24 stundir - 07.02.2008, Blaðsíða 28
Myndlistarsýningin Ljósbrot
verður opnuð í Artóteki
Borgarbókasafnsins við Tryggva-
götu á Safnanótt, föstudaginn 8.
febrúar klukkan 20. Á sýningunni
verða listaverk sem Kristín Marja
Baldursdóttir rithöfundur valdi
eftir listamenn í Artótekinu. Sýn-
ingin stendur til 9. mars.
Kristín Marja
velur listaverk
Sýningin Til
gagns og fegurðar
– sjálfsmyndir í
ljósmyndum og
klæðnaði 1860 til
1960 verður opn-
uð á Safnanótt, 8.
febrúar klukkan
20 í Þjóðminja-
safninu. Æsa Sigurjónsdóttir list-
fræðingur er sýningarhöfundur
og rannsóknir hennar á útliti og
klæðaburði Íslendinga í ljós-
myndum frá 1860 til 1960 eru
kynntar.
Til gagns
og fegurðar
5514700 og midi.is
Fool for Love í Silfurtunglinu
síðustu sýningar: 7/2, 9/2, 15/2, 16/2
Gagnrýnendur eru á einu máli:
"Fátt sem geislar jafnmikilli ástríðu á sviði núna"
M.E. Morgunblaðið
"heilsteypt flott listarverk þar sem lögn
leikstjórans er svo skýr að ekkert verður að vafamáli".
E.B. Fréttablaðið
"til hamingju"!
Víðsjá, RÚV
Tryggðu þér miða Í síma
28 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 24stundir
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Meðal fjölmargra viðburða á Vetr-
arhátíð í Reykjavík, sem hefst á
morgun , er svokallað tangómara-
þon sem fer fram í Iðnó frá hádegi
á laugardegi og stendur í heilan
sólarhring. Plötusnúður frá Sví-
þjóð, DJ Riku, spilar fyrir dansi, en
hann ætlar einnig að sýna tangó-
dans með dansfélaga sínum Sam-
iru. Þá ætla Hrafnkell Orri og
hljómsveit hans að spila tangótón-
list ásamt því sem fluttur verður
leikþáttur eftir A. Piazzola um sögu
tangósins þar sem tónlist, dans og
ljós blandast saman. Einn aðstand-
enda tangómaraþonsins, Hany
Hadaya, segir slíkar uppákomur
njóta sívaxandi
vinsælda víða
erlendis. „Þá er
gjarnan spiluð
tónlist stans-
laust í hátt í þrjá
sólarhringa og
forfallnir tangó-
unnendur
keppa um hver
hefur mesta út-
haldið í tangó-
dansi. Við hins vegar ætlum að
miða við að þessi uppákoma í Iðnó
sé fyrir alla, bæði reynda tangó-
dansara og almenning. Haldin
verður keppni í því hver dansar
lengst en aðrir geta komið við á
hvaða tíma sem er til þess að horfa
á, hlusta á tónlistina eða spreyta sig
á dansinum. Milli klukkan 15.30
og 17 ætlum við að halda námskeið
í tangó fyrir byrjendur og allir eru
velkomnir á það,“ segir hann.
Heillandi dans
Hany byrjaði sjálfur að dansa
argentínskan tangó árið 1996 en
var áður dansari hjá Íslenska dans-
flokknum. Hann segist strax hafa
heillast mjög af dansinum og að
hann hafi orðið var við að hið
sama gildi um marga Íslendinga.
„Tangófélag Reykjavíkur, sem ég er
meðlimur í, hefur haldið allmörg
tangókvöld og dansnámskeið í
samstarfi við Kramhúsið, og hafa
þátttakendurnir verið á öllum
aldri,“ segir hann. „Og það er ekki
bara dansinn sjálfur sem heillar
heldur er tónlistin mjög grípandi.
Það er því alls ekki nauðsynlegt að
hafa neinn sérstakan áhuga eða
kunnáttu í dansi til þess að hafa
gaman af tangómaraþoninu í Iðnó,
enda alveg nóg að kunna að meta
góða tónlist. Ég hef heyrt í hljóm-
sveit Hrafnkels Orra og hún spilar
mjög skemmtilega tangótónlist, og
reyndar eru til margar nútíma-
hljómsveitir í heiminum sem spila
blöndu af hefðbundinni tangótón-
list og rokk- eða popptónlist.
