24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir
LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ
bladid@24stundir.is a
Mér finnst enginn skyldugur til að borða
þorramat, ég hef smakkað hann sjálfur
og fannst hann í flestum tilvikum vondur. Það
er helst að ég kaupi sviðasultu í laumi.
Það sækir að manni ákveðinn uggur þegar þessi árstími nálgast. Ég er ekki fyrir þorramat og
má segja að ég forðist hann eins og heitan eldinn. Þorramatur var almennt ekki á borðum á
mínu bernskuheimili og held ég að flestir fjölskyldumeðlimir séu sömu skoðunar og ég, fyrir
utan föður minn. Ég held að ef menn eru ekki aldir upp við að borða súrmat þá sé mjög erfitt
að tileinka sér það. Þó hef ég nú smakkað þorramat en meira í fræðilegum tilgangi og hefur
það frekar hert mig í trúnni ef eitthvað er. Ég held að þorrablótin séu frekar orðin að tilefni
til að koma saman og gera sér glaðan dag sem er alltaf jákvætt, frekar en að borða þorramat-
inn. Þó held ég að þessi hefð muni lifa áfram með komandi kynslóðum sem er fínt í sjálfu sér
þar sem þetta er hluti af okkar þjóðlegu hefðum. Gourmet matur er þetta hins vegar ekki og
ég fer ekki ofan af skoðunum mínum á þorramat þó að stundum hafi ég verið harðlega gagn-
rýndur fyrir að tjá þær opinberlega. Verst finnst mér að geta ekki farið út í búð án þess að sjá
þennan mat við hliðina á ferskum og fínum matvælum í kjötborðinu. Mér fyndist réttara að
þorramaturinn væri seldur í sérverslunum eða afmörkuðum básum, þar sem hann væri ekki
fyrir augum fólks eins og mín.
Steingrímur Sigurgeirsson
blaðamaður.
Þorramat ætti að selja í sérverslunum
Árvakur/Rax
Mín kenning varðandi þorramatinn er sú að
hver þjóð reyni að draga landamæri við aðr-
ar þjóðir með því að borða eitthvað sem er
reglulega ógeðslegt og hinar þjóðirnar geta
ekki borðað. Frakkar borða t.d. kindaheila
og garnapylsu sem mér finnst mjög gott að
fá mér með sinnepi og frönskum þegar ég
fer til Frakklands; þá finnst mér ég virkilega
vera kominn heim. Ég tel að útlendingar
skiptist í tvennt þegar kemur að þorramat.
Annars vegar þá sem þora ekki að segja að
þetta sé vondur matur af því að þeir vilja að-
lagast þjóðfélaginu og hins vegar þá sem
nota tækifærið til að sýna hvað þeir eru frús-
teraðir á Íslandi. Mér finnst enginn skyldug-
ur til að borða þorramat, ég hef smakkað
hann sjálfur og fannst í flestum tilvikum
vondur. Það er helst að ég kaupi sviðasultu í
laumi en annars er þorramatur ekki vel lið-
inn á mínu heimili. Þó finnst mér skemmti-
legt við þorramatinn að þá sér maður fyrst
almennilega hvað maður er að borða þar
sem maður situr með kindahaus fyrir fram-
an sig. Það er svo mikið um það í Skandin-
avíu og hinum germanska heimi að matur sé
hakkaður og unninn og svo sósa ofan á, ólíkt
því sem þekkist í Frakklandi.
Gérard Lemarquis
kennari.
Hver þjóð á sér
ógeðslegan mat
Ég get nú ekki beinlínis sagt að ég sé full
tilhlökkunar til þorrans en mér finnst alltaf
voða gaman að fara á þorrablót upp á
stemninguna þótt ég sé ekki mikið gefin
fyrir súrmetið og þennan allra harðasta
þorramat. Í æsku var ég alin upp við að
borða lifrarpylsu og blóðmör og stundum
svið, en ekki mikið meira en það. Mömmu
finnst reyndar hákarl mjög góður en ég hef
ekki komist upp á lagið með að borða
hann þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Það gæti
verið að bragðlaukarnir eigi einfaldlega eft-
ir að taka út þennan þroska, hver veit?
