24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 24stundir „Þurfa vísindamenn að fara út í dýra rannsókn til að kortleggja G-blettinn? Er ekki nóg að kon- urnar sjálfar viti hvar hann er? Eða er það kannski planið að setja kortið inn í námsefni fyrir stráka í kynfræðslu? Sumar rann- sóknir mun ég aldrei skilja.“ Hulda S. Ringsted ringarinn.blog.is „Sú yngri spurði hvort hún gæti ekki fengið sína eigin óhreina- tauskörfu inn til sín svo að hún gæti séð sjálf um að þvo sín föt. Frábært af barni á 13. ári! Málið er að henni finnst óhreini þvott- urinn sinn liggja ansi lengi í tau- körfunni áður en hann er þveg- inn.“ Kristín Björg Þorsteinsdóttir konukind.blog.is „Sjálfseyðingarhvöt félaga minna í Framsóknarflokknum virðast engin takmörk sett. ...hinn ann- ars geðþekki þingmaður Birkir Jón Jónsson, ákveður að stofna til borgarlegra mótmæla með því að taka þátt í pókermóti.Og átján þúsund kallinn í plús, er hann ekki skattskyldur? “ Friðrik Jónsson fridrik.eyjan.is BLOGGARINN Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Auglýsing frá rútufyrirtækinu Guðmundi Tyrfingssyni ehf. í dag- blöðum hefur vakið athygli und- anfarið. Þar er auglýst uppfærsla á öryggisbeltum í rútum fyrirtæk- isins, með notkun myndar af hálf- berum og stæltum karlmanni við hlið spariklæddrar stúlku, bæði spennt í belti. Umferðarstofa tekur þátt í átakinu, en segist ósátt við auglýsinguna. Vikið frá aðalatriðinu „Okkur brá þegar við sáum aug- lýsinguna,“ segir Sigurður Helga- son hjá Umferðarstofu. „Við höf- um óskað eftir breytingu á henni, því að okkar mati þjónar hún ekki þeim tilgangi sem lagt var upp með. Fólk situr ekki bert í rútum, hvorki strákar né stelpur.“ Að- spurður hvort markmiðinu hafi ekki verið náð, að fanga athygli les- enda, sagði Sigurður: „Vafalaust, en fólk fær aðrar upplýsingar en þær sem við vildum leggja áherslu á og þar liggur hundurinn graf- inn.“ Benedikt Guðmundsson er framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins og segist hæstánægður með auglýsinguna. „Við höfum fengið fín við- brögð við henni. Að vísu er Umferðarstofa ósátt, en við munum hugsanlega breyta myndinni aðeins, við skoðum það eftir helgi.“ Auglýsingar sem inni- halda bert kvenmanns- hold hafa fengið á sig harða gagnrýni að undanförnu, fyrir að hlutgera konur. „Við styðjum einfaldlega rétt einstaklingsins til þess að láta mynda sig, kjósi hann svo. Við gagnrýnum ekki drenginn á mynd- inni fyrir neitt, né fyrirtækið, held- ur fögnum því að við búum við slíkt frelsi að þetta sé mögulegt,“ segir Ólafur Hannesson, formaður Jafnréttindafélags Íslands. Mislukkaður viðsnúningur „Þetta er eflaust vel meint, en samt mislukkuð tilraun til að snúa við kynjahlutverkunum. Það verð- ur ekki komist nær jafnrétti þó karlar séu hlutgerðir til jafns við konur, miklu frekar að báðum kynjum sé sýnd virðing. Annars er þetta nú ekki stórtæk árás á karl- mennskuna, heldur frekar óljós merking að mínu mati,“ sagði Arnar Gíslason, einn talsmanna karlahóps Femínistafélagsins. Umferðarstofa óskar eftir breytingu á auglýsingu rútufyrirtækis „Fólk situr ekki bert í rútum“ Auglýsing um örygg- isbelti í rútum hefur vak- ið athygli, en þar er not- ast við beran karlmann og fullklædda konu með bindi. Umferðarstofa seg- ist ósátt við myndina. www.gtyrfingsson.is - S. 568 1410 / 482 1210 - Grænir og góðir ;) Bjóðum á þriðja tug af nýjum og góðum bílum með þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum. Hafðu sam- band og sérpantaðu einn slíkan fyrir þá sem þér þykir vænt um. Berbrjósta Auglýsingin sem vakið hefur athygli. Klæddir og spenntir Benedikt Guðmunds- son og Ólafur Áki, bæjarstjóri Ölfuss, eru báð- ir fullklæddir með beltin spennt. HEYRST HEFUR … Eurovisionlagið This is My Life í flutningi Friðriks Ómars og Regínu Ósk fær góðan meðbyr á mynd- bandavefnum Youtube.com. Þar situr lagið í 26. sæti yfir mest spiluðu lög Bretlands í gegnum síð- una sem er skrítið þar sem ekkert myndband hefur verið framleitt við lagið. Á daginn kom að framtak- samur Breti tók saman myndir af keppendunum og halaði upp á síðuna með laginu undir. afb Friðrik Ómar, Regína Ósk og Eurobandið hafa fleiri ástæður til að gleðjast þar sem Eurovisionvefsíðan Esctoday.com hefur tilkynnt að lag þeirra sé uppá- haldsframlag vefsíðunnar af íslensku lögunum. Það hljóta að teljast góð meðmæli þar sem vefsíðan er gríðarlega vel sótt og jafnan talin miðstöð Eurovisi- on-aðdáenda í Evrópu. Þá gefur síðan oft vísbend- ingu um hvaða lög fara langt í aðalkeppninni. afb Og enn meira um Eurovision. Hljómsveitinni Dr. Spock, sem flytur lagið Hvar ertu nú? í Smáralind annað kvöld, hefur borist fjöldinn allur af skila- boðum frá Austur-Evrópu í gegnum Myspace-síðu sína. Segir sagan að skilaboðum frá útgáfu- og dreifingarfyrirtækjum rigni hreinlega yfir hljóm- sveitina. Óttarr Proppé sagðist sigurviss í samtali við Vísi í gær, en við spyrjum að leikslokum. afb „Ég er kominn með réttinn á Blues Brothers ásamt félaga mín- um í Bretlandi,“ segir athafnamað- urinn Óskar Eiríksson. 24 stundir sögðu nýverið frá æv- intýrum Óskars í Hollywood þar sem hann setur nú upp sýninguna Sexy Laundry. Nú hefur Óskar tryggt sér réttinn á leikritinu um blúsbræðurna sem Dan Aykroyd og John Belushi gerðu ódauðlega snemma á níunda áratugnum. Be- lushi lést árið 1982, en Akroyd og ekkja Belushi framseldu réttinn á Blues Brothers-nafninu til Óskars fyrir öll markaðssvæði heims nema Ameríku. Á Íslandi í sumar? „Við erum búnir að taka til okk- ar allt sem heitir Blues Brothers,“ segir Óskar. „Það er ekki hægt að gera neitt undir nafni Blues Brot- hers nema tala við okkur.“ Hann bætir við að Dan Aykroyd sjálfur muni hjálpa til við markaðs- setningu leikritsins ásamt ekkju Johns Belushi. Óskar segist ætla að reyna að setja upp leikritið Blues Brothers á Íslandi í sumar og er þessa dagana í viðræðum við aðila hér á landi um framkvæmdina. „Svo verður farið til Þýska- lands og haldið áfram út um alla Evr- ópu með þetta,“ segir Óskar. atli@24stundir.is Óskar Eiríksson semur við Dan Aykroyd Tryggir sér réttinn á Blues Brothers Blues Brothers Dan Aykroyd og John Belushi heitinn í hlutverkum sínum. Óskar Eiríksson Setur upp leikrit um blúsbræðurna. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 6 9 7 8 5 3 4 1 2 8 3 2 6 1 4 5 7 9 1 4 5 7 9 2 6 3 8 7 1 3 9 2 5 8 6 4 9 2 6 1 4 8 7 5 3 4 5 8 3 6 7 9 2 1 2 7 9 4 3 6 1 8 5 3 6 1 5 8 9 2 4 7 5 8 4 2 7 1 3 9 6 Eigið þið til viftureim í Stjörnudreka 2000? 24FÓLK folk@24stundir.is a Nei, blaðið er það kannski, en við stöndum teinrétt og erum afskaplega ánægð með blaðið. Illugi, eru allir orðnir skakkir? Illugi Jökulsson er ritstjóri tímaritsins Skakki turninn, en haldið var partí í Nexus í gær í tilefni af útgáfu þess.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.