24 stundir - 26.01.2008, Page 20
20 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir
Voðaleg skrílslæti brutust út í
fyrradag þegar nýr lýðræðislegur
meirihluti tók við í borgarstjórn
Reykjavíkur. Villuráfandi skrópa-
veikir menntaskólakrakkar í leit
að hasar í bland við hinn alræmda
Saving Iceland-lýð gripu fram fyr-
ir hendurnar á lýðræðislega kjörn-
um fulltrúum og frömdu hryðju-
verk á framgangi lýðræðisins í
landinu. Stjórnlaus skríll undir
stjórn tap-
sárra fulltrúa hinna nýju minni-
hlutaflokka í borgarstjórn frömdu
pólitískt tilræði við fundarsköp í
landinu.
Þessi lýður var svo ósvífinn að
hann meira að segja hlýddi ekki
Hönnu Birnu!
Henni Hönnu Birnu okkar!
Hversu ólýðræðislegur skríll getur
ólýðræðislegur skríll eiginlega
orðið??
Byggður á blekkingum
Æ, nei – sannleikurinn er sá að
ósköp fannst mér dapurlegt hve
margir stukku á þann vagn að
mótmæli í Ráðhúsinu á fimmtu-
daginn hefðu verið „skrílslæti“ og
á einhvern hátt „tilræði við lýð-
ræðið í landinu“. Því var meira að
segja hreyft í fullri alvöru hvort
hávaðinn í Ráðhúsinu væri ekki
sönnun þess að Björn Bjarnason
hefði rétt fyrir sér í því að brýna
nauðsyn bæri til að koma hér á fót
öryggislögreglu, fleiri sérsveitum,
varaliði – gott ef það hefði ekki
verið gott að hafa hér enn orr-
ustuþoturnar frá Bush!
Leiðarahöfundar Moggans,
Fréttablaðsins og 24 stunda
klöppuðu allir þennan stein – þótt
vissulega tækju þeir ekki svo sterkt
til orða.
Á fimmtudaginn gerðist það að
við völdum í Reykjavík tók nýr
meirihluti sem alveg augljóslega
var myndaður á mjög vafasömum
forsendum. Hann var byggður á
blekkingum á alla kanta, forkast-
anlegum vinnubrögðum beggja
aðila sem að nýja meirihlutanum
koma, og alveg augljóslega í full-
kominni andstöðu við stóran
meirihluta borgarbúa.
Við munum ekki gleyma þessu
Um það þarf ekki að fjölyrða.
Að sönnu mega Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson og Ólafur F. Magnús-
son vita að við munum ekki
gleyma þessu. Og Hanna Birna og
Gísli Marteinn mega líka vita að
við munum heldur ekki gleyma
því að þau skyldu ekki hafa sið-
ferðisþroska til að taka í taumana
þegar þeim varð ljóst á hve næf-
urþunnum siðferðilegum ís Vil-
hjálmur og Ólafur F. voru. Ég veit
ekki hvort ég treysti mér til að
kjósa þetta fólk í næsta próf-
kjöri … en að öðru leyti skal ég
ekki fjölyrða um það núna.
En mig langar að kveða í kútinn
þetta tuð um „tilræðið við lýð-
ræðið“ sem leiðarahöfundarnir og
nótar þeirra höfðu uppi um mót-
mælin í Ráðhúsinu.
Því hvað gerðist? Gestir í Ráðhús-
inu virtu ekki fundarsköp. Það er
ljóst. Þeir höfðu í frammi hávaða.
Það er ljóst. Þeir stöðvuðu fund í
klukkutíma. Það er ljóst. Fáeinir
þeirra kölluðu dónaleg orð að Ólafi
F. Magnússyni. Það er líka ljóst.
En var það „tilræði við lýðræð-
ið“?
Í Bretlandi enda átakafundir í
þinginu oft í algjörri upplausn
vegna frammíkalla og dónalegra
athugasemda. Þar eru þingmenn
sjálfir að verki. Helstu stjórnmála-
leiðtogar Breta taka fullan þátt í
frammíköllunum og dónaskapn-
um.
Hefur lýðræði í Bretlandi beðið
tjón af?
