24 stundir - 07.02.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 07.02.2008, Blaðsíða 22
● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi banka, fyrir 2,76 milljarða króna. ● Engin hækkun varð á bréfum í félögum skráðum í Kauphöll OMX en bréf í P/F Færeyjabanka stóðu í stað. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Bakkavör Group eða 4,75 %. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,48 % og stóð í 5.102,39 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,55 % í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan hækkaði um 0,58% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 0,1% og þýska DAX-vísitalan hækkaði um 1,2%. 22 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Þann 1. mars næstkomandi verða sænskir þingmenn að gera grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, eins og til dæmis mögu- legri hlutabréfaeign eða stjórnar- setu í fyrirtækjum og samtökum. Um 15 ára skeið hafa þessar regl- ur verið valfrjálsar á Norðurlönd- unum að Íslandi undanskildu. Hér hafa engar reglur verið settar um slíka upplýsingaskyldu. Ekki sátt um innihaldið „Þetta var rætt hér í kjölfar þess að settar voru valfrjálsar reglur annars staðar á Norður- löndum en ekki reyndist áhugi fyrir slíkri reglusetningu. Á síð- asta kjörtímabili varð aftur heil- mikil umræða um þetta. Þá lágu fyrir drög að reglum eins og sett- ar voru annars staðar á Norð- urlöndum en menn voru ekki á eitt sáttir um innihald þeirra,“ segir Helgi Bernódusson, skrif- stofustjóri Alþingis. Meiri áhrif vegna skulda „Meðal annars var gagnrýnt hvers vegna menn ættu bara að skrá hlutabréfaeign en ekki skuld- ir. Bent var á að skuldir gætu haft miklu meiri áhrif þar sem þær gætu bundið menn þannig að þeir gagnrýndu ef til vill síður þá stofnun sem þeir væru skuld- bundnir,“ rifjar Helgi upp. Hann segir að samtímis hafi verið velt upp spurningunni um hvort aðrir áhrifamenn á skoð- anamyndun í þjóðfélaginu ættu ekki að gera grein fyrir sínum hagsmunum. Í frumvarpi til laga um fjár- reiður stjórnmálaflokkanna haustið 2006 var í greinargerð beðið um að Alþingi setti svona reglur, að því er Helgi greinir frá. „Í framhaldi af því var málið skoðað í forsætisnefnd í fyrra en niðurstaðan var sú að vísa málinu til flokkanna. En eftir því sem ég veit best ákváðu Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn að veita slíkar upplýsingar á heimasíðum flokkanna.“ Ráðherrum sett skilyrði Helgi segir að þótt reglurnar hafi verið valfrjálsar annars staðar á Norðurlöndum hafi meginþorri þingmanna farið eftir þeim. „Svo setti Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, ráðherr- um sínum sérstakar reglur. Hann sagði að sá sem ekki gæfi upplýs- ingar um efnahagslega hagsmuni sína og maka síns yrði ekki ráð- herra í hans stjórn.“ Á Alþingi Skiptar skoðanir hafa verið meðal þingmanna um ágæti reglnanna annars staðar á Norðurlöndum. Þingmenn geri grein fyrir eign  Valfrjálsar reglur um upplýsingaskyldu sænskra þingmanna verða lögbundnar  Engar reglur um upplýsingaskyldu hér ➤ Nefnd þingflokka skipuð2005 beindi því til forsæt- isnefndar Alþingis að hún setti reglur sem skylduðu þingmenn og ráðherra til að upplýsa um helstu atriði er varða tekjur þeirra og gjafir sem þeir hafa fengið. NEFND ÞINGFLOKKA Árvakur/Golli MARKAÐURINN Í GÆR             !!"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                               : -   0 -< = $ ' >?>@4A>B 354CBABD> >D>@?D53A >>5?@@@@4 @@ACA3BD55 >335@A5 54@?>>5D 34@D5B53D3 @@>5AB?CAA 5D@5?B3 A3?B4AAD> >?33B@C3A 3D>AB>AB ABAD5ABB @CABBBB >CDDDCAD @>>?DD B , ?4DC@C @B?@544> , , , , >3A?DBBB , , DEBB >5E@5 @AE33 CE?B @DEAB 3@EA5 A4E5B ?A3EBB ADECB CCE3B 5ECA @AEC? 5E33 CAE5B @ECA 4E>4 @D3E5B @>DBEBB >35EBB @E@3 @33EBB 3E3B A3EAB , , 34B5EBB , , DEB4 >5E45 @AE>5 CE?5 @DE3B 3@E45 A4E?5 ?A>EBB ACEBB @BBEBB 5EC4 @3EBB 5E3D C3E3B @EC3 4E5A @D4EBB @>CBEBB >>4EBB @E@> @3?EBB 3E3> A3E5B , , 34@5EBB CE5B 4E5B /   - @? 5C 4C @BD C> 4 @> @C4 C? 5 @@D 5A AB ? A @@ @ , , > A@ , , , , > , , F#   -#- 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 4AABBD 5AABBD 5AABBD 4AABBD 4AABBD >AABBD C@ABBD 4@AABB? AADABB? 4AABBD A5@ABBD @>@ABBD Fjórir stærstu viðskiptabank- arnir standast allir álagspróf, sem Fjármálaeftirlitið fram- kvæmir með reglubundnum hætti. „Niðurstöður álags- prófsins sýna að eiginfjárstaða íslensku bankanna er sterk og þeir geta staðið af sér veruleg áföll,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME. „Sterk eiginfjár- staða er sérlega mikilvæg í ljósi þess óróa sem verið hefur á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum.“ Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist sam- tímis áföll vegna lækkunar hluta- bréfa, markaðsskuldabréfa, út- lána, fullnustueigna og gengis krónunnar án þess að eiginfjár- hlutfallið fari niður fyrir tiltekið lágmark. Áhrif af álagsprófinu voru minnst hjá Kaupþingi (0,6%) en mest hjá Straumi (2,5%). Straumur er hins vegar með mun hærra eiginfjárhlutfall en hinir bankarnir þrír, eða 21,2% eftir álagspróf, sam- anborið við 10,4% hjá Glitni, 10,5% hjá Landsbanka og 11,2% hjá Kaupþingi. Eiginfjárstaða bankanna sterk FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Þá lágu fyrir drög að reglum eins og settar voru annars staðar á Norð- urlöndum en menn voru ekki á eitt sáttir um innihald þeirra. ÞESSA EINU HELGI HAFA SÖLUMENN ÓTAKMARKAÐ LEYFI TIL AÐ SEMJA VIÐ ÞIG! SAMNINGALOTA UM HELGINA: AÐEINS Í BÍLAÞINGI HEKLU Á KLETTHÁLSI.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.