24 stundir - 19.01.2008, Síða 60

24 stundir - 19.01.2008, Síða 60
60 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Lyon til að mynda hefur vart keypt neina stór- stjörnu lengi vel enda varalið þess og unglinga- lið vel mannað og virðist engu breyta þó þeir selja frá sér efnilega leikmenn á fimm mínútna fresti. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Það gerist erfiðara með hverju árinu að velja efnilegustu knatt- spyrnumennina í heiminum. Stærsta spurningin er þá hversu lengi menn teljast efnilegir. Hægt er að deila lengi um hvort kappar á borð við Wayne Rooney eða Cesc Fabregas falla undir slíka titla. Báð- ir bráðungir og að sönnu efnilegir enda enn að bæta sig en báðir hafa þegar spilað í bestu deild um ára- bil. 24 stundir kíktu yfir nokkra lista yfir efnilegustu leikmenn í boltan- um sem birtir hafa verið nýlega og draga hér saman nokkur nöfn sem eru þegar farin að vekja mikla at- hygli og munu að öllu eðlilegu verða samdauna knattspyrnuvit- und áhugamanna næstu tíu til fimmtán árin. Reyndar er ekki einhlítt að bráð- efnilegir leikmenn standi undir væntingum. Aðeins eru, til dæmis, tæp tvö ár eru síðan Lukas Podolski var valinn besti ungi leikmaður heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og tröllasögurnar um framtíð hans miklar og stórar. Podolski eyðir nú mestum sínum tíma á bekknum hjá Bayern München og hefur átt erfitt uppdráttar. Kannski er það líka önnur af- leiðing sívaxandi áhrifa viðskipta- manna í fótboltanum að ungir leikmenn fá ekki, fremur en margir þjálfarar, mikinn tíma til að sanna sig, allra síst hjá stórliðunum sem alla jafna kaupa þá sem af bera annars staðar frá þrátt fyrir að barna- og unglingastarf þeirra flestra sé fyrsta flokks. Frönsk lið eru hvað fremst í að ala upp börn og unglinga og skapa þannig grundvöll fyrir efnilega krakka. Lyon til að mynda hefur vart keypt til sín stóra stjörnu lengi því varalið þess og unglingalið eru vel mönn- uð og virðist engu breyta þó þeir selji frá sér efnilega jaxla á fimm mínútna fresti. Maður kemur alltaf í manns stað. Meðfylgjandi listi er alls ekki tæmandi eins og gefur að skilja. Rísandi stjörnur morgundagsins  Ný kynslóð knattspyrnumanna heillar sparkáhugamenn upp úr skónum  Betri um- gjörð og fagmennska segir til sín  Meðalaldur leikmanna í Evrópu fer lækkandi FRAMTÍÐIN SVO BJÖRT AÐ ÞESSIR ÞURFA SÓLGLERAUGU Sé uppi typpið á ein-hverjum þessa daganafellur miðjumað- urinn brasilíski Diego hjá Wer- der Bremen kyrfilega undir þá skilgrein- ingu. UEFA bað hann um að setja saman heimslið sitt fyrir vef sam- bandsins og einn af ellefu bestu leikmönnum heims á síðasta ári að mati Diego er … Diego hjá Werder Bremen. Knatt- spyrnumenn verða einfaldlega ekki flottari en þetta. Mikil hátíðahöld faranú fram hjá leik-mönnum Havant og Waterlooville. Einstaklega þjált nafn liðs- ins mun hljóma oftar í eyrum knatt- spyrnumanna á Bretlandseyjum á næstunni enda dróst þetta lið, sem leikur í 6. riðli neðstu deildar, gegn Liverpool í næstu umferð bik- arkeppninnar ensku. Það er alltaf gott að eigagóða að, sérstaklega þeg-ar þeir stjórna einu af stærstu fé- lagsliðum heims. Filippo nokkur Manc- ini fékk nokkr- ar mínútur undir flóðljósunum í leik Inter og Reggina í vikunni en sá er sautján ára og er sonur Ro- berto Mancini, stjóra liðsins. Emil okkar Hallfreðssonkom ekki við sögu hjáReggina en leikjum hans hefur að- eins fækkað upp á síðkastið. Hefur hann leikið fimmtán leiki fyrir ítalska liðið sem situr í næstneðsta sæti. Ljóst er að þunglynd-ismeðferð Adriano hefurborið ár- angur. Að minnsta kosti ef miðað er við hans fyrsta leik með Sao Paulo í heimaland- inu. Þangað fór hann til láns frá Inter og setti tvö mörk í sínum fyrsta leik. Sven-Göran Eriksson líðursvo vel í Manchester aðhann hyggst fram- lengja samning sinn nú þegar enda gríðarleg ánægja með störf hans síð- an hann tók við taumum í sumar. City er allt annað og betra félag en mörg undanfarin ár og allt í einu orðið meðal toppliða. Eig- andi City, Thaksin Sinawatra, er svo himinlifandi að hann vill ráða Svíann fyrir lífstíð. Til- viljun ein ræður því að það er sami dómur og Sinawatra sjálf- ur gæti fengið verði hann sekur fundinn um gróf mannrétt- indabrot í Víetnam eins og hugsanlegt er. SKEYTIN INN Framtíð Barcelona á að byggjast kringum þessar tvær ungstjörnur í framtíðinni. Bojan Krkic er yngsti leikmaður sem spilað hefur í Meistaradeild Evrópu og framfarir hans á síðasta ári slíkar að Thierry Henry missti sig. Leikni Giovani dos Santos minnir marga á Ro- naldinho upp á sitt besta og hann er rétt að byrja ferilinn. Hinn 22 ára Asamoah Gyan hefur sett tólf mörk í 23 landsleikjum með Ghana og tíu stykki í 25 leikj- um með Udinese. Forráðamenn Lyon selja hverja stjörnu sína á fætur annarri vitandi að hinn tví- tugi Karim Benzema getur tekið við kyndlinum án vandræða. Hann hefur þegar verið valinn í átta landsleiki og skorað þrívegis. Það er kannski að bera í bakka- fullan að segja Freddy Adu efnileg- an en það hefur hann verið í hart- nær tíu ár. Nú fyrst er hann þó farinn að spila með alvöru klúbbi og er flottur. Næsti Claude Maka- lele er miðjumaður Bordeaux Rio Mavuba en stórlið á borð við Juve og Milan bíða slefandi eftir að Bor- deaux ákveða að selja. Fáir Frónbúar þekkja Tranquillo Barnetta hjá Leverkusen. Sviss- lendingurinn var einn af þremur bestu ungliðum á HM 2006 og bætt sig töluvert síðan. Eigandi AC Milan, Berlusconi, missir sig yfir tveimur mönnum, Ronaldinho, og hinum sautján ára Alexandro Pato. Unglingurinn hefur staðið mikla pressu og leikið vel í vetur. Mðjumaðurinn Samir Nasri hjá Marseille var einmitt valinn ung- leikmaður ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð og hefur ekki látið sitt eftir liggja á þessari leiktíð. Sé einhver einn Þjóðverji tekinn út sem framtíðar stjörnuleikmaður hlýtur það að verða Toni Kroos. Markahæstur á EM U17 og sýnt glæsitakta með Bayern Munchen.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.