Þannig tónlist geta tangóunnendur
dansað við og unga fólkið spilað í
samkvæmum.“
Lærðir sem leikir
Eins og fyrr segir verður byrj-
endum boðið upp á tangókennslu
klukkan 15.30, en áður en það
hefst verður kennsla fyrir vana
dansara, sem hefst klukkan 14. Í
kjölfar kennslunnar hefst svo
maraþonið þar sem keppt er í út-
haldi á dansgólfinu og á hádegi á
sunnudegi verða afhent verðlaun.
„Ég veit um nokkra gesti sem koma
erlendis frá gagngert til þess að
taka þátt í þessu maraþoni, en víða
um heim eru til tangó„frík“ sem
ferðast á milli landa til þess að taka
þátt í svona maraþonum. En þessi
uppákoma í Iðnó verður þó frá-
brugðin öðrum slíkum maraþon-
um að því leytinu til að þetta er
sérstaklega hugsað sem skemmtun
fyrir almenning,“ segir Hany
Hadaya að lokum.
Líf og fjör Frá tangó-
kvöldi á vegum Tangó-
félags Reykjavíkur.
Veglegt tangómaraþon verður haldið í Iðnó um helgina
Dans fyrir alla á Vetrarhátíð
Argentínskur tangó nýtur
mikilla vinsælda um allan
heim, þar með talið á Ís-
landi. Hany Hadaya og fé-
lagar úr Tangófélagi
Reykjavíkur ætla að efna
til veglegrar tangóveislu í
Iðnó í tilefni af Vetr-
arhátíð í Reykjavík.
➤ Ekki er keppt um glæsileikheldur lengsta úthaldið, en
keppendur geta brugðið sér
af dansgólfinu og svo á það
aftur hvenær sem er.
➤ Meðlimir í TangófélagiReykjavíkur halda utan um
skráningu inn og út af dans-
gólfinu.
➤ Klukkan 21.30 ætla Riku ogSamira að sýna tangódans
ásamt Hany og dansfélaga
hans, Bryndísi.
MARAÞONIÐ
Hany Hadaya
Tangódansari.
Gestum Listasafns Einars Jóns-
sonar gefst kostur á að láta lág-
stemmd hljóð og ljóstýrur leiða sig
um sali og stiga í því völundarhúsi
sem safnið er á Safnanótt í Reykja-
vík hinn 8. febrúar. Við opnun
safnsins klukkan 19 sýna Björk
Viggósdóttir og Klara Þórhalls-
dóttir innsetningu þar sem hljóð
og ljós kallast á við margræð verk
og sérstæða sali safnsins með það
fyrir augum að varpa á þau nýju
ljósi. Þegar líður að miðnætti sest
Kira Kira við gamalt fótstigið orgel
í turníbúð Einars og eiginkonu
hans Önnu og ætlar þar að skapa
svokallað „leiðsluástand“ sem hún
kennir við fótstigna sáluhjálp.
Mun rödd orgelsins óma um allt
safnið, seitla í skúmaskotum og
inn í nóttina.
Listasafns Einars Jónssonar
stendur við Njarðargötu og líkt og
önnur söfn borgarinnar verður
það opið milli klukkan 19 og 01 á
Safnanótt. Aðgangur er ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar á Safnanótt
Lágstemmd hljóð og ljóstýrur
Ljósmyndasafn Reykjavíkur verð-
ur einnig með uppákomur í til-
efni af safnanótt. Ljósmyndarar
sem eiga myndir á sýningunni
Flickr flakk og heljarstökk ætla
að aðstoða gesti að setja upp sín-
ar eigin flickr-síður frá klukkan
19 og er hægt að koma með
myndir á diski eða á minnislykli.
Hljómsveitin Vicky Pollard leikur
fyrir gesti klukkan 21 og á mið-
nætti fer fram frumsýning á glæ-
nýju efni á Gjörningasýningunni.
Flickr og
Vicky Pollard
MENNING
menning@24stundir.is a
Víða um heim eru til tangó„frík“
sem ferðast á milli landa til þess að
taka þátt í svona maraþonum.