24 stundir - 26.01.2008, Page 57
24stundir LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 57
www.motormax.isMótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400
Í dag frá kl. 12-16 bjóðum
við þér að taka í glænýjan
vélsleða eins og þeir
gerast bestir!
Við verðum við Bolöldu,
keppnisbraut í motokross
gegnt Litlu kaffistofunni.
Mótormax-dagurinn
Á ótrúlegu
tilboði núna
Aðeins
999.000 kr.
Ski-Doo MX Z
X-RS 600 SDI
4
STK
Sprengitilboð á
Kletthálsinum
Þátttakendur framvísi ökuskírteini
á staðnum.
laugardaginn 26. janúar
Hvernig væri svo að líta við í verslun okkar á Klett-
hálsi 13 og gera frábær kaup í notuðum sleða eða
glænýjum sleða af 2007 árgerð?
Frábær tilboð á nokkrum sleðum 2007 árgerð.
Opið á laugardag 10-16.
Fyrsta
sleðaferðin
þín er frí!
Breyting frá áður auglýstri staðsetningu:
Við verðum við Bolöldu, keppnisbraut í
motokross gegnt Litlu kaffistofunni frá 12-16
Disney-kvikmyndaverið tilkynnti
á dögunum að fyrirtækið hygðist
taka nýjustu þrívíddartækni í
notkun fyrir sumar af vænt-
anlegum kvikmyndum sínum.
Fyrsta kvikmyndin til að hljóta
þessa meðferð verður Toy Story 3
sem er væntanleg 2010. Disney
hyggst einnig uppfæra fyrri Toy
Story-myndir upp í þrívídd og
verða þær myndir komnar í kvik-
myndahús áður en Toy Story 3
verður frumsýnd. vij
Bósi og Viddi í
þriðju víddina
Leikstjórinn Fernando Meirelles
hugleiðir um þessar mundir að
leikstýra myndinni By Any
Means Necessary sem er byggð á
sögu Tom Clancys. Orðrómurinn
segir að Ryan Gosling muni leika
Jack Ryan, aðalhetju mynd-
arinnar, en sú persóna hefur ver-
ið í aðalhlutverki í mörgum sög-
um Tom Clancys. vij
Ryan ekki dauð-
ur og grafinn
Loksins virðist verkfall handrits-
höfunda í Hollywood vera að
þokast í rétta átt en félag hand-
ritshöfunda hefur nú gert bráða-
birgðasamninga við nokkur
framleiðslufyrirtæki svo sem
Lionsgate og Marvel.
Handritshöfundar geta því hafist
handa við að ganga frá hand-
ritum fyrir þessi fyrirtæki og get-
ur því vinna hafist að nýju. vij
Höfundar semja
til bráðabirgða
Samkvæmt slúðurritinu er leik-
konan Angelina Jolie ólétt og það
sem meira er, hún gengur með
tvíbura. Orðrómur um að Jolie
og Brad Pitt eigi von á barni hef-
ur verið langlífur en hingað til
hefur verið talið að aðeins eitt
barn væri á leiðinni en ekki tvö.
Ef satt reynist mun fjölga veru-
lega á þegar þétt setnu heimili
stjörnuparsins. vij
Tvöföld ham-
ingja hjá Jolie
Kvikmyndir Sylvesters Stallones um stríðs-
hetjuna Rambo verða seint taldar barnvænar
myndir. Mannfall er gífurlegt í þessum myndum
og hleypur fjöldi fallinna oft á hundruðum.
Innan fárra vikna verður nýjasta Rambo-
myndin, sú fjórða í röðinni, frumsýnd og sam-
kvæmt úttekt The Los Angeles Times hefur
mannfallið aldrei verið meira en í þessari mynd.
Kvikmyndarýnir blaðsins, John Mueller, lagðist
yfir Rambo -eríuna og setti saman býsna áhuga-
verða tölfræði sem sýnir að Rambo er ekkert að
mýkjast með árunum.
Í fyrstu Rambo-myndinni, First Blood, voru
dauðsföll í algjöru lágmarki en einungis einn
maður var drepinn. Í annarri myndinni,
Rambo: First Blood Part II, var þessi tala þó-
nokkuð hærri en þar voru drepnir alls 69
manns. Í þriðju myndinni, Rambo III, var metið
slegið með alls 132 drápum en þá voru drepnir
1,3 hermenn eða saklausir borgarar á hverri
mínútu.
Í nýju myndinni hefur þessi tala verið hækk-
uð umtalsvert en þar eru drepnir alls 236
manns, eða 2,59 á hverri mínútu. Af þeim sem
deyja í myndinni eru 113 flokkaðir sem hluti af
góða liðinu og 83 hermenn eru drepnir af
Rambo sjálfum.
Annað sem vekur athygli varðandi tölfræði
Muellers er hversu fljótt drápin byrja. Í fyrri
myndum liðu 30-40 mínútur þangað til fyrsta
manneskjan sást deyja en í nýju myndinni er líf-
ið murkað úr fyrstu manneskjunni eftir ein-
ungis 3 mínútur og 22 sekúndur. vij
Fjöldamorð á hvíta tjaldinu
Aldrei fleiri drepnir í Rambo-mynd
Blóðþyrstur á efri árum Stríðshetjan John Rambo
slær ekkert af þrátt fyrir aldurinn.