24 stundir - 26.01.2008, Side 30

24 stundir - 26.01.2008, Side 30
Hjúkrunarfræðingar HRAFNISTA ATVINNA LAUGARDAGUR 26. JANÚAR AUGLÝSINGASÍMI 510 3728 / 510 3726 ÍS L E N S K A /S IA .I S A L C 40 74 6 10 1/ 08 Framtíðarstörf hjá Fjarðaáli Verkefnastjóri í viðhaldsstýringu Ábyrgðarsvið: • Bæta áreiðanleika og gæði framleiðslunnar með því að áætla og skipuleggja fyrirbyggjandi viðhald og reglulegar ástandsskoðanir véla og tækja. • Sjá um skráningu og greiningu á tæknigögnum sem gefa skýra mynd af stöðu viðhaldsmála og árangri. • Sjá um samskipti og samhæfingu viðhaldsteymis og framleiðsluteyma. • Hafa náið samstarf við notendur búnaðar, viðhaldsteymi, innkaupateymi og birgðahald. Hæfniskröfur: • Iðnfræði eða iðnmenntun, t.a.m. vélfræði eða rafmagnsfræði. Önnur iðn- menntun kemur einnig til greina. Tæknifræðimenntun kostur en ekki skilyrði. • Góð reynsla af viðhaldi véla og tækja. • Góð tölvukunnátta skilyrði. • Góð íslensku- og enskukunnátta. Raf- og véliðnaðarmenn Við leitum að raf- og véliðnaðarmönnum til að sinna viðhaldi tækja og búnaðar Alcoa Fjarðaáls. Takmark Fjarðaáls er að verða í fremstu röð á heimsvísu í meðferð og viðhaldi tækja. Allir starfsmenn fyrirtækis- ins taka þátt í að tryggja áreiðanleika tækjanna og viðhaldi er stýrt í samræmi við raunverulegt ástand þeirra. Unnið er í teymum og verkefnin eru fjölbreytt. Áhersla er lögð á frumkvæði og stöðugar endurbætur. Tækifæri til símenntunar og starfsþróunar eru óvíða fleiri. www.alcoa.is Ef þú hefur áhuga á starfi hjá Fjarðaáli hafðu þá samband við Sigurlaugu Þorsteinsdóttur eða Tómas Odd Hrafnsson hjá Capacent, í síma 540 1000 eða á netföngin sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is / tomas.hrafnsson@capacent.is eða skráðu umsókn þína á www.capacent.is og haft verður samband við þig. Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar. Kynntu þér Austurland tækifæranna á austurat.is Viltu gulltryggja þér stöðu- hækkun? Lestu þá áfram. Það er talið bera árangur að sleikja sig upp við yfirmanninn eða reyna að verða besti vinur hans. Hér koma nokkur góð ráð frá yfirmönnum um hvað er vænlegast til árangurs að þeirra mati. Í fyrsta lagi skaltu hugsa þig um áður en þú spyrð spurninga, það er ekkert að því að spyrja og þá sérstaklega þegar þú ert nýbyrjuð/ byrjaður en oft getur maður sagt sér svarið sjálfur hugsi maður sig dálítið um. Ef ekki þá er vænlegra að spyrja samstarfsfólkið heldur en yfirmann- inn sem væntanlega hefur þegar nóg á sinni könnu. Hafðu sjálfstraust til að treysta á sjálfa/n þig og þína skynsemi. Næst skaltu ekki búast við að yfirmaður þinn eigi ráð við öllum þeim vandamálum sem kunna að koma upp. Ef þú ætlar að bera undir hann vandamál skaltu einnig vera tilbúin/n með lausn og sjá hvað honum finnst. Það er mun vænlegra en að ætlast til að hann leysi vandamálið. Þá skaltu ekki biðjast afsökunar heldur frekar taka afleiðingum gjörða þinna. Frekar en að segja eitthvað á borð við: afsakið hvað þetta var illa unnið, skaltu frekar segja: ég tel að þetta verkefni hefði getað verið betur af hendi leyst og ég mun leggja mig enn meira fram við næsta verkefni og læra af mistökum mínum. Loks er afar mikilvægt að reyna eins og kostur er að hafa stjórn á tilfinningum sínum og senda ekki tölvuskeyti í reiði og æsingi því þú átt mjög líklega eftir að sjá eftir slíku síðar meir. Taktu þér frekar góða stund í að jafna þig á því sem hefur reitt þig til reiði eða angrað þig áður en þú sest niður og skrifar hnitmiðaðan og hlutlausan póst. Þetta mun falla betur í kramið hjá yfirmanninum og sýna hæfni þína til að vinna í hópi. Viltu gulltryggja þér stöðuhækkun?

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.