24 stundir - 26.01.2008, Side 14

24 stundir - 26.01.2008, Side 14
14 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Landhelgisgæzlan stefnir nú að því að setja upp svokallaða strandratsjá á fjallinu Þorbirni við Grindavík. Sem stendur er aðeins ein strandratsjá starfrækt við Íslandsstrendur. Sú er í Vestmannaeyjum og var upphaflega hugsuð til að vakta CANTAT-sæstrenginn, en hefur nýtzt í eftirliti með öllum siglingum. Með ratsjá á Þorbirni á að vera hægt að fylgjast með allri skipaumferð samfellt frá Eyjum, út fyrir Reykjanesskaga og á Faxaflóa. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, segir í 24 stundum í gær að helzt þyrfti að setja upp slíkar ratsjár meðfram allri strandlengj- unni til að fylgjast annars vegar með stóraukinni umferð smábáta og hins vegar með umferð olíuskipa, sem spáð er að aukist mjög á næstu árum. Í frétt 24 stunda er vitnað í spá Norðurskautsráðsins, um að eftir sjö ár muni 500 stór olíuskip á ári eiga leið framhjá Íslandsströndum á leið sinni norðan úr Barentshafi til Norður-Ameríku. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvaða áhætta getur fylgt slíkum siglingum. Ef olíuslys yrði nálægt Íslandi, gæti það valdið óbætanlegum skaða á líf- ríki Íslands og hafsins í kringum það, á ímynd landsins og viðskiptahags- munum. Það skiptir því öllu máli að Ísland, í félagi við nágranna- og bandalagsríki sín, fylgist grannt með þessari skipaumferð og hafi við- búnað, bæði til að afstýra slysum og bregðast við ef illa fer. Georg Lárusson nefnir einnig mjög vaxandi umferð smábáta við landið. Þar á meðal eru hraðbátar, snekkjur og litlar skútur á borð við þá, sem flutti hingað til lands einhvern stærsta fíkniefnafarm sögunnar í sept- ember síðastliðnum. Líkur hafa verið leiddar að því að fíkniefnum hafi áður verið smyglað til landsins með svipuðum aðferðum. Strandratsjár myndu bæta til muna eftirlit með siglingum slíkra farkosta, sem er nú lítið sem ekkert. Í blaðinu í gær kemur fram að kostnaður við strandratsjár meðfram allri strönd landsins gæti orðið allt að 350 milljónir króna. Það eru vissulega miklir fjármunir, en samt mun minna en t.d. björgunarþyrla kostar. Nú þegar Íslendingar gefa bæði innra og ytra öryggi sínu meiri gaum en áður, er ástæða til að skoða hvort ekki sé ástæða til að ráðast í þessa fjárfestingu í öryggi landsins. Fjárfesting í öryggi SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Nú gerist það í annað sinn á skömmum tíma í höfuðborginni að embætti fræðslustjóra rumskar fyrst þegar komið er fram á dag og kemur þeim skila- boðum til for- eldra í gegnum útvarp – að halda skólabörnum heima vegna veð- urs, eftir að flest þeirra eru farin af stað í skóla eða komin þangað! Ég hélt að bömmerinn um daginn hefði kennt þessu embættisliði sína lexíu en vitleysan endurtekur sig í dag. […] tilkynning í morg- unfréttum (kl. 8:00!) að foreldrar eigi að halda börnum heima þá voru nemar þessa heimilis löngu farnir í skóla … Atli Rúnar Halldórsson attilla.blog.is BLOGGARINN Rumskar seint En það var annað sem mér fannst sárt að horfa á í dag. Það var að horfa á kát og glöð ungmennin sem hrópuðu ókvæðisorð á pöllum Ráðhúss- ins án þess að átta sig á því að verknaður þeirra var ennþá einn liður í að grafa undan lýðræði í þessu landi og liður í að búa til meiri skrípaleik úr þessu máli. Sá grunur læddist einnig að mér að ef til vill væri