24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 22.02.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is „Ég var að koma af sölusýningu í New York sem gekk virkilega vel,“ segir Hanna Pétursdóttir fata- hönnuður. „Ég var að sýna haust- og vetrarlínuna fyrir næsta vetur, aðallega fyrir Ameríkumarkað en einnig fyrir Japansmarkað. Ég gerði þó nokkra samninga en það fyndnasta er að ég seldi mest til heitustu ríkjanna í Bandaríkjun- um þrátt fyrir að nota mikið af ís- lenskri ull í hönnuninni.“ Í samstarfi við ullarvinnslu Hanna lærði í Hollandi þaðan sem hún útskrifaðist árið 1999. „Ég fluttist heim fyrir um einu og hálfu ári en ég hef verið að vinna með ullina og reynt að finna henni farveg síðan 2001 og hef verið að vinna í því með ullar- vinnslu á Seyðisfirði. Ég hanna mikið af peysum og svokölluðum peysukápum úr fín- um efnum. En það fer auðvitað alltaf eftir þeim sem klæðist flík- unum hvort þau séu hversdags eða spari, en efnin gera fötin mjög sérstök. En þetta eru mis- munandi blöndur sem ég er með og alls ekki allt úr rosalegri ull þannig að þetta er breið lína.“ Dior í uppáhaldi „Ég tek að einhverju leyti mið af eigin stíl við hönnunina. En annars held ég mikið upp á Dior frá 1950 þó að það endurspeglist kannski ekki beint í minni hönn- un. Það er kvenlegur stíll, svolítið ýktur, mikil mitti og pils.“ Hanna hannar eins og er ein- göngu kvenmannsföt en stefnir að því að bæta við karlalínu þegar fram líða stundir. „Það hefur mikið verið spurt um karlaföt úr þessum efnum sem ég vinn með, sérstaklega af útlendingum og ég hugsa að ég láti það verða að veruleika í framtíðinni. En eins og er, er markmiðið að fylgja þessari línu eftir núna og ég stefni að því að fara til Parísar á næsta tímabili. Hérna heima hef- ur líka gengið vel. Ég er með verslun á Laugaveginum sem ég opnaði fyrir rúmu ári og það hef- ur gengið vonum framar. Það er líka ein helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að herja á Ameríku- markað þar sem ég hef fengið mikið af amerískum kúnnum í búðina sem hafa verið hrifnir af hönnuninni. Eins kom hingað fyrirtæki sem gerði samning við mig áður en ég fór út, þannig að það benti allt til þess að það myndi ganga vel úti sem það og gerði.“ Hanna Pétursdóttir fatahönnuður vekur athygli erlendis Bandaríkjamenn og Japanir hrifnir af ullinni ➤ Hanna útskrifaðist frá Ho-geschool voor de Kunsten Ut- recht árið 1999. ➤ Hún rekur verslunina Hanna áLaugavegi 20b. ➤ Hörður Ólafsson ljósmyndarimyndaði haust- og vetrarlínu Hönnu. Haffi Haff sá um förð- un og hárgreiðslu. HANNA DESIGNHanna Pétursdóttir fata- hönnuður vakti mikla athygli á tískuvikunni í New York en þangað fór hún á sölusýningu með haust- og vetrarlínu sína sem hún seldi bæði til Bandaríkjanna og Japan. Hanna Pétursdóttir fata- hönnuður Vinnur mikið með íslensku ullina í hönnun sinni. Kvenlegt Hátt mitti og kvenlegar flíkur. Klassík Klæðilegir kjólar úr vönduðum efnum. Kjólar Hanna vinnur með mismunandi efni í hönnun sinni. Kápa Peysur og peysu- kápur Hönnu hafa vakið mikla athygli. Árvakur /Ómar Nýjar vörur gæði og glæsileiki Nýbýlavegi 12 | Sími 554 5333 | Opið virka daga 10-18 | laugardaga 11-16 Snyrtistofan Salon Ritz Litun og plokkun Augnandlitsbað Fótsnyrting Gelneglur Förðun Hringdu núna Laugavegur 66 , 2 .h . S ími 552 2460

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.