24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir
„Mér sýnist aðallega blóðlaust
fólk með uppþornuð kynfæri
kalla lætin í Ráðhúsinu „skríls-
læti“. Körlunum í spinning gat
þó ekki verið meira sama. Ég held
að þó að kjarnorkusveppur birt-
ist yfir Keili myndu þeir samt
halda áfram að tala um hvernig
Liverpool og Arsenal gekk í gær. “
Gunnar Lárus Hjálmarsson
eyjan.is/goto/drgunni
„Í Frakklandi þykir það ekkert
tiltökumál þegar bændur sturta
kúaskít við innganginn á þing-
húsinu. Í gær stöðvuðu mótmæl-
endur fund í borgarstjórn. Það
þykir slíkur glæpur að heill hóp-
ur fjölmiðlamanna keppist við að
úthrópa þetta fólk sem annars
flokks þegna og ofbeldismenn.“
Grímur Atlason
eyjan.is/grimuratlason
„Of stór hluti íslenskra mótmæl-
enda er skælbrosandi meðan þeir
mótmæla.
Skælbrosandi manneskja virkar
sátt. Sáttur mótmælandi virkar
eins og kjúklingabóndi í dýra-
verndunarsamtökum.“
Baldur McQueen
baldurmcqeen.com
BLOGGARINN
Eftir Ragnheiði Eiríksdóttur
heida@24stundir.is
„Það er um hálfs árs biðlisti eftir
borði föstudag eða laugardag, en
það er hægt að komast að fyrr í
miðri viku,“ segir Bogi Jónsson,
veitingamaður í Gullna hliðinu á
Álftanesi.
Bogi og Narumon, kona hans,
kynntust á Taílandi árið 1988 og
fluttust til Íslands ári síðar eftir að
þau giftu sig. Bogi er ekki
ókunnugur veitingarekstri en hann
var fyrst með Bogarúllur, vagn sem
seldi kínarúllur á Lækjartorgi árið
1985. Veitingahúsið Thailandi
fylgdi í kjölfarið og árið 2003
opnaði hann Gullna hliðið.
Bjóst ekki við að fá leyfi
„Mig langaði að
gera eitthvað öðru-
vísi,“ segir Bogi, en
Gullna hliðið býður
upp á heimaveit-
ingar í húsi þeirra
hjóna. Aðeins er
tekið á móti
einum hópi í
einu þar sem
lágmark sex
og mest 16
geta snætt saman. „Ég hélt að ég
fengi ekki leyfi á staðinn og opnaði
því fyrst án leyfis. Ég vildi að fólk
fengi fílinginn eins og það væri
inni á sveitaheimili. Eftir að stað-
urinn fékk umfjöllun í Innlit/Útlit
komu menn frá eftirlitunum að
kíkja á staðinn. Þeir sáu að það var
verið að gera hlutina af alvöru og
fundu leiðir til að veita leyfi.“
Maturinn sem er á boðstólum í
Gullna hliðinu er tal-
inn vera með betri
austurlenskum mat á
Íslandi.
Spurður
um leynd-
armál
matargerð-
arinnar stendur ekki á svari.
„Ef þú hefur borðað mat sem
einhver hefur eldað í brjáluðu
skapi veistu að hann er ekki bragð-
góður,“ segir Bogi. „Við gerum
þveröfugt. Þegar maður gefur sér
góðan tíma í eldamennskuna og
getur undirbúið og unnið að mat-
reiðslunni með æðruleysi og í jafn-
vægi þá skilar það sér í matinn.
Undirbúningur fyrir kvöldverðinn
hefst klukkan 10 að morgni og því
er nægur tími fyrir matinn að
verða svona góður á bragðið.“
Nægir að vera hamingjusamur
Bogi segist ekki hafa búist við
þessari miklu aðsókn í veitinga-
staðinn þegar hann fór af stað. „Ég
er gífurlega bjartsýnn maður að
eðlisfari, en þetta sló þó allt út.“
Aðspurður hvort hann sé ekki orð-
inn rosalega ríkur á veitingarekstri
slær hann á létta strengi. „Ég
reyndi í mörg ár að verða ríkur, en
nú læt ég mér nægja að vera ham-
ingjusamur.“
Taílenskt leyniveitingahús á Álftanesi nýtur vinsælda
Hálfs árs bið eftir
borði um helgar
Bogi Jónsson og Nar-
umon reka veitingastað-
inn Gullna hliðið á Álfta-
nesi. Þau taka á móti
einum hópi í einu og bið-
listinn teygir sig marga
mánuði fram í tímann.
