24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 24stundir Hljómsveitin Munich frá Árósum spilar á Gauknum í kvöld. Jan Mayen, Lada Sport og Hooker Swing hita upp og miðaverð er einungis 1500 krónur. Lag Mun- ich, The Young Ones, varð geysi- vinsælt á síðasta ári á X-inu, en tildrög þess er að umsjón- armaður útvarpsþáttarins Frank hitti meðlimi sveitarinnar á tón- listarhátíð í Árósum í maí í fyrra. Hann fékk frá þeim demó, líkaði vel og hvatti þá til að senda sér fullklárað lag. Áhugasamir geta kynnt sér sveitina á my- space.com/munichdk. re Munich kemur frá Danmörku Á tónleikum Bubba Morthens gegn rasisma í fyrrakvöld komu formenn ungliðahreyfinga stjórn- málaflokkanna skoðunum þeirra á framfæri. Þeirra á meðal var Viðar Guðjohnsen, formaður Félags ungra frjálsyndra. Formaður Fé- lags Anti-rasista, Dane Magnússon segist hissa á þeirri ákvörðun. „Mér finnst skjóta skökku við að flokkur, sem hefur legið undir ámæli í innflytjendamálum, sé með í baráttunni gegn rasisma. Mér finnst þeir hafa sagt nóg und- anfarið.“ Batnandi mönnum best að lifa Að sögn Bubba Morthens fannst honum hugmyndin góð, að fá for- menn ungliðahreyfingana til að skýra stefnu sína. „Batnandi mönnum er best að lifa segi ég. Hversu oft höfum við séð fólk dásama áfengisdrykkju eina vikuna og fara í meðferð þá næstu? Auk þess spyr ég bara, hver tekur mark á Frjálslynda flokknum?“ Eru á móti kynþáttahatri „Á tónleikunum tíundaði ég stefnu okkar í Félagi ungra frjáls- lyndra að takmarka flæði innflytj- enda í samræmi við vilja og getu þjóðarinnar til að taka á móti þeim,“ segir Viðar Guðjohnsen, formaður félagsins. Aðspurður hvort þær skoðanir hafi hlotið hljómgrunn á tónleikum gegn ras- ima sagði Viðar: „Nei, engan sér- stakan kannski.“ Á vefsíðu Viðars segir: „Höfundur er Frjálslyndur þjóðarsinni sem aðhyllist hertari innflytjendalöggjöf og hófsama að- skilnaðarstefnu.“ „Ég er að tala um skoðun mína varðandi aðskilnað við Evrópusambandið. Ég skil að þetta geti valdið misskilningi, en hélt reyndar að ég væri búinn að taka þetta út.“ traustis@24stundir.is Talsmaður hertrar innflytjendastefnu þátttakandi á tónleikum gegn rasisma Óánægja með aðkomu frjálslyndra Árvakur/Frikki Rokkað gegn rasisma Bubbi og Geir Haarde í fyrrakvöld, á vel heppnuðum tónleikum. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Mér finnst skjóta skökku við að flokkur, sem hefur legið undir ámæli í innflytjendamálum, sé með í baráttunni gegn rasisma. Þessi gamli góði nýkominn í BCD skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,- Fínlegur og flottur í BC skálum á kr. 2.350,- BARA flottar buxur í stíl á kr. 1.250,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Mjög flottur og veitir góðan stuðning í CDE skálum á kr. 2.350,- vænar buxur í stíl á kr. 1.250,- Hlíðasmára 14 • 201 Kópavogur Opið mán-lau kl. 11-17 Sendum frítt um land allt Ull sem ekki stingur Mikið úrval af ullar- og silkifatnaði NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN ULL OG SILKI Stuðið í undankeppni Eurovision nær hámarki í Smáralind annað kvöld Allt getur gerst Á morgun ákveða Íslendingar hvaða lag skuli senda í Eurovision-keppnina í Serbíu þetta árið. Eurovision- spekingur 24 stunda, Heiða Eiríksdóttir, fer yfir helstu kosti og galla íslensku laganna, og kemst að því að allt getur hreinlega gerst ennþá. Gef mér von Grípandi viðlag, en svolítið lummó gospelbakraddir. Hræðilegur kafli í lok lagsins þegar Palli og bakraddirnar gospela yfir sig. Páll á aðdáendur um allt land og svo er guð kannski með þeim í liði. Sökum hins góða viðlags og guðs eru vinningslíkur lagsins: 59% Flytjandi: Páll Rósinkrans Höfundur: Guðmundur Jónsson 59% Núna veit ég Lagið er of venjulegt, ekki einu sinni með eftirminnilegt viðlag. Alltaf gaman að sjá og heyra í Magna og þjóðin þykist eiga í honum hvert bein eftir Rockstar. Spurning hvort Birgittu sé ofaukið. Vegna öruggrar framkomu Magna eru vinningslíkur lagsins: 62% Flytjendur: Magni og Birgitta Höfundur: Hafdís Huld 62% In your dreams Hressilegt og grípandi lag en Davíð hefði átt að fá annan flytjanda, því hann ræður tæpast við flókna sönglínuna. Upprunaleg íslensk stemning frá 9. áratugnum í gangi sem er í senn sjarmerandi og pínu halló. Út af nostalgíunni eru vinningslíkur lagsins: 45% Flytjandi og höfundur: Davíð Þorsteinn Olgeirsson 45% Don’t wake me up Ragnheiður Gröndal er ein besta söngkona Íslands og Fabúla greinilega mjög lunkin að hitta á fínar og grípandi poppmelódíur. Atriðið er frumlegt og gaman að sjá bakraddir syngja sitjandi meðan aðalrödd syngur liggjandi í sófa. Sökum frumleika eru vinningslíkur 70% Flytjandi: Ragnheiður Gröndal Höfundur: Fabúla 70% Ho ho ho we say hey hey hey Rebekka er ekki nógu seig söngkona á sviði en reyndar er erfitt að skila góðum flutningi og hreyfa sig svona mikið. Ceres4 ætti bara að vera soldið trylltari. Lagið er tvímælalaust það lag sem maður fær mest á heilann og vinningslíkur því 76% Flytjendur: Merzedes Club Höfundur: Barði Jóhannsson 76% This is my life Vonandi syngja þau á ensku því íslenski textinn er hálf- glataður. Lagið er frábært, en maður man bara viðlagið. Atriðið er mjög hannað, jafnvel of mikið. Ef Regína sleppir leðurblökuískrinu og diskóið fær að njóta sín eru vinningslíkur lagsins 74% Flytjendur: Eurobandið Höfundur: Örlygur Smári 74% Hvar ertu nú? Lagið er brilljant og Óttarr Proppé flottur flytjandi. Finni er svolítið óöruggur og er það mínus. Líklega nær þó Óttarr að bæta fyrir allt með útgeisluninni einni saman. Fyrir að syngja til heiðurs sjómönnum og vegna Óttarrs Proppé eru vinningslíkurnar 75% 75% Flytjendur: Dr. Spock Höfundur: Dr. Gunni Hvað var það sem þú sást í honum? Baggalútur er í einu orði sagt: Æðislega stórkostlega frábær. Lagið er sveifla með húkkum, brúm og öllu tilheyrandi. Spurningin er hvort glettni Baggalúts skili sér eitthvað út fyrir landsteinana. Vinningslíkurnar lækka við það en út af sveiflunni fær lagið samt 48% Flytjendur: Baggalútur Höfundur: Magnús Eiríksson 48%

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.