24 stundir - 08.04.2008, Blaðsíða 9

24 stundir - 08.04.2008, Blaðsíða 9
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 9 Réttarhöld hófust í Þórshöfn í Færeyjum í gær- morgun yfir Íslendingi, sem ákærður er fyrir að hafa tekið við og meðhöndlað mikið magn fíkniefna í Fær- eyjum. Málið tengist svonefndu Pólstjörnumáli, sem dómur féll í hér á landi fyrir skömmu. Maðurinn hefur játað sök í nokkrum ákæruatriðum en neitað sök í öðrum. Fram kemur á fréttavef færeyska útvarpsins, að Ís- lendingurinn sé ákærður fyrir stórfelld fíkniefnabrot sem varði allt að 10 ára fangelsi. Maðurinn er grun- aður um, að hafa tekið á móti Íslendingunum tveimur, sem sigldu með efnin frá Danmörku til Íslands með viðkomu í Færeyjum. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sín- um 1,8 kíló af sterkum fíkniefnum, sem fundust við húsleit heima hjá honum í Þórshöfn. Þá er hann ákærður fyrir að hafa tekið við og geymt tímabundið 24,35 kíló af amfetamíni, 14,92 kíló af e-töfludufti og 1.745 e-töflur og fyrir að hafa tekið þátt í að smygla þessum efnum frá Færeyjum aftur ef undan eru skilin 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töflu- dufti, sem fundust í fórum hans. Maðurinn, sem er 25 ára gamall, hefur verið í gæsluvarðhaldi í Þórshöfn frá því í september og sætt einangrun mestan hluta þess tíma. mbl.is Pólstjörnumálið tekið fyrir í Færeyjum Réttað yfir Íslendingi Dóphaugurinn Lögreglan sýndi fíkniefnin sem fundust í skútunni. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Ég hef miklar efasemdir um að skorkort eigi við í jafn flókinni stofnun og háskóla,“ segir Gunnar Helgi Kristinson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands. Til stendur að innleiða skorkort- ið á næstu mánuðum en það er safn árangursmælikvarða sem eiga að endurspegla þætti sem mikil- vægir eru fyrir stefnu háskólans og ætlað er að meta framlag háskóla- kennara. Þegar hafa nokkrar skorir innan félagsvísindadeildar lagt fram ályktun þess efnis að drögin að skorkortinu séu of raunvísinda- miðuð. Kemur kortið meðal annars til vegna samnings milli menntamála- ráðuneytisins og Háskóla Íslands um að háskólinn fengi viðbótar- framlag, gegn því að geta sýnt fram á betri árangur. Fara yfir í þunglamalegt kerfi „Auk þess átta ég mig ekki alveg á hvers vegna menn vilja fara yfir í frekar þunglamalega árangursmæl- ingu, eins og skorkortið er, frekar en að nota það árangurskerfi sem er til staðar og hefur skilað Háskóla Íslands góðum árangri,“ bætir Gunnar Helgi við og bendir á að nú þegar sé háskólinn með vinnu- matskerfi sem meti nánast allt sem akademískir starfsmenn hans gera. Gunnar Helgi varar auk þess við því að of mikið sé gert úr mark- miðinu um að koma Háskóla Ís- lands í hóp 100 bestu háskóla heims. „Ekki má gefa þeirri hug- mynd of mikið vægi á kostnað hlutverks háskólans fyrir samfélag- ið.“ Raunvísindamiðað skorkort Jónína Einarsdóttir, dósent í mannfræði, er einnig gagnrýnin á þau drög að skorkorti sem lögð hafa verið fram. „Við höfum gagn- rýnt að sami mælikvarði sé hafður á vinnuframlagi allra, enda eru mismunandi áherslur og birtinga- hefðir á milli fræðigreina.“ Hún segir að miðað við þau drög sem lögð hafi verið fram sé vinnumatið of raunvísindamiðað og taki ekki nægilegt mið af þeim birtingahefðum sem gilda í fé- lagsvísindum. „Að mínu mati væri eðlilegra að hafa tvö vinnumats- kerfi; eitt fyrir félags- og hugvísindi og annað fyrir raunvísindi.“ Snjólfur Ólafsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, sem ásamt öðrum vinnur að gerð skor- kortsins, segir unnið að því að vinnumatskerfið samræmist sem best ólíkum fræðigreinum. Magn á kostnað gæða Einn mælikvarðanna í skorkorti háskólans er fjöldi doktorsnema við skólann og er það talið til marks um framför háskólans að fjöldi doktorsnema aukist. „Það virðist vera meira lagt upp úr magni doktorsnema en gæði dokt- orsnáms,“ segir Jónína. „En á end- anum bítur það í skottið á sér, því ekki getur verið heppilegt fyrir nemendur í doktorsnámi að vera með kennara sem hafa of marga nemendur.“ Snjólfur tekur undir að mikil- vægt sé að Íslendingar sæki sér menntun sem víðast um heim, enda stuðli það að fjölbreytni ís- lensks vinnumarkaðar. „Hins vegar eru sífellt fleiri Íslendingar sem vilja og þurfa að sækja sér fram- haldsmenntunar og það hafa ekki allir tækifæri til að sækja nám er- lendis.“ Því hafi fjölgun doktorsnema við Háskóla Íslands, bæði íslenskra og erlendra, verið eitt af því sem mest hafi verið lagt upp úr þegar ný stefna háskólans var mótuð fyrir tveimur árum. Í hópi 100 bestu? Pró- fessor í stjórnmálafræði varar við að of mikið sé gert úr því markmiði. Kennarar ósátt- ir við skorkort  Ekki eru allir sáttir við fyrirhugað árangursmælikerfi háskólans  Efast um réttmæti þess að leggja áherslu á fjölgun doktorsnema ➤ Skorkortið er safn árangurs-mælikvarða sem eiga að end- urspegla mikilvæga þætti í stefnu HÍ. ➤ Stefnt er að því að leggjaskorkortið fyrir undir lok vor- misseris 2008. SKORKORTIÐ

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.