þessi mótmæli skipulögð og sam- stillt af eldra og reyndara fólki með aðallega einn tilgang í huga. Þann tilgang að koma Ólafi F. Magnússyni aftur í veikindafrí. Salvör Gissurardóttir salvor.blog.is Að brjóta niður [Í]slendingar leggja ekki í vana sinn að hlaupa á þingpalla Al- þingis né borgarstjórnar nema þegar þeim er of- boðið og það er sjaldan. Sumstaðar í heiminum hefðu mótmælendur mætt hermönn- um og táragasi fyrir það eitt að vera á móti ríkjandi stjórnvöldum. Annars staðar hefði fólk kannski tekið lýðræðið sem sjálfsögðum hlut og ekki látið sig málið varða. Mik- ilvægast af öllu er að fólk hefur bæði rétt til að láta í sér heyra á Íslandi og sem betur fer tekur það alvarlega þegar illa er farið með leikreglur lýðræðisins. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir bryndisisfold.blog.is Létu í sér heyra Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Eftir eina ótrúlegustu uppá- komu í íslenskum stjórnmálum í langan tíma datt allt í dúnalogn í gær. Að minnsta kosti á yfirborðinu. Nýr meirihluti sem fáir styðja og enginn getur lofað að lifi til vors er staðreynd. Í heitu pottunum og á vinnustöðunum spá menn í spilin, en vita samt ekkert hvað þeir eru að fara. Eða hvert póli- tíkin er að fara. Því það veit enginn. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í vik- unni að pólitíkin virtist vera að breytast æ meira í það sem kalla mætti klækjastjórnmál. En skyldi svo vera? Voru stjórnmálamenn fyrr á árum öðruvísi gerðir? Eða voru þeir bara betur varðir gegn opinberri umræðu, lausir við beinar útsendingar, lausir við óútreiknanlega, óflokksbundna fréttamenn og lausir við bloggsíður? Atli Rúnar Halldórsson sem lengi sagði pólitískar frétt- ir í Ríkisútvarpinu telur að klækir við borgarstjórn- arskiptin tvö á síðustu mánuðum hafi ekki náð neinum hæðum. „Ég vann í pólitík í kringum stjórnarslitin 1979 í kringum stjórn Gunnars Thoroddsen. Sú uppá- koma var ekki síður klækjakennd þar sem menn veif- uðu rýtingum og föðmuðust til skiptis. Mér fannst það vera miklu skrautlegra þá. Það vafðist ekki fyrir mönn- um þá að kljúfa flokka til að komast að.“ Stjörnuþoka og víkingaútgerð Atli Rúnar telur að einungis þrír flokkar í borg- arstjórn séu stjórntækir eins og er. Að hans mati eru það Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn. Lýsingin á hinum tveimur endurspeglar ástand sem birst hefur í fjölmiðlum. Framsóknarflokkurinn er vík- ingaútgerð en F-listinn, frjálslyndir, óháðir Íslands- hreyfingin eða hvað á að kalla það er eins konar stjörnuþoka í upplausn sem erfitt er að skilja. Svona lýsir fréttamaður sem lengi sérhæfði sig í pólitískum flækjum og klækjum ástandinu í dag. Hann telur klæk- ina hvorki meiri né minni en þeir hafi alla tíð verið. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, varafréttastjóri Sjón- varps, segir pólitíkina sögulega á margan hátt. Aldrei áður hafi komið upp sú staða að borgarstjóri hafi ekki varamann sinn á bak við sig. Aldrei hafi Sjálfstæð- isflokkurinn verið í meirihluta í borgarstjórn án þess að eiga borgarstjórann. Bara þetta sýni hve sögulegt þetta sé, að ekki sé minnst á andrúmsloftið í Ráðhúsinu. Stjörnuþoka stjórnmálanna SKÝRING Auglysingasimi Katrin s.510 3727 / kata@24stundir.is KOLLA s. 510 3722 / kolla@24stundir.is Heilsa Serblad 24 stunda 29.januar 2008

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.