24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 31

24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 31
24stundir FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 31 Kraftwerk Orange kvöld Bresku plötusnúðarnir Kiki-Ow og Davo standa fyrir fyrsta Kraftwerk Orange kvöld- inu á Organ í Hafnarstræti á laugardags- kvöld. Kraftwerk Orange kvöldin verða hald- in einu sinni í mánuði en þar verður blandað saman Britpoppi, rokki, nýbylgjutónlist og electroclash. Gestir eru hvattir til að klæða sig upp og er veittur afsláttur fyrir frumlegan klæðnað. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Eurovision partí Páll Óskar heldur alvöru Eurovision partí á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll á laugardagskvöld. Haffi Haff, Merzedes Club og Eurobandið láta sig ekki vanta. Húsið verður opnað kl. 23 og er miðaverð 2.000 krónur. Gamanleikurinn Remba Leikhópurinn Vanir menn sýnir gaman- leikinn Rembu eftir Hörð Þór Benónýsson á Græna hattinum á föstudagskvöld. Sýningin hefst kl. 21 og er miðaverð 1.500 kr. Latínstemning í Mosfellsbæ Tómas R. Einarsson tónlistarmaður skap- ar sannkallaða latínstemningu í Hlégarði í Mosfellsbæ í kvöld. Honum til fulltingis er sjö manna hljómsveit. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er miðaverð 2.000/1.500 kr. Von og Klaufarnir Hljómsveitin Von heldur uppi stemningu á skemmtistaðnum Players í Kópavogi í kvöld. Annað kvöld verða það aftur á móti Klaufarnir sem skemmta Kópavogsbúum með söng og hljóðfæraleik. Skemmtanalífið um helgina Eurovision, latíntónlist og allt þar á milli Fjölbreytt skemmtanalíf Skemmt- anaþyrstir Íslend- ingar geta dillað sér við latínsveiflu, Eurovision-smelli og allt þar á milli um helgina. Kvennakór Suðurnesja heldur af- mælistónleika ásamt Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í sal Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ laugardaginn 23. febrúar kl. 17. Á efnisskránni er tónlist úr ýmsum áttum. Miða- verð er kr. 2000 og verður miða- sala við innganginn. Boðið verð- ur upp á léttar veitingar í hléi. Kvennakór Suðurnesja var stofn- aður árið 1968 og fagnar því 40 ára starfsafmæli á þessu ári. Kór- inn er jafnframt elsti starfandi kvennakór á landinu. Kvennakór fagnar afmæli Matarhátíðin Kræsingar og kæti – ný norræn matargerðarlist heldur áfram í Norræna húsinu um helgina. Að venju verður boð- ið upp á fyrirlestra, smakkanir og kvikmyndasýningar um mat og drykk. Gestir geta meðal annars kynnt sér heim vínsins, bjór á Norðurlöndum, listina að búa til epla-cider og fengið sér bita úr matarkistu Skagafjarðar. Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni má nálgast á vefsíðu Norræna húss- ins nordice.is. Hátíðinni lýkur á sunnudag. Kræsingar og kæti í Reykjavík Hryllingsheimildarmyndin Ós- hlíð eftir Sigurjón Baldur Haf- steinsson verður frumsýnd í Safnaðarheimilissalnum í Bol- ungarvík laugardaginn 23. febr- úar kl. 14. Allir sem treysta sér á hryllinginn eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á veitingar. Hryllingsmynd í Bolungarvík A LLEG U R•LA N G LEITU R•STÓ RG ERÐ •FÍN LEG U R•M YN D A RLEG •ÞREKIN •H ÁVAXIN N •LÍTILL•G RAN N UR•STÓRSKO RIN N •STÆ LTUR•UNGUR•GAM ALL •BR ÚN AÞ UN GU R• BA RM MI KIL L•L EG GJA LA NG UR •S M ÁF Æ HANN •HÚN •FEITUR•M JÓR•FALLEGUR•LANGLEITUR• STÓRGERЕFÍNLEGUR•MYNDA RLE G•Þ RE KI N• HÁ V H AN N• HÚ N•F EITU R•MJÓ R•FALLEGU R•LA N G LEITUR•STÓRGERЕF ÍNL EGU R• H A N N •H Ú N •FEITU R•M JÓ R•FA LLEG U R•LA N G LEITU R•STÓ RG ERÐ •FÍN LEG UR•MYNDARLE HANN •H Ú N •FEITUR•MJ HAN N•HÚN•FEITUR•MJ Ó R•FALLEGUR•LANGLEITU R HANN•HÚN•FEIT UR•M JÓR•FALLEGUR•LAN GLEITUR•STÓRGERÐ •FÍNLEGUR•MYNDARLEG •ÞR EK IN •H ÁV AX INN •LÍ TIL L•G R HANN•HÚN•FEITUR•M JÓR•FALLEG U R•LA N G LEITU R•STÓ RG ERÐ •FÍN LEG HÁVAXINN•LÍTILL•GRANNUR Expo auglýsingastofa er að leita af fólki á öllum aldri og gerðum til að sitja fyrir og/eða leika í auglýsingum. Expo framleiðir auglýsingar fyrir bæði ljósvakamiðla og prentmiðla. Meðal viðskiptavina EXPO eru BYKO, Nóatún, ELKO, Intersport, Húsgagnahöllin, N1, Ísmar, 11-11 og Krónan HANN HÚN ALLUR ALDUR Opin prufa laugardaginn 23. febrúar kl.12:00-16:00 í EXPO Skemmuvegi 4 cAStiNg

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.