24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 13
24stundir FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 13 www.toyota.is ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is a Ég vil að líberíska þjóðin viti að Bandaríkin standa með ykkur, frú forseti. Við viljum hjálpa ykkur að jafna ykkur á hræðilegu tímabili. Við viljum að þið lifið í von og friði, sem er nákvæmlega það sem er að gerast undir þinni stjórn. George Bush Ferð George Bush Bandaríkja- forseta til fimm Afríkuríkja lauk þegar hann sótti Líberíu heim í gær. Þar tók á móti honum Ellen Johnson-Sirleaf, fyrsta konan sem kjörin er forseti í Afríku. Bush hrósaði Sirleaf fyrir að hafa leitt þjóðina í gegnum mikla upp- byggingu eftir lok borgarastríðs. Líbería var stofnuð af leysingum úr suðurríkjum Bandaríkjanna um miðja 19. öld og hafa síðan verið sterk tengsl á milli land- anna. Líberíumenn tala ensku með bandarískum hreim, gjald- miðill þeirra er Líberíudalur og þjóðfáninn eins og sá bandaríski, nema með einni stjörnu í stað fimmtíu. aij Afríkuheim- sókn lýkur í Líberíu AFPVel tekið Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu, tók í gær á móti George Bush Bandaríkjaforseta. Bush er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem heimsækir landið í 30 ár. Páfinn pússaður Verkamenn í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, voru að leggja lokahönd á styttu af Jóhannesi Páli öðrum. Páfinn er í miklum metum á Austur-Tímor, en hann var einn fárra erlendra gesta sem heimsóttu landið á níunda áratugnum. Gervisebradýr flýr Starfsmenn Ueno-dýragarðsins í Tókýó settu á svið flótta sebra- hests í vikunni. Um 150 manns tóku þátt í þessari árlegu æfingu.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.