24 stundir - 26.01.2008, Side 2

24 stundir - 26.01.2008, Side 2
2 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 16 Amsterdam 9 Ankara -2 Barcelona 15 Berlín 8 Chicago -2 Dublin 11 Frankfurt 8 Glasgow 10 Halifax -9 Hamborg 8 Helsinki 2 Kaupmannahöfn 7 London 10 Madrid 11 Mílanó 12 Montreal -17 München 5 New York -4 Nuuk -11 Orlando 7 Osló 6 Palma 23 París 9 Prag 5 Stokkhólmur 4 Þórshöfn 4 Lægir, suðvestan 5-10 m/s og dálítil él síð- degis, en yfirleitt léttskýjað á N- og A-landi. Frost 0 til 8 stig. Snýst í austanátt með snjókomu á S-landi í kvöld. VEÐRIÐ Í DAG 0 -1 -4 0 -2 Snýst í austanátt Suðaustan 13-18 m/s og talsverð slydda eða rigning, en heldur hægari og snjókoma fyrir norðan og austan. Hvöss suðvestanátt og él síðdegis, en þurrt A-lands. Frost 0 til 5 stig í fyrstu á N- og A-landi, annars 0 til 7 stiga hiti. VEÐRIÐ Á MORGUN 5 4 0 0 0 Slydda eða rigning WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? Gangsetning kerja í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hefur geng- ið framar vonum en tvöhundr- aðasta kerið var gangsett í fyrradag. Samtals eru 336 ker í tveimur ker- skálum álversins. Búist er við að gangsetningu ljúki um mánaða- mótin mars-apríl. „Það er búið að vera mikið álag á starfsfólki, en öll vandamál sem hafa komið upp hafa verið leyst farsællega af því frábæra fólki sem hingað hefur ráðist til starfa. Það er baráttuhugur ríkjandi og góð stemning, enda ekki á hverjum degi sem fólk fær tækifæri til að taka þátt í svo viðamiklu verkefni,“ segir Ingólfur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri álframleiðslu Fjarða- áls. Nú þegar hafa verið flutt frá fyr- irtækinu um 40 þúsund tonn af áli sem fara á markað í Evrópu. Áætl- að er að álverið framleiði um 346.000 tonn af áli á ári þegar framleiðslan er komin í fullan gang. Með þeirri framleiðslu aukast vöruflutningar frá landinu um nærri því fjórðung, skv. fréttatil- kynningu frá Alcoa. Verið er að ljúka ráðningum í ál- verið en áætlað er að þar muni um 400 manns starfa. Þá eru undan- skildir þeir 200 frá undirverktök- um og Alcoa-samsteypunni sem nú starfa við gangsetninguna, en þeir fara þegar allt er komið á fullt skrið. thorakristin@24stundir.is 200 af 336 kerjum hafa verið gangsett í álverinu á Reyðarfirði 40.000 tonn af áli farin út Álver Gangsetn- ing gengur vel Kristín Edwald hæstaréttarlög- maður ætlar ekki að taka við for- mennsku í barnaverndarnefnd Reykjavíkur eftir að hafa verið skipuð í nefndina að sér forspurðri. Þetta kom fram í fréttum Útvarps- ins. Fram kom að Kristín ætlar að gegna formennsku til næsta borg- arstjórnarfundar til að koma í veg fyrir neyðarástand í barnaverndar- málum í borginni. Haft var eftir Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna, að Kristín Edwald hafi óvart verið skipuð sem formaður nefndarinnar, um hafi verið að ræða handvömm af hálfu þeirra sem skipuðu í barnaverndarnefnd- ina. mbl.is Kristín Edwald vill ekki í barnaverndarnefnd Skipuð formaður að sér forspurðri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafði til úr- skurðar friðun húsanna við Lauga- veg 4 og 6, en ekki mun reyna á úr- skurð ráðherra í málinu vegna kaupa borgarinnar á fasteignunum. Borgin gekk frá kaupum við eig- endur fasteignanna í gær, en kaup- verðið fæst ekki uppgefið fyrr en eftir næsta borgarstjórnarfund. Hún sagði, í fréttum útvarps í gær- kvöldi, að vegna þess að borgin hefði ákveðið að kaupa húsin og hygð- ist endurbyggja þau til að varðveita götumyndina, hefði Húsafrið- unarnefnd ákveðið að draga friðunartillögu sína til baka. En borgin ætlar að endurbyggja húsin í náinni samvinnu við Húsafriðunarnefnd. Þorgerður Katrín kvaðst ánægð með niðurstöðu málsins því ákveðið hefði verið að gera það sem hennar hugur stæði til. Hún vill að götu- myndin verði byggð upp og tekið verði tillit til friðunar á húsi við Laugaveg 2. Mun ekki reyna á friðun sem sé algjörlega rúið trausti og stuðningi