24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 24stundir Merki Alþjóða samtakanna IFAT sem útbreiða boðskap sanngjarnra viðskipta. Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Að mörgu er að hyggja vilji maður láta til sín taka í náttúruvernd. Föt eru t.d. ekki bara föt heldur eru þau framleidd úr mismunandi náttúrulegum efnum. Eins eru þau oft framleidd við óviðunandi að- stæður fyrir þá sem við framleiðsl- una starfa. Að velja föt snýst ekki eingöngu um lit, stærðir og snið Sanngjörn viðskipti skipta miklu máli ➤ IFAT International Fair TradeAssociation eru alþjóðleg samtök sem vinna að því að bæta lífskjör illa staddra framleiðanda með því að leiða saman og kynna Fair Trade eða sanngjörn viðskipti í heiminum. Auk þess að sjá um reglubundið eftirlit með stöðlum samtakanna. IFAT Endurvinnsla Hægt er að endurvinna ótrúlegustu hluti til að búa til töskur eins og sést á þessum þremur hér að ofan. Skaðlaust Beyond Skin framleiða skó sína með siðræna hugsun að baki. Öll framleiðsla miðar að því að skaða hvorki menn, dýr né umhverfið með henni. Silki Peysa úr silki framleidd af hand- verksfólki í Pakistan, 25% af hverri seldri peysu renna beint til fórnarlamba jarð- skjálftans í Pakistan. Á einu mesta landbúnaðar- svæði heims í Central Valley í Kaliforníu er starfrækt fyrirtæki sem heldur úti herferðinni The Sustainable Cotton Project (SCP), sem á íslensku mætti ef til vill kalla sjálfbæra bómullarhnoðra- verkefnið. En þar er einblínt á framleiðslu og notkun bómullar sem er ein helsta ræktunarvara heims en um leið sú sem ræktuð er með hvað flestum aukaefnum. Þróun náttúrulegra efna Herferðinni er skipt í þrjá þætti en sá fyrsti einblínir á það sem tengist framleiðslunni. Aðferðir til að draga úr notkun eiturefna við framleiðsluna eru þróaðar þannig að bómullin sé unnin á náttúrulegan hátt. Þá er framleið- endum kennt og sýnt viðskipta- módel sem þegar hefur borið ár- angur um hvernig megi nota lífræna bómull framleidda á sjálf- bæran hátt í stað þeirrar sem þeg- ar er notuð við hefðbundna fram- leiðslu. Láttu þig fötin skipta Í þriðja lagi stuðlar herferðin að því að vinna í samráði við að- ila og stofnanir um að upplýsa neytendur um þau vandkvæði sem fylgja hefðbundinni bómull- arframleiðslu. Svo og mikilvægi þess að kaupa frekar vörur búnar til úr lífrænni bómull framleiddri á sjálfbæran hátt. Til að koma þessum skilaboðum á framfæri hefur herferðin fengið til liðs við sig neytendahópa. Sjálfbærir bómullarhnoðrar Vilja ekki láta sprauta á sig eiturefnum Mikil framleiðsla er af bómull víða um heim. Það er staðreynd að þeir sem hafa sjálfstraust eru kynþokkafullir. Fyrir þær konur sem finna ekki fyrir kynþokkanum má gera margt. Það er til dæmis tilvalið að kaupa sér kynþokkafull nærföt, rauðan varalit og háhælaða skó. Flestar konur eru flottar í slíkum fatnaði og það má því spranga í þessu heima til að finna kynþokk- ann. Í leit að kynþokka NÝ SENDING • Kjólar • Leggings • Ermar • Skart Ferming í FLASH Laugavegi 54 sími 552 5201 mættu mátaðu upplifðu Verslun Rauðarárstígur 14 sími 551 5477 Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 atvinna@24stundir.is ATVINNUBLAÐIÐ

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.