24 stundir - 19.01.2008, Side 64

24 stundir - 19.01.2008, Side 64
64 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Flottur haldari í D,DD,E,F,FF,G,H,HH á kr. 5.650,- Mjúkur og lekker í C,D,DD skálum á kr. 5.650,-” Á leið í sólina...eða kannski í bústað? buxur með belti í S,M,L,XL á kr. 2.990,- buxur sem má bretta upp í S, M,L,XL á kr. 2.990,- Laugavegi 53 • Sími 552 3737 Opið virka daga 10-18 • Laugar daga 10-16 ALLAR ÚTSÖLUVÖRUR Á ENN MEIRI VERÐLÆKKUN 50-70% AFSLÆTTI 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Drengurinn hafði leðurkennd útbrot víða um líkamann, meðal annars á and- liti og kviði, og eftir rannsóknir var hann greindur með ofnæmi fyrir nikkel. Leikaranum og Íslandsvininum Kiefer Sutherland hefur nú verið sleppt úr fangelsi en kallinn hefur þurft að sitja í steininum síðan 5. desember. Sutherland var lok- aður inni fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Sutherland var að sjálfsögðu frelsinu feginn en tímasetning fangelsisvistarinnar hefði vart getað komið á betri tíma því framleiðsla á 24- þáttunum liggur nú niðri vegna verkfalls handritshöfunda. vij Sutherland fær frelsið á ný Undirbúningur fyrir þriðju Tran- sporter-myndina er nú vel á veg kominn og tilkynnt verður innan tíðar hver muni leikstýra mynd- inni. Orðrómur segir að Olivier Megaton muni leikstýra mynd- inni en hann hefur áður leikstýrt myndinni The Red Siren. Jason Statham mun að öllum líkindum snúa aftur til að leika aðal- hlutverkið í myndinni. vij Nýr leikstjóri fyrir Transporter Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Samkvæmt rannsóknum dr. Lio- nels Bercovitch, prófessors í húð- sjúkdómafræðum, inniheldur helmingur vinsælustu farsímanna á Bandaríkjamarkaði nikkel. Nikkel getur valdið heiftarlegum ofnæmisviðbrögðum. Í janúarhefti Canadian Medi- cal Association Journal birtist grein dr. Bercovitch þar sem hann greinir frá sjúkrasögu 18 ára unglings. Drengurinn hafði leðurkennd útbrot víða um lík- amann, meðal annars á andliti og kviði, og eftir rannsóknir var hann greindur með ofnæmi fyrir nikkel. Nokia-símar nikkelfríir Ofnæmisvaldurinn reyndist vera farsíminn hans en hátt magn nikkels var í Samsung-síma drengsins. Þetta er ekki eina til- fellið þar sem hægt er að rekja nikkelofnæmi til farsíma en greint hefur verið frá slíkum til- fellum meðal annars í Japan, Kóreu, Austurríki og Ítalíu. Bercovitch prófaði 22 vinsæl- ustu farsímana sem fást í Banda- ríkjunum til að sjá hversu hátt hlutfall þeirra innhéldi nikkel. Um helmingur þeirra farsíma sem prófaðir voru reyndist inni- halda nikkel. Valmyndartakkarnir á bæði Samsung og Sony Ericsson inni- héldu nikkel sem og skrautmerk- ingar á Motorola-farsímunum. Prófaðar voru fimm mismunandi gerðir af Nokia-símum en eng- inn þeirra reyndist innihalda nikkel. Kemur ekkert á óvart „Þetta er ekki lífshættulegt en getur verið alveg feikimikið vandamál,“ segir Davíð Gíslason, yfirlæknir ofnæmisdeildar Land- spítalans í Fossvogi. Davíð er ekki kunnugt um sambærileg til- felli hér á landi en hann segir að ef símarnir innihalda á annað borð nikkel þá komi ofnæm- isviðbrögð vegna farsíma lítið á óvart. „Það liggur í augum uppi ef nikkel er í ytra byrði símans.