Fallegt umhverfi Gullna
hliðið er á góðum stað.
Fjölskyldan Bogi
ásamt fjölskyldu sinni.
HEYRST HEFUR …
Mosfellingar halda árlegt þorrablót sitt í kvöld og
búist er við að hátt í 1000 manns mæti á svæðið. Í
Mosfellsbæ hugsa menn stórt þar sem sú saga geng-
ur manna á milli að barinn á blótinu verði sá stærsti
á landinu, um 20 metra langur. Ræðumenn kvölds-
ins, trymbillinn Kalli Tomm og alþingismaðurinn
Ragnheiður Ríkharðs, ættu því ekki því ekki að
verða þyrst og geta einbeitt sér að kjömmunum. afb
Lítið fer fyrir Framsókn eftir brotthvarf Björns
Inga Hrafnssonar úr flokknum. Athygli vekur að
fámennt er úr röðum framsóknarmanna í nýskip-
uðum nefndum Reykjavíkurborgar. Ekki tók betra
við þegar hringt var í skrifstofu flokksins fyrir há-
degi í gær. Símsvari flokksins var á og sagði lokað
milli jóla og nýárs, síðan heyrðist eitthvað í þessa
veru: Flokkurinn óskar þér og þínum gleðilegs árs.“
Ofurbloggarinn og gervigrasafræðingurinn Jens
Guð fer heldur betur óhefðbundna leið í markaðs-
setningu nýjustu plötu Lay Low, Ökutímum. Jens
segir í fyrirsögn: „Kaupið plötuna Ökutíma eða ég
lem ykkur!“ Að vísu biðst hann afsökunar á hót-
uninni, en óhætt er að segja að hann hrífist af plöt-
unni, sem er önnur sólóplata söngkonunnar og
kom í verslanir í vikunni … tsk
„Hljómsveitin The Killers sótti í
mörg ár um að koma áður en hún
varð fræg,“ segir Eldar Ástþórsson,
framkvæmdastjóri Iceland Airwa-
ves-hátíðarinnar.
„Okkur fannst tónlistin alltaf
hálfleiðinleg, en við nöguðum
okkur smá í handarbökin eftir á,“
segir Eldar. Og ekki að ástæðu-
lausu. The Killers hefur notið gríð-
arlegra vinsælda um allan heim
eftir að hljómsveitin sló eft-
irminnilega í gegn með laginu Mr.
Brightside og síðar Somebody Told
Me árið 2004. Sigurganga The Kill-
ers hélt áfram árið 2006 með
breiðskífunni Sam’s Town sem
hefur selst í meira en fjórum millj-
ónum eintaka um allan heim.
„Þeir [The Killers] eru hættir að
sækja um,“ segir Eldar í léttum
dúr. „Þrátt fyrir að vera með rosa-
lega gott úrval og að vera stundum
á undan tónlistarheiminum að
uppgötva ný bönd eru hliðarspor
inni á milli þegar eftir á að hyggja
hefði verið betra að segja bara já,
komið yfir.“
Vel yfir 200 erlendar hljóm-
sveitir hafa sótt um að spila á Ice-
land Airwaves-hátíðinni sem fer
fram dagana 15. til 19. október í
miðborg Reykjavíkur. Íslenskum
hljómsveitum verður gefinn kostur
á að sækja um á næstu vikum að
sögn Eldars, en á síðasta ári skiptu
íslenskar umsóknir hundruðum.
atli@24stundir.is
The Killers vildi spila á Iceland Airwaves
Sótti um áður
en hún varð fræg
Stórir The Killers hafa slegið í
gegn um allan heim síðustu ár.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
7 2 8 6 3 9 5 4 1
5 9 3 4 1 2 6 7 8
1 4 6 5 7 8 9 2 3
8 5 4 7 2 1 3 6 9
6 3 2 8 9 5 4 1 7
9 7 1 3 4 6 8 5 2
2 1 5 9 6 3 7 8 4
3 6 7 1 8 4 2 9 5
4 8 9 2 5 7 1 3 6
Hver var það sem að sagði:
Enginn er eyland?
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Það eru allir
velkomnir í
Borgarleikhúsið.
Jæja Magnús, kemst Jón Viðar aftur á gestalistann?
Magnús Geir Þórðarson er nýráðinn Borgarleikhússtjóri.
Forveri hans brást illa við gagnrýni Jóns Viðars leik-
húsgagnrýnanda og hætti að bjóða Jóni á frumsýningar.