24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 4
Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Tveir litháískir ríkisborgarar, Aru- nas Bartkus og Rolandas Jancevi- cius, hlutu í gær fimm ára fangelsisdóm fyrir grófa nauðgun í miðbæ Reykjavíkur í nóvember. Staðfesti Hæstiréttur dóminn mun þyngd hans ekki eiga sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu fyrir nauðg- un. Í fyrra hlaut Jón Pétursson tvo fimm ára fangelsisdóma fyrir tvær hrottalegar nauðganir, en Jón hélt konunum föngnum og gekk í skrokk á þeim á milli þess sem hann nauðgaði þeim og varð það til refsiþyngingar. Neituðu sök Mennirnir, sem eru 31 árs og 28 ára, réðust á konu á fimmtugsaldri og reyndu í sameiningu með of- beldi að nauðga henni í húsasundi og þröngva henni til munnmaka, en konan hafði hitt mennina á veit- ingastað og var samferða þeim nið- ur Laugaveginn. Rolandas neitaði sök og sagði konuna hafa tekið þátt í kynlífsathöfnum sjálfviljug, en hann kvaðst ekki muna eftir um- ræddu kvöldi sökum ölvunar. Sýktir og með dóm á bakinu Blóðsýni var tekið úr mönnun- um til DNA-rannsóknar, en rann- sókn sýnanna leiddi í ljós að Aru- nas var með klamydíu og Rolandas sýktur af lifrarbólgu C-veirunni. Mennirnir hafa ekki orðið upp- vísir að refsiverðri háttsemi hér á landi fyrr. Samkvæmt upplýsing- um frá Interpol hafa þeir þó báðir hlotið tvo nokkurra ára fangelsis- dóma í heimalandi sínu fyrir fjár- kúgun, þjófnað og rán. Hæstu bætur vegna nauðgunar Við ákvörðun refsingar var litið til aldurs ákærðu og sakaferils þeirra. Litið var til þess hversu hrottafengin árás mannanna var og þeirra svívirðilegu og niðurlægj- andi aðferða þeir beittu og þess gríðarlega sálartjóns sem þeir ollu konunni, en hún hefur átt við þunglyndi að stríða undanfarin ár. Þeir hafi sýnt fullkomið skeyting- arleysi gagnvart líðan hennar, kyn- frelsi og æru, þegar þeir veittust að henni, notfærðu sér og hlógu að bjargarleysi hennar, auðsýndu ein- beittan ásetning til að koma fram vilja sínum og skirrðust einskis, þrátt fyrir beiðni hennar um mis- kunn, eins og segir í dómnum. Auk fangelsisdómsins voru mennirnir dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, en það er hæsta miskabótaupphæð sem dæmd hef- ur verið brotaþola hér á landi í kynferðisbrotamáli. Fimm ár fyrir grófa nauðgun  Tveir Litháar í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun  Dómur án hlið- stæðu í íslenskri réttarsögu  Mennirnir sýktir af sjúkdómum ➤ Konunni var hrint ofan á vél-arhlíf bifreiðar og hún löðr- unguð. ➤ Þá reyndi Arunas að þröngvalim sínum inn í leggöng kon- unnar. ➤ Í átökum féll konan af bílnumen þá reyndi Rolandas að nauðga henni á meðan Aru- nas reyndi að þröngva lim sínum í munn hennar. ➤ Mennirnir hættu eftir að Rol-andas hafði sáðlát í munn hennar. NAUÐGUNIN Árvakur/Ómar Þyngsti dómurinn Dómur héraðsdóms yfir Litháunum í gær er án hliðstæðu, enda nauðgunin mjög hrottafengin. 4 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir Magnús Geir Þórðarson, núver- andi leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar, tekur við Borgarleikhúsinu í vor. „Mér líst afskaplega vel á þetta og er fullur tilhlökkunar. Þetta er auðvitað mikil áskorun til að takast á við og ábyrgð,“ segir Magnús Geir. Inga Jóna Þórðardóttir, formað- ur stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, segir álit stjórnarinnar hafa verið einróma um val á Magnúsi Geir í embættið. „Margir þættir koma inn þegar umsækjendur eru metnir fyrir starf eins og þetta, svo sem listræn sýn viðkomandi, hugmynd- ir og tilfinning fyrir rekstri. Magn- ús Geir hefur auðvitað líka góða reynslu af rekstri leikhúss,“ segir Inga Jóna. þkþ Leikhússtjóraskipti verða í Borgarleikhúsinu Magnús Geir hæf- astur umsækjenda STUTT ● Hraðakstur Brot 202 öku- manna voru mynduð á gatna- mótum Bústaðavegar og Flug- vallarvegar á miðvikudag og fimmtudag. Fylgst var með öku- tækjum sem ekið var Bústaðaveg í vestur og yfir fyrrnefnd gatna- mót. Á tuttugu og fjórum klukkustundum fóru 7.316 öku- tæki þessa akstursleið og því ók lítill hluti ökumanna, eða tæp- lega 3%, of hratt eða yfir af- skiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 73 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. ● Óhappahrina Margir árekstrar urðu á höfuðborg- arsvæðinu í gær samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Frá því klukkan sjö í gærmorg- un fram að kvöldmat urðu sautján árekstrar sökum slæmr- ar færðar en að sögn lögregl- unnar urðu engin slys á fólki. Hlutabréf hækkuðu mikið í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan end- aði í 5.451 stigi, sem er 4,82% hækkun frá fimmtudegi. Þetta er næstmesta hækkun vísi- tölunnar á einum degi í sögu kauphallarinnar en sú mesta var 6,11% í október árið 2001. Úrvalsvísitalan hefur ver- ið reiknuð út frá árinu 1998 en hefur verið reiknuð afturvirkt til þess tíma sem hlutabréfa- viðskipti hófust með formlegum hætti hér á landi. Miðað við það er hækkunin í gær sú þriðja hæsta en í mars 1993 hækkaði vísitalan um 5% á einum degi. Greiningardeild Kaupþings segir í ½5 fréttum sínum, að ætla megi að kaupendur hafi beðið á hliðarlínunni eftir að óveðrinu slotaði og streymt í stríðum straumum inn á markaðinn í gær eftir að ljóst varð að hann hafði náði til botns í bili á miðvikudaginn. Þessi atburðarás sverji sig í ætt við þá þróun, sem hafi orðið á alþjóðlegum hlutabréfa- mörkuðum í vikunni. Þar með sé ekki sagt að hækkanir síðustu dægr- in séu varanlegar enda ríki mikil óvissa enn á fjármálamörkuðum með tilheyrandi óstöðugleika. mbl.is Næstmesta hækkun hlutabréfa frá upphafi Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin gerðu könnun á bókinni Eldveggur eftir Henning Mankell í kiljuformi. Sama verð var í öllum verslunum nema Office 1 sem var 180 krónum ódýrari. Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum. Nær sama verð alls staðar Ingibjörg Magnúsdóttir NEYTENDAVAKTIN Eldveggur e. Henning Mankell (kilja) Verslun Verð Verðmunur Office 1 1.690 Iða 1.870 10,7 % Penninn-Eymundsson 1.870 10,7 % Hagkaup 1.870 10,7 % Bókabúðin Hamraborg 1.870 10,7 % Sunnlenska bókakaffið 1.870 10,7 % Happatappar Kynntu þér málið á www.kristall.is Opið 10-20 virka daga Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 Allt á sinn stað! © In te r I KE A Sy st em s B .V . 2 00 8 www.IKEA.is 495,- BUMERANG herðatré antíkbæsuð 8 stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.