24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 1
24stundirlaugardagur26. janúar 200818. tölublað 4. árgangur Afsar Sonia Shafie er frá Íran og hefur gert kvikmynd um eigið líf, ömmu sinnar og mömmu. Mynd- in lýsir vel aðstæðum kvenna í Íran en Afsar Sonia heldur fyr- irlestur um þær í dag. Þrjár konur frá Íran MENNING»29 Leikarinn Hjálmar Hjálmarsson svarar 24 spurningum eftir sinni bestu sannfæringu og viðurkennir að flestallt græti hann og að ham- ingjan sé fólgin í því að vera bankastjóri. Hvar er hamingjan? 24SPURNINGAR»28 Bæjarlind 1 - Sími 544 4510 Opið alla daga frá kl. 10.-20. Fjallalamb Svið 30% afsl. Þorramatur úr kjötborði Frá kjarnfæði „Ég var nokkuð langt niðri á tímabili, en sótti mér viðeigandi aðstoð og aðhlynningu til að sigrast á þessum veikindum. Þúsundir Íslendinga lenda í svipuðum erfiðleikum á hverju ári, en snúa fullfrískir aftur út í sam- félagið. Mér finnst hvorki ég né aðrir eiga skilið að brugðist sé við and- legum veikindum með jafn neikvæðum hætti og við höfum séð sums staðar undanfarna daga, segir Ólafur F. Magnússon. Sigraðist á veikindum Árvakur/Kristinn „Þúsundir lenda í svipuðum erfiðleikum“ »38 Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is „Það hefur aldrei verið felldur þyngri dómur fyrir eitt nauðgunar- brot hér á landi, en þess ber að geta að mennirnir voru tveir og var það þeim til refsiþyngingar.“ Þetta segir Sigríður J. Friðjóns- dóttir saksóknari, sem sótti mál gegn tveimur Litháum sem dæmd- ir voru í fimm ára fangelsi hvor í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyr- ir hrottalega nauðgun í miðbæ Reykjavíkur í nóvember. „Auk þess að vera tveir voru fleiri refsiþyngjandi ástæður. Þeir áttu sakaferil að baki og ollu miklu sálrænu tjóni hjá einstaklingnum, eins og gerist alltaf í svona málum. Svo var árásin mjög hrottafengin og mennirnir unnu saman, svo segja má að árásin hafi verið skipu- lögð,“ segir Sigríður. Fagnaðarefni „Auðvitað fögnum við því að það skuli almennt falla dómur í nauðgunarmáli og að gerendur séu látnir sæta ábyrgð. Við veltum því hins vegar fyrir okkur í þessu tilfelli hvort þetta sé það sem koma skal. Það er hugsanlegt að dómstólar séu að senda þau skilaboð að dómar í nauðgunarmálum séu að þyngjast, og við fögnum því auðvitað ef svo er,“ segir Þórunn Þórarinsdóttir, starfskona hjá Stígamótum. „Það sem við myndum hins veg- ar vilja sjá eru fleiri dómar í nauðg- unarmálum því við vitum, af þeim fjölda mála sem kemur inn til okk- ar, að aðeins lítið brot af þeim fer alla leið. Kannski verður þetta mál til þess að auka trú fólks á dóms- kerfinu og að fleiri stígi fram með sín mál,“ segir Sigríður. Konunni voru dæmdar tvær milljónir króna í miskabætur, en aldrei hafa nauðgunarfórnarlambi verið dæmdar jafn háar bætur hér á landi. Gera má ráð fyrir að dómi hér- aðsdóms verði áfrýjað til Hæsta- réttar. Þyngsti nauðgunar- dómurinn  Þyngsti nauðgunardómur hérlendis féll í gær  Hugsanlega stefnubreyting hjá dóm- stólunum, segir talskona Stígamóta DÓMUR ÁN HLIÐSTÆÐU»4 ➤ Kristinn Óskarsson hlaut fjög-urra og hálfs árs fangels- isdóm árið 2001 fyrir að nauðga kærustu sinni ítrekað og ganga í skrokk á henni í sumarbústað. ➤ Stefán Hjaltested Ófeigssonhlaut fjögurra og hálfs árs dóm fyrir tvær nauðganir ár- ið 2004. ➤ Edward Apeadu Korantenghlaut þriggja ára fangels- isdóm árið 2007 fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. AÐRIR „ÞUNGIR“ DÓMAR Reykjavíkurborg þarf að greiða um 550 milljónir fyrir Laugaveg 4 og 6. Borgin samdi um kaupin við eig- endur í gær. Þeir keyptu húsin á 250 milljónir í fyrra og hagnast því um að minnsta kosti 300 milljónir. Borgin greiðir 550 milljónir »2 Íslenskir fjárfestar horfa í síaukn- um mæli til Rúmeníu. „Ég held að kommúnisminn hafi leikið Rúm- ena hvað verst af ríkjunum á þessu svæði,“ segir Jafet Ólafsson, einn þeirra sem fjárfesta í Rúmeníu. Flykkjast til Rúmeníu »19 Breytingar á heilbrigðiskerf- inu í Þýskalandi hafa dregið úr tekjumöguleikum lækna. Þess vegna hefur bækl- unarskurðlæknir í Nürnberg í Þýskalandi, Erwin Meusel, krafist peninga af sjúklingum sínum þegar þeir hafa þurft að fara á salerni á læknastofu hans. Læknirinn segir að þetta leiði til meira hreinlætis á sal- erninu en aðrir fullyrða að læknirinn leiti allra leiða til að afla fjár, að því er Bild Zeitung greinir frá. Borga á sal- erni læknis 0 -1 -4 0 -2 GENGI GJALDMIÐLA GENGISVÍSITALA 126,11 ÚRVALSVÍSITALA 5.451 SALA % USD 65,14 -1,05 GBP 129,15 -0,36 DKK 12,87 -1,11 JPY 0,60 -2,17 EUR 95,88 -1,10 -1,03 4,8 NÁNAR 4 VEÐRIÐ Í DAG 14 Sama verð á kiljunni NEYTENDAVAKTIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.