innan flokksins, fólk sem hafi ítrekað reynt að beita svikum og óheilindum til að ná sínu framgengt. Stjórn Alfreðs fordæmir vinnubrögðin. „Við viljum ekki vinna með svona fólki, við viljum ekki fólk í flokknum okkar sem er ekki að hugsa um hag flokksins,“ segir í ályktun Alfreðs. Stjórn Alfreðs, Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, segir afsögn Björns Inga Hrafnssonar gríðarlegt áfall. Með ólíkindum sé að ein- staklingar eins og Guðjón Ólafur Jónsson sem og ónefndur fyrrver- andi félagsmaður og borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins geti lagst svo lágt til að skemma vísvitandi fyrir flokknum. Fólk Vilja ekki vinna með Guðjóni Ólafi Stjórn Póstmannafélags Íslands tilkynnti samninganefnd félags- ins í gær að kjaradeila þess við Ís- landspóst hf. færi til rík- issáttasemjara. Samninganefndin hefur fundað fimm sinnum sl. þrjá mánuði og telur að aðkoma Ríkissáttasemjara sé nauðsynleg eigi samningar að nást. þkþ Kjaradeilan til ríkissáttasemjara Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Reykjavíkurborg þarf að reiða fram að minnsta kosti 550 milljónir króna fyrir fasteignirnar á Laugaveg 4 og 6, samkvæmt heimildum 24 stunda. Reykjavíkurborg og Kaupangur, eigandi fasteignanna, komust að samkomulagi um kaup borgarinnar á fasteignunum í gær. Núverandi eigandi húsanna keypti þau fyrir ári á 250 milljónir króna og hagnast því um að minnsta kosti 300 milljónir króna á sölunni. Fórnarkostnaður 500 milljónir „Ég óttast að sú leynd sem hvílir yfir þessum kaupum bendi til þess að verðið hafi hækkað umtalsvert frá því sem talað var um í borg- arráði í gær,“ segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. „Þegar öll kurl verða komin til graf- ar sýnist mér allt benda til þess að fórnarkostnaður borgarinnar vegna þessara kaupa verði um það bil hálf- ur milljarður króna.“ Í því sam- hengi vísar Óskar til verðsins fyrir fasteignirnar, kostnaðarins við að gera þau upp og markaðsvirðis þeirra að því loknu. „Við í fyrrverandi meirihlutanum vorum búin að láta vinna fyrir okk- ur skýrslu um umkaup á húsunum og endurgerð og þeir Vilhjálmur og Ólafur höfðu ekki fyrir því að kynna sér þá skýrslu áður en þeir ruku til og keyptu húsin. Það kom fram í borgarráði í gær að sumir borgar- fulltrúar vissu ekki af skýrslunni en Ólafi var fullkunnugt um hana enda í meirihluta þar til í gær.“ Endurbyggja og selja Í tilkynningu frá borginni eru kaupin sögð í samræmi við til- lögu borgarstjóra á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Í tillögu borgarstjóra segir að borgin hyggist standa vörð um nítjándu aldar götumynd Laugaveg- ar. Borgin hyggst gera húsin upp og viðhalda götumyndinni en stækka rými sem nýtist í verslun og þjón- ustu. Borgin hyggst selja fasteign- irnar að endurbyggingu lokinni. Borgin borgar um 550 milljónir  Talið er að borgin þurfi að borga um 550 milljónir fyrir Laugaveg 4 og 6  Borgin samdi um kaup húsanna við eigendur þeirra í gær ➤ Fyrrverandi meirihluti fól VSTað vinna útreikninga á hugs- anlegum kaupum og endur- uppbygging á reitnum fyrir tveimur vikum. ➤ Þar kemur m.a. fram að aukuppkaupanna þyrfti borgin að vera tilbúin að verja 389 milljónum til uppbygging- arinnar ef farið yrði að hug- myndum Torfusamtakanna. SAGAN Laugavegur 4 og 6 Talið er að fórn- arkostnaður borgarinnar vegna húsanna verði um hálfur milljarður króna. STUTT ● Eldsvoði Minniháttar eldur kom upp í íbúð á Sléttuvegi í gær. Íbúðin var mannlaus en reykskynjari hafði farið í gang. Búið var að slökkva eldinn þeg- ar slökkvilið kom á staðinn. ● Uppsagnir 540 manns hefur verið sagt upp í fisk- vinnslu frá því tilkynnt var í sumar að þorskkvóti yrði 130.000 tonn á þessu fisk- veiðiári. RÚV greindi frá. Dregið yrði úr þorskveiðum um rúm 60.000 tonn. Mót- vægisaðgerðir ríkisstjórn- arinnar verða endurskoðaðar í ljósi fenginnar reynslu, segir sjávarútvegsráðherra. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.