24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Halls Ingólfssonar tónlist- armanns. Vegna þess að hann er svo stór. Annars reyni ég að bera virðingu fyrir fólki yfirleitt og lít upp til allra sem eru að gera góða hluti. Hver er þín fyrsta minning? Ég bara man það ekki. Hver eru helstu vonbrigðin hingað til? Helstu vonbrigðum lífs míns vil ég halda út af fyrir mig. En svona almennt séð valda flestir stjórnmálamenn mér síend- urteknum vonbrigðum. Hvað í samfélaginu gerir þig dapran? Stjórnmálamenn, allskonar æðstuprestar og aðrir trúarfasistar. Fjölmiðlar og auglýs- ingar líka … stundum. Leiðinlegasta vinnan? Að skeina 100.000 fitugar grálúður í frystihúsinu á Dalvík fyr- ir sléttum 30 árum. Uppáhaldsbókin þín? Þær eru margar. Sögurnar hans Hallgríms Helgasonar, ljóðabækur eftir Þórarin Eldjárn, nokkrar eftir HKL og Biblían. Eina bókin sem ég hef lesið oft er Þrír á báti og hundurinn sá fjórði eftir Jerome K. Jerome. Hvað eldarðu hversdags, ertu góður kokkur? Já. Ég er stórkostlegur kokkur. Hversdags elda ég fisk, kjöt, grænmeti, pasta, hrísgrjónagraut, blómkálssúpu, pyls- ur, egg, beikon, pitsur og margt fleira. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Hilmir Snær, Baltasar Kor- mákur og Ingvar Sigurðsson myndu slást um að fá að leika mig ef þetta væri íslensk mynd. Ef þetta væri Hollywood-framleiðsla þá væri það án vafa George Clooney. Bill Murray kemur líka sterkur inn. Að frátalinni húseign, hvað er það dýr- asta sem þú hefur fest kaup á? Það myndi vera bíllinn minn. Ég fékk að vísu góðan afslátt en hann er örugglega dýrasti hlutur sem ég hef borgað fyrir. Reyndar borgaði ég ekkert fyrir hann því ég fékk hann út á lán. Þegar ég hugsa málið þá á ég í raun ekki bílinn minn, ég held að Lýsing eigi hann. Dýrasti hluturinn er þá sennilega steinsteypta ruslatunnuskýlið sem ég keypti í fyrra … nei, veistu ég er bara ekki alveg með þetta á hreinu … Mesta skammarstrikið? Ég er alltaf að gera einhver skammarstrik og vil helst ekki gera upp á milli þeirra. Ég man reyndar eftir einu tiltölulega saklausu. Ég hringdi eitt sinn, fyrir um fimmtán árum, í Þor- stein Bachmann leikara sem er einmitt að leika með mér í Hafnarfjarðaleikhúsinu núna og þóttist vera auglýsingaleikstjóri og bauð honum að leika í auglýsingu gegn ríf- legri greiðslu, einni milljón króna minnir mig sem var talsverður peningur þá. Þor- steinn var fremur blankur á þessum tíma og féllst meira að segja á að koma nakinn fram fyrir þennan pening. Hann varð því eðlilega súr þegar ég kynnti mig undir mínu rétta nafni og sagði honum rétta er- indið sem var að fá hann til að spila með mér bridds um kvöldið. Hvað er hamingja að þínu mati? Að vera bankastjóri. (Kannski ekki akkúrat núna en svona yfirleitt). Hvaða galla hefurðu? Mótþróaþrjósku- röskun. Og flesta aðra hefðbundna galla sem ég nenni ekki að telja upp, svo sem eins og almenna leti og ómennsku. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi- leikum hverjir væru þeir? Ég myndi gjarn- an viljað geta lesið hugsanir fólks. Það væri gaman að vita hvað nýi borgarstjórinn er að hugsa. Hvernig tilfinning er ástin? Óbærilega þunglyndisleg gleði. Hvað grætir þig? Flestallt. Ég er alltaf væl- andi. Hefurðu einhvern tímann lent í lífs- hættu? Já, ég held það. Næst því að deyja komst ég þegar stýrið á Citroën-bifreið föður míns festist í beygju á talsverðum hraða nálægt Þórunnarstræti á Akureyri. Bíllinn sneiddi naumlega fram hjá nokkr- um ljósastaurum en vinir mínir hlógu eins og brjálæðingar í aftursætinu og héldu að ég væri að grínast í þeim, eitthvað að flippa. Stýrið festist sem sagt í botni og ég reyndi af öllum lífs- og sálarkröftum að rétta bílinn af. Ég var 17 ára þegar þetta gerðist og verkjaði í handleggina af átök- unum alveg þangað til ég varð átján. Fyrir utan það er maður alltaf að drepast úr stressi og áhyggjum af einhverri vitleysu. Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Ég er voða lítið fyrir hluti. Samt er ég allt- af að kaupa eitthvert drasl sem ég hugsa illa um og hlutir eiga gjarnan til að bila og skemmast hjá mér. Ætli ég verði ekki að segja bara hljóðfærin mín. Kramer-bassinn, gítarinn og píanóið. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Leggst í heitt vatn eða sest niður við pí- anóið eða með gítar og spila eitthvert rugl. Hverjir eru styrkleikar þínir? Ég er frábær söngvari, afbragðsgóður dansari og stór- kostlegur knattspyrnumaður. Félagslega væru það kannski hugmyndaauðgi og svona þokkaleg jarðtenging. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítill? Þegar ég var 7 ára ætlaði ég að vera bakari. Sá draumur rættist á vissan hátt þegar ég lék bakaradrenginn í Dýrunum í Hálsaskógi. Er gott að búa á Íslandi? Það er gott að búa í Kópavogi, – við vitum að minnsta kosti hver verður bæjarstjóri á morgun. Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi einhvers? Ekki svo ég viti. Guðni Ágústs- son sagði mér að ég hefði einu sinni bjarg- að hans pólitíska lífi en ég held að það séu ýkjur hjá honum. Hvert er draumastarfið? Að vera rithöf- undur. Það er notaleg innivinna. Ég sé fyr- ir mér arineld, pípu, flókainniskó og hlýjan slopp. Hvað ertu að gera núna? Núna er ég að undirbúa mig fyrir frumsýningu á nýju íslensku leikverki eftir Hávar Sig- urjónsson sem heitir Halla og Kári. Frumsýningin er í kvöld í Hafnarfjarð- arleikhúsinu og ég leik þar persónu sem ber hið skemmtileg nafn „Sjónvarpið“. Ég er svona að koma mér í rétta gírinn fyrir þetta. Hjálmar Hjálmarsson Árvakur/Árni Sæberg Hjálmar stígur á svið Hafn- arfjarðarleikhússins í nýju ís- lensku gamanleikriti, Höllu og Kára, eftir Hávar Sigurjónsson. Leikritið er frumsýnt í kvöld. Listræni hópurinn að baki upp- færslunni er gamli Hafnarfjarð- arleikhúshópurinn, einvala lið listamanna sem gerði m.a. sýn- ingarnar Englabörn, Grettissaga, Salka – ástarsaga, Cyrano de Bergerac og Kryddlegin hjörtu. Hilmar Jónsson leikstýrir. a Ég er haldinn mótþróaþrjóskuröskun. Og hef flesta aðra hefð- bundna galla sem ég nenni ekki að telja upp, svo sem eins og almenna leti og ómennsku. 24spurningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.