24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 12
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
Bæjarráð Reykjanesbæjar sam-
þykkti einróma á fundi sínum á
fimmtudag að lækka fasteigna-
skatt svo að álagningarhlutfall
lækki úr 0,30% í 0,268%.
Krónutalan stendur í stað
„Við tókum þá ákvörðun að
lækka fasteignaskattinn svo
hækkun á fasteignamatinu hækki
ekki útgjöldin hjá bæjarbúum,
en við höfum lækkað álagning-
arhlutfallið jafnt og þétt síðan
2005 þegar það var 0,36,“ segir
Böðvar Jónsson, formaður bæj-
arráðs.
Hann segir jafnframt að bæj-
arráðið hafi barist gegn því að
hækka útsvarið upp í topp, í
samræmi við það sem tíðkast
annars staðar.
Fasteignamat hækkaði um
12% í árslok 2007 en vegna þess-
arar aðgerðar verður fasteigna-
skattur hjá íbúum Reykjanesbæj-
ar óbreyttur í krónum talið á
milli áranna 2007 og 2008.
30 milljónum minna
Fjárhagsáætlun bæjarins var
afgreidd í desember að sögn
Böðvars, og því lá ekki fyrir hve
mikil hækkun yrði á fasteigna-
mati þegar hún var gerð. Þess
vegna er gripið til þessa ráðs nú,
að sögn Böðvars Jónssonar, for-
manns bæjarráðs. Hann giskar á
að húseigendur bæjarins borgi
þar með 30 milljónum minna á
árinu en ella.
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á 24@24stundir.is
Spara íbúum
30 milljónir
Reykjanesbær lækkar fasteignaskatta
➤ Fasteignamat hækkaði um12% í árslok 2007.
➤ Álagningarhlutfall var 0,36 íReykjanesbæ árið 2005 en
verður nú 0,268.
➤ Þar með munu eigendur fast-eigna borga sömu krónutölu í
fasteignaskatt á þessu ári og
þeir gerðu í fyrra.
Í STUTTU MÁLI
Reykjanesbær Íbúar borga
sama í fasteignaskatt og í fyrra.
12 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir
Tunnum fyrir flokkað sorp verð-
ur dreift um Stykkishólm þessa
helgi. Stykkishólmur er fyrsta bæj-
arfélagið til að gera samning við Ís-
lenska gámafélagið um að minnka
umfang á almennu sorpi sem fer til
urðunar um 80%.
Ísland, eins og lönd innan ESB,
verður að uppfylla ákvæði um að
minnka urðun á lífrænum úrgangi
skv. tilskipun sambandsins.
Ákvæðið segir að 1. janúar 2009
skuli lífrænn heimilis- og rekstr-
arúrgangur sem urðaður er hafa
minnkað niður í 75% af því sem
hann er nú. Árið 2020 á hann að
vera kominn niður í 35%.
Stykkishólmur og Gámafélagið
gerðu með sér samning sl. nóvem-
ber um að hver bæjarbúi fengi tvær
tunnur, aðra brúna fyrir pappír til
endurvinnslu, hina græna fyrir líf-
rænt sorp. Undirbúningur verk-
efnisins tók þrjá mánuði og í lokin
veittu starfsmenn Gámafélagsins
bæjarbúum ráð um endurvinnslu.
thorakristin@24stundir.is
Flokkun sorps hafin í Stykkishólmi
Á að minnka urðun
Tunnur Bæjarstjórinn tekur á móti
Allt í ljós, átaksverkefni Vinnu-
málastofnunar um eftirlit með
erlendum starfsmönnum, er lok-
ið. Hér eftir verður starfsmaður
hjá stofnuninni sem stýrir eft-
irlitsstörfum. 90 fyrirtæki, af 267,
fengu áminningarbréf vegna
óskráðra erlendra starfsmanna
og 30 voru beitt dagsektum. þkþ
Greinargerð „Allt í ljós“
90 með óskráða
starfsmenn
STUTT
● Til Rúðuborgar Kvikmyndin
Köld slóð hefur verið valin í að-
alkeppni á kvikmyndahátíðinni
í Rúðuborg í Frakklandi. Há-
tíðin sem beinir sjónum að
norrænum kvikmyndum er
haldin um miðjan mars. Leik-
stjóra myndarinnar og aðalleik-
urum hefur verið boðið á
hátíðina. Köld slóð eða Cold
trail eins og hún nefnist á ensku
verður sýnd sýnd fjórum sinn-
um á hátíðinni.
● Skilorð Héraðsdómur
Reykjavíkur dæmdi tæplega
þrítuga konu í hálfs árs skil-
orðsbundið fangelsi fyrir að
dæla bensíni á bíl og aka á
brott án þess að greiða fyrir og
fyrir að stela farsíma og
kveikjuláslyklum úr búnings-
klefa starfsmanna skóla í
Reykjavík.
Margir unglæknar á Slysa- og
bráðadeild LSH hafa ráðið sig
annað og aðrir eru að íhuga mál-
ið. Félagið ítrekar að það for-
dæmi ákvörðun sviðstjóra Slysa-
og bráðasviðs að taka lækni af
neyðarbíl höfuðborgarsvæðisins.
Þá varar félagið við því að sjúk-
lingar séu settir í aukna hættu við
breytinguna. Þegar lífið liggur
við er kallaður út læknir frá
Slysa- og bráðadeild LSH en sá
hinn sami sinnir líka sjúklingum
á deildinni. Þar verður ekki fjölg-
að starfsmönnum sem „gengur í
berhögg við yfirlýsingar yf-
irstjórnar LSH“. Einnig óttast
unglæknarnir að breytingin geti
leitt til dauðsfalla sem hefði verið
hægt að komast hjá.
Unglæknar
óttast dauðsföll
Læknalausir neyðarbílar
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Styrkir úr Forvarnasjóði 2008
Lýðheilsustöð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Forvarnasjóði.
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að forvörnum á sviði áfengis- og
vímuvarna og eru styrkir veittir til verkefna eða afmarkaðra rannsókna.
Sérstök áhersla er lögð á að verkefnin séu samstarfsverkefni og að þau
tengist börnum og ungmennum á mismunandi skólastigum eða ungu fólki
utan skóla. Að þessu sinni er auglýst sérstaklega eftir verkefnum sem taka
til forvarna í framhaldsskólum. Mikilvægt er að í umsókninni sé gert grein
fyrir mati á verkefninu.
Lýðheilsustöð metur umsóknirnar í samstarfi við áfengis- og vímuvarnaráð.
Áskilinn er réttur til að senda umsóknir til umfjöllunar fagaðila, óska eftir
nánari upplýsingum um verkefni, framkvæmdaaðila og fjármögnun. Einnig
áskilja styrkveitendur sér rétt til að skilyrða styrkveitingar og ákveða að
styrkir verði greiddir út í samræmi við framvindu verkefnis. Sé sótt um styrk
til framhaldsverkefna þarf framvinduskýrsla að liggja fyrir.
Umsóknarfrestur er til 18. febrúar 2008 og skal sótt um á eyðublöðum
sem eru á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is. Styrkir,
sem veittir eru á árinu, skulu sóttir fyrir 31. desember 2008.
Nánari upplýsingar fást í síma 5 800 900, johann@lydheilsustod.is eða á heimasíðunni
www.lydheilsustod.is en þar er sótt rafrænt um styrkinn. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið
johann@lydheilsustod.is
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Árvakur/ÞÖK