24 stundir - 07.02.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 07.02.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Fangelsi landsins eru í vandræðum með að taka á móti öllum, sem fá fangelsisdóm. Í 24 stundum hefur í vikunni komið fram að nú er í fyrsta sinn í mörg ár tvímennt í sumum klefum á Litla-Hrauni, við óviðunandi aðstæður. Ástæðurnar eru annars vegar mikill fjöldi fanga í gæzluvarðhaldi og hins vegar endurbygging fangelsisins á Akureyri, en á meðan er ekki hægt að hýsa fanga þar nyrðra. Páll Winkel fangelsismálastjóri leggur áherzlu á það í 24 stundum í gær að um tímabundið ástand sé að ræða. Hins vegar er greinilegt af þeim tölum, sem blaðið birtir um fjölgun fanga í afplánun og sífellt þyngri dóma, að álagið á fangelsi landsins fer vaxandi. Þynging dóma, ekki sízt í kynferðisbrotamálum og fíkniefnamálum, er í samræmi við réttlætisvitund almennings. Og vonandi tekst að koma höndum yfir fleiri, sem fremja slík afbrot. Þá verður hins vegar að sjálfsögðu að vera til aðstaða til að stinga viðkomandi inn. Ástandið í fangelsum landsins í dag er ekki boðlegt. Það rýrir traust fólks á réttarkerfinu ef menn, sem hafa hlotið sinn dóm, ganga lengi lausir. Það er sömuleiðis afleitt fyrir þá, sem hugs- anlega hafa reynt að byrja nýtt líf eftir að hafa fengið fangelsisdóm, að þurfa að bíða lengi eftir að hefja afplánun. Það er þess vegna brýnt að fangelsi landsins geti tekið á móti þeim, sem dæmdir eru til fangavistar. Það er ekki síður mikilvægt að aðstaðan sé með þeim hætti að fangelsisvistin nýtist til meðferðar, menntunar, vinnu og betrunar. Upp á það vantar mikið í dag. Þess vegna er mikilvægt að standa við þær áætl- anir, sem hafa verið gerðar um að stækka og end- urbæta fangelsið á Litla-Hrauni og reisa nýtt gæzlu- varðhalds- og móttökufangelsi á Hólmsheiði í Reykjavík. Í Hólmsheiðarfangelsinu er ætlunin að bjóða upp á ýmiss konar sérþjónustu, sem til þessa hefur vantað í fangelsum á Íslandi. Það á ekki að líta á fangelsi sem óþægilegan kostnaðarlið á fjárlögum, eins og tilhneiging hefur verið til. Fjárveitingar til þeirra eru fjárfesting í rétt- læti til handa fórnarlömbum afbrota og ekki síður í endurhæfingu brotamanna. Fjárfesting í fangelsum SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Það standa yfir kosningar til stúdentaráðs uppi í Háskóla Ís- lands og þó ég sé ekki sérstök áhugamanneskja um nem- endakosningar þá verð ég að segja að mér finnst eitt helsta baráttumál Vöku í besta falli kjánalegt. En það gengur út á að tryggja það að stúdentaráð tjái sig ekki um mál sem ekki snúa algjörlega beint að hagsmunum stúdenta. Þau vilja sem sagt láta kjósa sig inn með þeim for- merkjum að þau megi eingöngu tjá sig um afmarkaða þætti sam- félagsins. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir bryndisisfold.blog.is BLOGGARINN Tjá sig ekki Auðvitað er það alvarlegt ef börn fara ekki til tannlæknis. Og auð- vitað er það svolítið sérkennilegt að munnurinn sé undanskilinn hinu opinbera heilbrigðiskerfi þegar kemur að fullorðnu fólki. Fyrir nokkru lagði ég fram fyr- irspurn á Alþingi um hversu mörg börn fara ekki til tannlæknis. Þetta var mjög áhugaverð spurn- ing að mínu mati og á vel við núna þegar heilmikil umræða er í gangi um tannheilsu íslenskra barna. Svörin voru mjög áhuga- verð. Þar kom m.a. í ljós að 8.500 börn á aldrinum 3-17 ára höfðu ekki farið til tannlæknis í 3 ár. Ágúst Ólafur Ágústsson agustolafur.blog.is Tannheilsa Enn ræða hagsmunasamtök stórra útgerðarmanna um hag- ræðinguna og þann mikla ávinn- ing sem kvóta- kerfið hefur skilað okkur. Það ku hafa fært okk- ur svo mikla hag- sæld að það hálfa væri nóg. Með því að tönglast nógu oft á ein- hverri staðhæf- ingu má telja fólki trú um að hún sé sönn. Þannig er það með hag- ræðinguna og kvótakerfið. Hag- fræðikunnátta mín er langt í frá óskeikul en liggur einhver sérstök hagræðing í því að margselja hvern einasta fisk – búið að inn- leysa hagnaðinn mörgum sinnum og allt skuldsett í topp? Grímur Atlason eyjan.is/grimuratlason/ Skuldsett í topp Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Ástandið í yfirfullum fangelsum á sér þá einföldu skýringu að föngum hefur fjölg- að meira en fangaklefum. Og þó afplánunarúrræðum hafi fjölgað þá eru fleiri afbrot framin, fleiri dómar kveðnir upp og að auki hafa dómar lengst til muna. Á fimm árum hefur þeim fjölgað um 250 prósent sem hljóta þriggja ára dóma eða meira. En ástandið á sér líka flóknari skýringar, sem e.t.v. er að finna í sam- félagsgerðinni. Upp í hugann koma frásagnir kennara á öllum skólastigum um almennt virðingarleysi nem- enda í skólum landsins sem vaxandi vandamál. En þó nauðsynlegt sé að takast á við vandann á breiðum grunni, þá er jafnframt nauðsynlegt að skoða hvern einstakan þátt hans. Það er t.d. ekki viðunandi að Hegningarhúsið við Skólavörðustíg skuli hafa verið rekið á undanþágu frá reglum um hollustuhætti í meira en heilan áratug. Það er heldur ekki ásættanlegt að ekki skuli hafa verið ráðist í neinar úrbætur á möguleikum kvenfanga til fjölbreytilegri vistunar- úrræða. Þá hafa áform um nýtt gæsluvarðhaldsfang- elsi stöðugt verið látin víkja og loks ber að gagnrýna stjórnvöld fyrir það hversu lengi hefur dregist að taka ákvörðun um byggingu nýs fangelsis á höfuðborg- arsvæðinu. Með nýjum lögum um fullnustu refsinga, sem samþykkt voru árið 2005, sagði dómsmálaráð- herra að heildstæð áætlun um úrbætur í fangels- ismálum myndi fylgja. Þá hafði nýlega komið til starfa nýr fangelsismálastjóri, Valtýr Sigurðsson, með vel út- færðar hugmyndir að uppbyggingu, sem kynntar voru fyrir þingmönnum og miklar vonir voru bundnar við. Núna, þremur árum síðar, er sá fangelsismálastjóri horfinn til annarra starfa, orðinn ríkissaksóknari, og í hans stað kominn Páll Winkel. Eftir honum er haft að yfirfullu fangelsin séu tímabundið vandamál sem menn hafi átt von á. Vonandi eru þau orð ekki yfirlýsing um að nýr stjóri sé al- veg rólegur vegna ástandsins. Krafan um úrbætur í fangelsismálum verður að heyrast jafnt innan úr Fangels- ismálastofnum sem utan hennar og það er sannarlega ekki orðið tíma- bært að hún hljóðni. Höfundur er alþingismaður Krafan um nýtt fangelsi ÁLIT Kolbrún Halldórsdóttir kolbrunh@althingi.is 24 stunda Auglysingasimi Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is Serblad 12.februar 2008 vinnuvelar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.