24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 57

24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 57
24stundir LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 57 www.motormax.isMótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Í dag frá kl. 12-16 bjóðum við þér að taka í glænýjan vélsleða eins og þeir gerast bestir! Við verðum við Bolöldu, keppnisbraut í motokross gegnt Litlu kaffistofunni. Mótormax-dagurinn Á ótrúlegu tilboði núna Aðeins 999.000 kr. Ski-Doo MX Z X-RS 600 SDI 4 STK Sprengitilboð á Kletthálsinum          Þátttakendur framvísi ökuskírteini á staðnum. laugardaginn 26. janúar Hvernig væri svo að líta við í verslun okkar á Klett- hálsi 13 og gera frábær kaup í notuðum sleða eða glænýjum sleða af 2007 árgerð? Frábær tilboð á nokkrum sleðum 2007 árgerð. Opið á laugardag 10-16. Fyrsta sleðaferðin þín er frí! Breyting frá áður auglýstri staðsetningu: Við verðum við Bolöldu, keppnisbraut í motokross gegnt Litlu kaffistofunni frá 12-16 Disney-kvikmyndaverið tilkynnti á dögunum að fyrirtækið hygðist taka nýjustu þrívíddartækni í notkun fyrir sumar af vænt- anlegum kvikmyndum sínum. Fyrsta kvikmyndin til að hljóta þessa meðferð verður Toy Story 3 sem er væntanleg 2010. Disney hyggst einnig uppfæra fyrri Toy Story-myndir upp í þrívídd og verða þær myndir komnar í kvik- myndahús áður en Toy Story 3 verður frumsýnd. vij Bósi og Viddi í þriðju víddina Leikstjórinn Fernando Meirelles hugleiðir um þessar mundir að leikstýra myndinni By Any Means Necessary sem er byggð á sögu Tom Clancys. Orðrómurinn segir að Ryan Gosling muni leika Jack Ryan, aðalhetju mynd- arinnar, en sú persóna hefur ver- ið í aðalhlutverki í mörgum sög- um Tom Clancys. vij Ryan ekki dauð- ur og grafinn Loksins virðist verkfall handrits- höfunda í Hollywood vera að þokast í rétta átt en félag hand- ritshöfunda hefur nú gert bráða- birgðasamninga við nokkur framleiðslufyrirtæki svo sem Lionsgate og Marvel. Handritshöfundar geta því hafist handa við að ganga frá hand- ritum fyrir þessi fyrirtæki og get- ur því vinna hafist að nýju. vij Höfundar semja til bráðabirgða Samkvæmt slúðurritinu er leik- konan Angelina Jolie ólétt og það sem meira er, hún gengur með tvíbura. Orðrómur um að Jolie og Brad Pitt eigi von á barni hef- ur verið langlífur en hingað til hefur verið talið að aðeins eitt barn væri á leiðinni en ekki tvö. Ef satt reynist mun fjölga veru- lega á þegar þétt setnu heimili stjörnuparsins. vij Tvöföld ham- ingja hjá Jolie Kvikmyndir Sylvesters Stallones um stríðs- hetjuna Rambo verða seint taldar barnvænar myndir. Mannfall er gífurlegt í þessum myndum og hleypur fjöldi fallinna oft á hundruðum. Innan fárra vikna verður nýjasta Rambo- myndin, sú fjórða í röðinni, frumsýnd og sam- kvæmt úttekt The Los Angeles Times hefur mannfallið aldrei verið meira en í þessari mynd. Kvikmyndarýnir blaðsins, John Mueller, lagðist yfir Rambo -eríuna og setti saman býsna áhuga- verða tölfræði sem sýnir að Rambo er ekkert að mýkjast með árunum. Í fyrstu Rambo-myndinni, First Blood, voru dauðsföll í algjöru lágmarki en einungis einn maður var drepinn. Í annarri myndinni, Rambo: First Blood Part II, var þessi tala þó- nokkuð hærri en þar voru drepnir alls 69 manns. Í þriðju myndinni, Rambo III, var metið slegið með alls 132 drápum en þá voru drepnir 1,3 hermenn eða saklausir borgarar á hverri mínútu. Í nýju myndinni hefur þessi tala verið hækk- uð umtalsvert en þar eru drepnir alls 236 manns, eða 2,59 á hverri mínútu. Af þeim sem deyja í myndinni eru 113 flokkaðir sem hluti af góða liðinu og 83 hermenn eru drepnir af Rambo sjálfum. Annað sem vekur athygli varðandi tölfræði Muellers er hversu fljótt drápin byrja. Í fyrri myndum liðu 30-40 mínútur þangað til fyrsta manneskjan sást deyja en í nýju myndinni er líf- ið murkað úr fyrstu manneskjunni eftir ein- ungis 3 mínútur og 22 sekúndur. vij Fjöldamorð á hvíta tjaldinu Aldrei fleiri drepnir í Rambo-mynd Blóðþyrstur á efri árum Stríðshetjan John Rambo slær ekkert af þrátt fyrir aldurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.