Annars finnst mér nú dálítið fyndið að sjá
þegar maður fer á þorrablót hve löng röð
myndast við borðið þar sem í boði er ann-
að en þorramatur. Mér finnst vera orðið
minna um að fólk kaupi þennan mat til að
hafa heima heldur sæki frekar þorrablótin
og þá meira upp á stemninguna en til að
borða matinn. Það sem ég held að muni
viðhalda þessari hefð og mér finnst
skemmtilegt er að á leikskólum, í það
minnsta þeim sem börnin mín hafa verið
á, hafa verið haldin þorrablót og gert svo-
lítið úr þorranum.
Hildur Dungal, forstjóri
Útlendingastofnunar.
Stemning á
þorrablótum
Þjóðlegan mat eins og harðfisk, slátur og
lifrarpylsu borða ég nú ekkert endilega
bara á þorranum heldur allt árið um
kring. Annars er ég lítið fyrir hákarl og
finnst að fólk gæti alveg eins drukkið
frosið piss eins og að leggja sér slíkt til
munns. Ég held að hrútspungar og há-
karlinn séu einmitt helst það sem fólk á
erfitt með að láta ofan í sig af þorramatn-
um. Sjálfur fer ég yfirleitt sem ræðumað-
ur eða skemmtikraftur á þorrablót og
kem mér þá yfirleitt mjög fljótt út áður
en ég þarf að borða nokkuð. Það er
nokkuð til í því held ég að fólk fari á
þorrablót frekar upp á stemninguna en til
að borða matinn. Ég vona nú samt að
þessi hefð muni lifa áfram með komandi
kynslóðum þar sem mér finnst nú ekki
alveg við að hæfi að fara á þorrablót og fá
sér pasta með skinku. Annars finnst mér
grjónagrautur og slátur alltaf gott og
spurning hvort slíkt gæti ef til vill verið
það sem koma skal á þorrablótum fram-
tíðarinnar. Það væri ef til vill frekar það
sem fólk myndi vilja borða en hinn súri
og sultaði þorramatur.
Bjarni Haukur Þórsson,
höfundur og leikari.
Frosið piss betra
en hákarl
Ég er hrifin af hangikjöti, sviðum, hrúts-
pungum og sviðasultu en svo er annað sem
mér finnst miður gott, en það ógeðslegasta
sem ég hef smakkað er selshreifar. Þeir litu
út eins og litlar barnahendur og ég skildi
ekki hvernig fólk gat yfirhöfuð lagt sér þetta
til munns. Ég er alin upp við þorramat og er
sólgin í hrútspunga og sviðasultu og kaupi
mér slíkt oft bara ein til að gera vel við mig
því það er ekki almenn hrifning á heimilinu.
Sonur minn elskar reyndar hákarl sem hann
kaupir í Kolaportinu og geymir í frystinum,
þetta borðar hann síðan eins og snakk. Mér
finnst hákarl hins vegar hvorki góður né
vondur heldur frekar bara ómerkilegur og
lyktin er alveg skelfileg svo ég legg ekki á mig
að borða hann. Harðfiskur er meira að mínu
skapi sem nasl enda er hann algjör snilld,
hollur og góður. Það er ekki siður í kringum
mig að fara á þorrablót en stundum hef ég
keypt þorrabakka og fengið til mín gesti.
Mér finnst þetta skemmtilegur siður sem
minnir okkur á gamla daga og það að stund-
um borðuðu forfeður okkar ónýtan mat. Við
getum alla vega þakkað fyrir það val sem við
höfum í dag.
Sigrún Edda
Björnsdóttir leikari.
Sólgin í sviðasultu
og hrútspunga
Þykir þér þorramatur
góður eða fúlsar þú
við honum?
Nú er þorrinn genginn í garð og honum fylgja þorrablót þar sem
fólk kemur til að borða þorramat, skemmta sér og syngja. Borð
svigna undan þorramatnum þar sem hrútspungar, sviðasulta, há-
karl og svið eru meðal þess sem borið er fram á trogum og
brennivínið flæðir. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um það hvort mat-
urinn sem finna má á þorrahlaðborðinu sé ljúffengur eður ei. Við-
mælendur helgarinnar höfðu mjög svo skiptar skoðanir á þorra-
mat og láta hér allt flakka.