Í Frakklandi og víðar tíðkast að
hópar mótmælenda hafa í frammi
allskonar uppákomur sem oft hafa
stöðvað fundi bæði franska þings-
ins, Evrópuþingsins og annarra
stofnana.
Ríkir ekki lýðræði í Frakklandi?
Réttur og borgaraleg skylda
Nei, þetta er bull. Á Íslandi hef-
ur valdsjúkum stjórnvöldum og
þægum þjónum þeirra tekist að
koma því inn hjá fólki að það sé
hinn ógnarlegasti dónaskapur að
virða ekki fundarsköp stjórnvald-
anna. Það sé tilræði við lýðræðið
en ekki sjálfsagður réttur borg-
aranna að mótmæla því sem borg-
ararnir túlka sem gerræði stjórn-
valda. Eins og átti sér stað í
Ráðhúsinu á fimmtudaginn.
En lýðræði er ekki fundarsköp.
Ekki einu sinni þó Hanna Birna
stjórni fundi.
Að sjálfsögðu ber mönnum yf-
irleitt að virða almennar kurteis-
isreglur eftir fremsta megni. En
blöskri fólki yfirgangur stjórn-
valda er það réttur og jafnvel
borgaraleg skylda fólks að mót-
mæla þannig að eftir sé tekið – en
ekki bara eins og stjórnvöldunum
passar best.
Það er þrælslund.
Jafnvel þó það kosti að eitt og
eitt dónalegt orð falli, þá er það
samt skárra en að við sitjum öll
eins og þægir þrælar þegar
ómerkilegir menn makka í sínum
bakherbergjum og fara með valdið
eins og þeim sýnist.
Lýðræði er ekki
fundarsköp
aIllugi Jökulsson skrifar um mótmæliStjórnlaus
skríll undir
stjórn tap-
sárra fulltrúa
hinna nýju
minni-
hlutaflokka í
borgarstjórn
framdi pólitískt tilræði
við fundarsköp í landinu!
Ráðhúsið í Reykjavík
„Var þetta tilræði við
lýðræðið?“
Snjóblásararnir komnir í hús
- Loksins á Íslandi -
10HP, Rafmagnsstart,
drif, 16” hjól, 74 cm 5HP Briggs & Stratton,
drif, 13” hjól, 61cmAllir þekkja hina landsfrægu
varahluta- og viðgerðaþjónustu okkar.
G. Tómasson ehf
Smiðjuveg 30, rauð gata sími: 577 6400 www.hvellur.com hvellur@hvellur.com
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 54.990
Flug og gisting í viku
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað
”án nafns” í Zell am See / Schuttdorf (sjá skilmála
”stökktu tilboðs”) með morgunverði í 7 nætur.
Sértilboð 16. og 23. febrúar.
Verð kr. 37.990
Flugsæti með sköttum. Sértilboð 16. og 23. febrúar.
Netverð á mann.
Verð kr. 89.990
Frábært **** hótel með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel
Unterberghof í Flachau með hálfu fæði í viku.
Sértilboð 23. febrúar. Ath. sértilboð 2. febrúar
v/forfalla kr. 94.990, m.v. gistingu í tvíbýli (aðeins
2 herbergi).
Verð kr. 69.990
Vikuferð með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel
Traube *** í Zell am See með hálfu fæði í 7 nætur.
Sértilboð 16. eða 23. febrúar.
Skíðaveisla
í Austurríki
16. og 23. febrúar
frá kr. 37.790
Vikuferð frá 54.990 – flug og gisting
Heimsferðir bjóða frábær tilboð á skíði í Austurríki í febrúar. Bjóðum vikuferðir 16. og
23. febrúar á sértilboði, bæði flugsæti sem og frábær tilboð á flugi og gistingu.
Tryggðu þér skíðafrí á besta verðinu og bókaðu strax. Mjög takmarkað framboð
flugsæta og gistingar á þessum frábæru kjörum!
Ath. einnig sértilboð á hinu frábæra Hotel Unterberghof í Flachau 2. febrúar v/forfalla,
kr. 94.990 m.v. gistingu í tvíbýli (aðeins 2 herbergi í boði).
Árvakur/Ómar