“ Ofnæmisvaldar? Helmingur vin- sælustu farsímanna í Bandaríkjunum inniheldur nikkel sem getur verið skaðlegt heilsunni. Farsímar ógna heilsufari almennings Helmingur far- síma með nikkel Um helmingur farsíma á Bandaríkjamarkaði inni- heldur nikkel og geta þeir valdið notendum nikkelofnæmi með til- heyrandi kláða, exemi og óþægindum. ➤ Á milli 15-20 prósent kvennaá Íslandi eru með nikk- elofnæmi. ➤ Algengustu sökudólgarnirfyrir nikkelofnæmi eru skart- gripir sem innihalda nikkel, svo sem hálsmen og eyrna- lokkar. NIKKELOFNÆMI Í kvöld verður á Nasa árlegt árs- listakvöld útvarpsþáttarins Party Zone sem er á dagskrá Rásar 2. Til- efnið er sem endranær sjálfur árs- listi Party Zone en hann er á dag- skrá Rásar 2 fyrr um kvöldið frá 19:30 til miðnættis. Þar verða kynnt 50 bestu lög ársins 2007 sem valin eru af ríflega 30 plötusnúð- um, frumkvöðlum í íslenskri dans- senu og hlustendum þáttarins. Árslistakvöldið er haldið í þrett- ánda sinn en sjálfur er þátturinn og árslistinn sem slíkur átján ára. Það eru herramennirnir Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stef- ánsson sem sjá um þennan lífseig- asta danstónlistarþátt Íslands, sem hefur hlotið viðurnefnið Dans- þáttur íslensku þjóðarinnar. Piltarnir hafa gjarnan boðið upp á alþjóðlega plötusnúða á við- burðum sem þeir standa fyrir og engin undantekning verður á því á Nasa í kvöld. Marc Romboy kemur frá Þýskalandi og Tomas And- ersson og hljómsveitin Super Diskant koma frá Svíþjóð, en DJ Casanova frá Hafnarfirði og DJ La- zer frá Hvolfsvelli halda einnig uppi stuðinu. heida@24stundir.is Átjándi árslisti Party Zone Vísitalan lækkaði um 4,6% í gær eftir að X17.com birti myndir af Britney þar sem hún sýndi á graf- ískan hátt að Rósa frænka var í heimsókn. Greiningardeildin tel- ur að botninum sé náð. afb BRITNEY-VÍSITALAN 2006 2007 2008 19. 01. 2008 -8.353-4,6% Mikil lækkun Söngvarinn ástsæli Einar Ágúst Víðisson hefur nú hafið leik með nýrri hljómsveit sem heitir Taktík. Meðlimir eru reynsluboltar úr öll- um áttum, en auk Einars Ágústs eru í bandinu Eysteinn Eysteinsson trommari úr Pöpunum, Ingi Valur sem hefur verið í Sixties undanfarin misseri og Ingimundur Óskarsson sem bæði hefur spilað með Sixties og súpergrúppunni Dúnd- urfréttum. „Bandið á hvorki að kljúfa atóm né finna upp hjólið. Þetta er árshá- tíðarband, og stofnað til að anna eftirspurn hjá Prime-umboðs- skrifstofunni. Við höfum allir spilað allan andskotann, og það er það góða við Ísland: Maður getur unnið við svo margt í músíkinni“ sagði Einar Ágúst; um það bil að stíga upp í vél á leið til Akureyrar. Einar Ágúst þvertók fyrir að bandið stefndi á landvinninga næsta sumar og ekki er heldur breiðskífa á leiðinni. „Ég er bara á fullu að kynna mína plötu og svo að trúbadorast, þannig að þetta band er bara ætlað á árshátíðarnar. Þetta er svona dægrastytting hjá okkur gömlu mönnunum.“ En hvar er hægt að sjá Taktík spila? „Jaaa, London er bókuð og einhver fyr- irtæki. Ég veit nú minnst um þetta, það er Palli hjá Prime sem heldur utan um þetta. Hljómsveitin var stofnuð að hans undirlagi og því látum við hann bara segja okkur hvar við eigum að mæta næst.“ heida@24stundir.is Einar Ágúst stofnar hljómsveitina Taktík Annar eftirspurn á árshátíðum Einar Ágúst Spilar á árshá- tíðum í London og víðar Árvakur/RAX

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.