24 stundir - 07.02.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 07.02.2008, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Áberanda var hversu gaman var á æfingunni enda voru þær allar á einu máli um að stelpur væru síst verri í fótbolta en strákarnir. Það er engin tilviljun að Eiður Smári Guðjohnsen skuli hafa verið kenndur við fjölmörg knattspyrnu- lið ensk undanfarin misseri. Fáir skilja hvers vegna hann situr á strák sínum hjá Börsungum en þar vænkast hagur hans ekkert þrátt fyrir að hann leggi hart að sér. Hef- ur hann aðeins leikið 1004 mín- útur alls í öllum keppnum með lið- inu í vetur eða rétt rúmlega tvo leiki á mánuði. Alls hefur hann komið við sögu í 20 leikjum og verið í byrjunaliðinu tólf sinnum. Tíu þessara leikja hafa unnist og Eiður skorað í þeim þrjú mörk. Eru það öllu færri mörk en hann gerði á síðasta tímabili þegar hann setti alls ellefu mörk í 38 leikjum. Þá er tæknileg tölfræði hans ekki upp á marga fiska. 37 sinnum hefur hann unnið návígi á vellinum í umræddum leikjum en 72 sinnum tapað slíkum viðureign- um. Eiður Smári þreyir þorrann áfram í Katalóníu Tveir leikir á mánuði Yfirmaður dómaramála áÍtalíu, hinn þekkti sköll-ótti Pierluigi Collina, styður hug- myndir Knatt- spyrnu- sambands Evr- ópu um að tveir aðaldóm- arar dæmi hvern leik í stað eins nú. Slíkt er raunin í körfu- og handbolta og hefur gefist vel þar. Nytu dómarar áfram hjálpar línuvarða en nánari útfærslu er að vænta eins og þá hvor dómarinn ræð- ur ef þeir eru ósammála. Miklir skandalar hafariðið yfir ítalskaknattspyrnu síðustu mánuði sem reyndar er ekkert nýtt þar í landi hvorki í fót- boltanum né pólitíkinni. Hefur dag- blaðið Gazzetto dello Sport birt endurskoðaða stöðu í Seríu A þar sem stærstu skandalar dómara hafa verið leiðréttir eins og það heitir. Þá er nokkuð önnur staða á toppnum og Inter ekki lengur efst meðal jafningja heldur Ju- ventus. Inter kemur næst, þá Roma og Milan. Guð blessi Luis Aragonesþjálfara Spánar. Karl-inn er engum líkur og slíkir karakter- ar fáséðir í boltanum. Nú gefur Aragones í skyn að for- svarsmenn spænska knatt- spyrnusambandsins þori ekki að reka sig sé það rétt sem spænsk blöð segja að það standi fyrir dyrum. Karlinn blæs á slíkt og sendir sambandinu tóninn til baka. Enda lítið vit í að skipta um hest í miðri á nú þegar ljóst er að Spánn tekur þátt á EM í sumar. West Ham skuldar KiaJoorabchian tæpanmillj- arð króna að hans mati og hefur höfðað mál á hendur fé- laginu vegna Carlos Teves. Kínverska ólympíunefndin hefur nú til athugunar kröfu ýmissa fréttasamtaka um að opna fyrir allar vefsíður úr fréttamannasetri Ólympíu- leikanna en eins og kunnugt er er allt slíkt efni ritskoðað af þarlendum yfirvöldum alla- jafna. Ekki er til að mynda hægt að skoða vefi BBC eða CNN að fullu en það er krafa fjölmiðlafólks að svo verði. Mun það aðeins gilda um fréttafólk en ekki almenna borgara. Boð og bönn Fjölmiðlar vestanhafs hafa fyrir því heimildir að for- ráðamenn Miami og Phoenix í NBA ræði nú möguleg skipti á þeim Shaquille O’Neal og Shawn Marion. Shaq er hálfur maður hjá hinu dapra Miami Heat og ekki mótfallinn breyt- ingum en Marion er það nokkuð um geð enda ekki sér- lega vænlegt stökk; Miami neðst í austurdeildinni en Phoenix efst í vesturdeildinni. Shaq á förum Meðan Dagný Linda Krist- jánsdóttir skíðakappi hefur sig hæga hjá læknum í Pól- landi vegna meiðsla er litla systir hennar, Katrín Krist- jánsdóttir, að næla sér í veiga- mikla reynslu í norskum brekkum. Er henni að vaxa ás- megin og varð hún tíunda í risasvigi og sjöunda í tví- keppni á unglingameist- aramóti þar í vikunni. Systur metast Golfgoðið ástralska Greg Norman tekur þátt í Pebble Beach Pro am-mótinu sem hefst í dag en sautján ár eru síðan hann keppti síðast á því móti. Norman, sem lítið hefur spilað undanfarin ár, lét hafa sig út í þátttöku nú þar sem sonurinn, Gregory Norman, vildi áfjáður spila. Sá yngri hefur þó ekki sýnt pabbatakta enn sem komið er á golf- mótum og vart við því búist lengur, en karlinn er brattur og ætlar sér sigur á mótinu. Faðir og sonur Þó lítill samnefnari sé ennþá milli Gróttu og fótbolta er ljóst að breyting verður þar á fyrr en síðar miðað við áhugann á Seltjarnar- nesinu. Þó íþróttafélagið sé öllu þekktara fyrir handbolta sækir fót- boltinn á sem best sést á því að nú er hreint ágæt mæting á fyrstu fót- boltaæfingar stúlkna í barna- og unglingaflokkum sem haldnar hafa verið um skeið. 24 stundir litu inn á æfingu í fimmta flokki í vikunni þar sem stúlkurnar á því aldursárinu reyndu með sér og var áberandi hversu gaman var hjá þeim á æf- ingunni. Enda voru þær allar á einu máli að stúlkur væru síst verri í fótbolta en strákarnir. albert@24stundir.is Lítil hefð Stúlknabolti hefur ekki hingað til verið ofarlega á listum á Seltjarnarnesi en það er að breytast. Árvakur/Ómar Stelpur geta alveg spilað fótbolta  Fótboltinn nýtur vinsælda hjá stelpunum á Nesinu SKEYTIN INN Tæknilega hliðin Taka verður menn á reglulega í boltanum. Fyrsta skiptið Sumar stúlknanna hafa aðeins mætt einu sinni eða tvisvar Vörn og sókn Óskipulagt kaso skilar litlum árangri á fótboltavellinum og kerfi og metnað þarf til. Áherslan því lögð á að koma því til skila og spila þannig. Æfing og agi Fátt skapar meistara nema stífar æfinga og agi sem því fylgir.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.