeginu. Þetta árið dettur mér í
hug að skella mér með manninum mínum
upp í fjall á snjóþotu og taka kakó og litla
guttann með. Leyfa bóndanum svo að hafa
daginn eftir sínu höfði og passa vel að
skammast ekkert í honum.
Linda Ásgeirs-
dóttir leikkona.
LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ
bladid@24stundir.is a
Ég hef verið fylgjandi því að halda upp á þessa
gömlu, íslensku daga fremur en Valentínusardaginn,
sem mér finnst nú eiginlega algjör auglýsingamennska.
Maður á alltaf að reyna að vera jákvæður og góður við karlinn og ég hef alltaf fært mínum
eitthvað lítið og óvænt í tilefni dagsins, t.d. blóm eða litla bók. Hann sér nú yfirleitt um elda-
mennskuna á heimilinu þó að ég sé alveg liðtæk í eldhúsinu og það breytist því ekki á þessum
degi. Það er ágætt að hafa svona dag til að minna sig á að sýna ástina í verki, það er líka ekki
alltaf hægt að ætlast til að karlmennirnir séu þeir einu sem eigi að vera uppátækjasamir og
koma elskunni á óvart með óvissudegi og öðru slíku, við konur þurfum líka að standa okkur
í stykkinu. Mínum manni finnst alla vega mjög gaman þegar ég kem honum á óvart. Annars
er fullt að gera í bakaríum á þessum degi en mikill munur á hvað konur og karlar kaupa fyrir
konu- og bóndadag. Karlarnir vilja kaupa allt stórt og mikið, stórar tertur, flott stykki og alls
konar brauð og álegg á meðan konurnar velja frekar eitthvað lítið. Sumar konur koma til
okkar um morguninn til að kaupa eitthvað til að færa karlinum í vinnunni sem er kósí og
þær gleðja þá gjarnan fleiri menn heldur en bara sinn eigin.
Unnur Gunnarsdóttir sem rekur bakaríið
Jóa Fel ásamt eiginmanni sínum.
Að sýna ástina í verki
Hingað til hef ég verið mjög léleg í að halda
bóndadaginn hátíðlegan og verð að játa að
ég hef aldrei gert neitt sérstakt á þessum
degi og yfirleitt bara gleymt honum. Ég
held að Helgi (Björnsson) móðgist nú samt
ekkert við mig út af þessu heldur finnist
þetta frekar bara fyndið þar sem við festum
okkur hvort sem er ekkert endilega við sér-
staka daga. Mér finnst frekar að maður eigi
að njóta þessa tíma núna, þegar það er kalt
og dimmt, til að hafa það kósí saman og
elda kannski góða kjötsúpu handa karlin-
um á vetrarkvöldum. Hins vegar finnst
mér að við eigum að halda í heiðri þessa
gömlu, íslensku daga eins og bóndadaginn
og konudaginn frekar en að stökkva af stað
á Valentínusardaginn. Að þessu sögðu
reyni ég kannski að taka mér tak og muna
eftir bóndadeginum þetta árið, það yrði þá
helst að senda kjötsúpu með pósti þar sem
Helgi er erlendis og verður yfir bóndadag-
inn. Ég myndi þá þurfa að finna mér mat-
arsendil í Berlín til að færa honum súpuna
og ætti kannski að nýta tækifærið og aug-
lýsa eftir einum slíkum hér með. Það
myndi örugglega koma karlinum skemmti-
lega á óvart.
Kjötsúpa í pósti
til Berlínar
Vilborg Halldórs-
dóttir leikkona.
Þessi dagur fer nú yfirleitt alveg fram hjá
mér og ég gleymi honum. En það stafar
nú bara af því að ég er almennt laus við
að vera fastur í siðum og venjum. Það er
frekar að ég færi honum (Felixi Bergs-
syni) blóm eða eitthvað fallegt þegar eitt-
hvað sérstakt ber við eða einfaldlega þeg-
ar mér dettur í hug. Mér finnst
skemmtilegra að gera slíkt reglulega frek-
ar en að einskorða það við einn dag. Eins
finnst mér líka mjög gaman að gera eitt-
hvað óvænt fyrir hann. Síðan kemur al-
veg fyrir að ég eldi eitthvað gott handa
honum við og við. Annars má nú að
vissu leyti segja að við séum að taka for-
skot á bóndadaginn þetta árið þar sem
við erum staddir saman hér í París, sjálfri
borg ástarinnar. Hér er einmitt svo mikið
vorveður í janúar að í takt við það færði
ég honum túlipana í fyrradag. Það má
því kannski segja að bóndadagurinn hafi
ekki farið framhjá mér þetta árið, vilji
maður bjarga sér fyrir horn. Annars er
það frekar eins og ég sagði að gera eitt-
hvað óundirbúið fyrir makann við og
við.
Baldur Þórhallsson
stjórnmálafræðingur.
Vorveður og
túlipanar í París
Ég geri alltaf eitthvað fyrir bóndann á þess-
um degi og við höfum fyrir venju að halda
upp á þennan dag svo og konudaginn. Yf-
irleitt elda ég eitthvað rosalega gott þar sem
minn maður (Björn Ingi Hrafnsson) er mik-
ill sælkeri og hef ég því oftar eldað æðislegan
mat fremur en að kaupa blóm. Þó hef ég nú
reyndar líka gert það og geri oft hvoru-
tveggja. Það er misjafnt hvað ég elda en í ár
ætla ég að prófa nýjan rétt sem hann fær sér
oft á veitingahúsum erlendis og er í sérstöku
uppáhaldi. Ég hef aldrei eldað þetta áður en
rétturinn heitir ozzobuco sem eru hægeld-
aðir lambaskankar í ofni. Eldamennskan
tekur um fjórar klukkustundir og því eins
gott að maður hafi nægan tíma til að nostra
við matinn. Rétturinn er síðan borinn fram
með kartöflumús, grænmeti og rauðvíns-
sósu. Ég hef verið fylgjandi því að halda upp
á þessa gömlu, íslensku daga fremur en Val-
entínusardaginn, sem mér finnst nú eig-
inlega algjör auglýsingamennska. Það er
skemmtileg hefð að gera eitthvað á þessum
dögum til að brjóta upp hversdagsleikann og
blása dálitlu nýju lífi í sambandið. Ég hef líka
bara gaman af því að dekra aðeins við bónd-
ann.
Hólmfríður Rós Eyjólfs-
dóttir hjúkrunarfræðingur.
Eldar uppáhalds-
mat bóndans
Hvað gerir þú
fyrir bóndann á
bóndadaginn?
Bóndadagur er fyrsti dagur þorra en þann dag var hefðin sú að
bóndinn hoppaði í kringum bæinn á nærhaldinu einu fata en
einnig að húsmóðirin færi út kvöldið áður og byði þorranum inn í
bæ. Til eru heimildir um að betri matur hafi verið gefinn fyrstu
daga þorra og góu. Nú gefa flest hjón hvort öðru blóm eða gjafir
þessa daga og nota tækifærið til að hafa það notalegt í skamm-
deginu. Hér segja nokkrir viðmælendur lesendum frá því hvað
þeir hafa gert fyrir bóndann á bóndadaginn.