24 stundir - 26.01.2008, Page 52
52 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Helst líklegir til að ógna Loeb eru
þeir MIkko Hirvonen hjá BP Ford
og Daniel Sordo hjá Citröen Total
nema hvað Sordo er liðsfélagi Loeb.
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
Hver og einn einasti þeirra er sam-
mála. Það er aðeins eitt keppikefli í
heimsmeistarakeppninni í rall-
akstri þetta árið að mati fjórtán
keppenda af fimmtán; að sigra Se-
bastien Loeb, fjórfaldan heims-
meistara. En vilji er einfaldlega
ekki nóg til frama í hörðum heimi
íþrótta eins og sást kannski best hjá
íslenska landsliðinu í handbolta á
EM. Þegar 24 stundir fóru í prent-
un var Loeb fremstur í fyrsta ralli
ársins í Monte Carlo.
Blikur á lofti
Helsti andstæðingur Loeb síð-
ustu árin hefur verið Marcus
Grönholm en sá hefur tekið fótinn
af bensíngjöfinni hinsta sinni nema
á fjölskyldubílnum.
Vandséð er hver á að taka við
kyndlinum sem helsti andstæðing-
ur Frakkans en allmargir hafa reynt
árangurslaust að koma honum af
toppnum síðustu árin. Helst er
nefndur Mikko Hirvonen hjá BP
Ford en hann hefur náð miklum
frama á skömmum tíma. Daniel
Sordo er einnig nefndur nema
hvað Sordo er liðsfélagi Loeb hjá
Citroën Total. Þó ekki sé nema þess
vegna er ólíklegt að Sordo beiti sér
sérstaklega fyrir sigri sé Loeb fram-
ar þegar lítið er eftir af keppnum.
Er það sami hörgull og í Formúlu
þar sem oftar en ekki gefa menn
eftir þegar um samherja er að ræða
fyrir framan.
En andstæðingar Loeb þekkja
vel hans styrk- og veikleika. Hann
er langfremstur meðal jafningja á
malbiki en honum fipast oftar en
ekki á malarvegum. Klárt sóknar-
færi þar enda helmingur keppnis-
leggja á slíkum vegum.
Sebastien Loeb Langbesti rallöku-
maður heims og líklegur til að vinna
heimsmeistaratitilinn í fimmta skipti.
Lánið leikur
við Loeb
Rallárið hafið á ný Loeb maðurinn sem allir vilja vinna en vilj-
inn ekki nægur sé miðað við fyrstu tölur frá Monte Carlo
Citroën Total Með Loeb undir stýri er
allt hægt þar á meðal fimmti titillinn.
BP Ford Hirvonen er ungur og bráður en
fljótur að læra og verður skeinuhættur.
Subaru Norðmaðurinn Petter Solberg er
frábær ökumaður en of sveiflukenndur.
Nýr stjóri Tottenham, Ju-ande Ramos, er hægtog síg-
andi að brýna
tennur liðsins
að sínu skapi
og vart verður
við stöku sjálfs-
traust í síðustu
leikjum liðsins.
Nú skal hamra járnið og ætlar
Ramos að fá til sín Jonathan
Woodgate til að fylla í skörðin í
vörninni. Woodgate er kominn
í sitt gamla form á ný eftir lang-
varandi meiðsli sem héldu hon-
um úti um tveggja ára skeið en
hann hefur meiri metnað en að
hanga hjá Middlesbrough.
Enginn efast um hæfniWayne Rooney á grænugrasi en
það er fleira
sem hann er
þekktur fyrir.
Meðal annars
að vera form-
lega ljótasti
knatt-
spyrnumaður heims. Fékk
hann 33 prósent atkvæða í
breskri könnun
þar að lútandi
og skaut Car-
los Teves og
Ronaldinho
ref fyrir rass.
Atkvæði 24
stunda færi nú
frekar til Jolean Lescott …
Theo Walcott var ekki bú-inn að vera fimm mín-útur á
lánslista Arsen-
al áður en fyrr-
um Íslend-
ingalið Stoke
bar í hann víur.
Ólíklegt að
hann fari þang-
að en engu að síður metn-
aðarfullt skref.
Bestu skautahlaupararnir í
NHL-deildinni þykja flottir
setji þeir eitt til tvö mörk í leik
og eins og eina stoðsendingu
með. Fyrirliði Ottawa Sena-
tors, Svíinn Daniel Alfreds-
son, skautaði sýnu lengra í
fyrrinótt þegar hann skoraði
sjálfur þrívegis og lagði upp
fjögur í viðbót fyrir félaga sína
í 8-4 sigri liðs síns á Tampa
Bay.
Funheitur á
frostinu
Þeir sem fylgjast grannt með
viðburðum í tennisheimi vita
mætavel að vart hefur verið
haldin úrslitakeppni þar síð-
ustu fimm árin án þess að
annaðhvort Roger Federer eða
Rafael Nadal hafi komið við
sögu. Þess vegna er Opna ástr-
alska mótið sem nú stendur
yfir nokkur vendipunktur
enda féllu báðar risastjörn-
urnar úr leik í undanúrslitum.
Federer gegn þeim sem situr í
þriðja sæti heimslistans en
Nadal lá fyrir óþekktum
frönskum kappa. Nýir kappar
að taka við kyndlinum?
Ár og dagur
SKEYTIN INN