24 stundir - 26.01.2008, Side 54

24 stundir - 26.01.2008, Side 54
54 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Hann missti meðvitund við höggið. Hann var meðvitundarlaus í þrjár mínútur og það var mikið af blóði. NÝTT: Gjafahaldarar, flottir fyrir og eftir: Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Styður vel og er flottur í D,DD,E,F skálum á kr. 5.990,- buxur fást í stíl Mjúkir og æðislegir í D,DD,E,F skálum á kr. 5.990,- buxur fást í stíl Sexí og BARA sætur í D,DD,E,F skálum á kr. 5.990,- buxur fást í stíl Mjúkur og þægilegur í vænum stærðum D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr. 5.990,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Flott rauður í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4990,- Á Organ var hvorki húllumhæ í fyrsta né síðasta skipti síðasta miðviku- dag. Aðalskipuleggjandi og partíkóngurinn Gylfi Blöndal segir að herleg- heitin hafi miðað að því að skyggnast inn í blómlega hiphop-senu Reykja- víkur, „sem hefur verið að lifna við á nýjan leik eftir áralangan doða.“ Hljómsveitirnar Poetrix, 1985! og Original Melody stigu á stokk. „Peotrix gaf nýverið út frumraun sína Fyrir lengra komna og Original Melody gaf út sína, Fantastic Four, í apríl 2006 og hefur síðan þá komist í hóp vinsælli hiphop-sveita landsins,“ er haft eftir herra Gylfa. Bandið 1985! skipa þeir Dóri DNA og Danni Deluxxx, rímnaprinsar og hefur hljómsveitin nafn sitt beint frá fæðingarári piltanna. bjorg@24stundir.is Hipphopp og hipp og hoppandi fólk Árvakur/Árni SæbergDökkhærðar píur og kappklæddar Þær Ríkey Júlíusdóttir og Fanney Ragnarsdóttir kynntu sér hiphopið Agnes, Ösp, Thelma og Björk Saumaklúbburinn fór í vettvangsferð og svartur er aðaltískuliturinn Oddný Davíðsdóttir og Dagný Ósk Ungæðislegar skvísur á Organ nutu rímna og samvista við aðra gesti Gæi mundar gítarinn Hvort það voru hiphop-grip skal ósagt látið. Unnur Hafstað, Erla Huld og Edda Garðarsdóttir Sparibrosum og hvítvínsglasi, í bland við smá hopp, var skellt fram á köldum janúardegi Fréttamaðurinn John Gibson hefur beðist formlega afsökunar á um- mælum sínum í útvarpsþætti þar sem hann hæddist að andláti leik- arans Heath Ledger. 24 Stundir greindu frá því í gær að Gibson, sem er fréttaþulur hjá Fox fréttastofunni, hefði sagt að Ledger hefði verið furðufugl og grínast ítrekað með að hann hefði framið sjálfsmorð vegna hinna og þessa hluta, svo sem lækkandi gengis verðbréfa. Gib- son sagði í beinni útsendingu að hann iðraðist orða sinna. vij Gibson biðst afsökunar Tónleikar Indie-sveitarinnar Brit- ish Sea Power í Leeds Irish Centre fengu heldur snögglegan endi þegar flytja þurfti hljómborðs- leikara sveitarinnar, Phil Sumner, með sjúkrabíl á spítala eftir mis- heppnaða sviðsdýfu. Sumner hafði klifrað upp á ríf- lega þriggja og hálfs metra hátt hátalarakerfi, fleygði sér niður til áhorfenda og ætlaðist til þess að þeir myndu grípa sig. Fyrirætl- anir hans gengu ekki eftir, áhorf- endum mistókst að grípa hann og Sumner lenti á hausnum. „Hann missti meðvitund við höggið. Hann var meðvitund- arlaus í þrjár mínútur og það var mikið af blóði,“ sagði talskona sveitarinnar í viðtali við BBC. Sumner hlaut ekki varanlegan skaða af þessu uppátæki sínu, einungis brotna tönn og nokkra skurði, og nokkrum dögum síðar sneri hann aftur á svið með hljómsveit sinni. Sumner hefur þó lært eina mik- ilvægustu lexíu rokksins. Ef þú ætlar að fleygja sjálfum þér í áhorfendur þá skaltu vera alveg viss um að þeim finnist þú vera þess virði að vera gripinn. vij Misheppnaðir stælar Rotaðist eftir sviðsdýfu British Sea Power Ættu að hugsa aðeins áður en þeir fleygja sér af sviðinu. Rapparinn Busta Rhymes slapp með skrekkinn þegar dómstóll í New York-fylki dæmdi hann fyrir margar sakir en Rhymes var með- al annars dæmdur fyrir líkams- árás og fyrir að keyra undir áhrif- um áfengis. Rhymes sleppur við að þurfa að fara í steininn en hann mun vera á skilorði næstu þrjú árin. Honum var einnig gert að fara í áfengismeðferð. vij Rhymes sleppur við steininn Leikarinn Milo Ventimiglia, sem er þekktastur fyr- ir hlutverk sitt í Heroes-þáttaröð- inni, hefur gengið til liðs við fram- leiðslu mynd- arinnar Armored. Ventimiglia er þar kominn í góð- an félagsskap því á meðal annarra leikara í myndinni má nefna stjörnur á borð við Skeet Ulrich, Matt Dillon, Laurence Fishburne og Jean Reno. Myndin segir frá ungum öryggisverði sem ákveður ásamt kollegum sínum að ræna brynvarinn bíl sem þeim var falið að vernda. vij Breytist hratt úr hetju í skúrk Þríeyki, afar dularfullt á svipinn Piltarnir Brynjólfur Jó- hannsson, Reynir Þór og Sturla Óskarsson.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.