24 stundir - 08.04.2008, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir
HEILL HEIMUR
AF SKEMMTUN
Opið sunnudaga til fimmtudaga
11.00 -24.00
Opið föstudagaoglaugardaga
11.00 - 02.00
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Hlíðasmára 14 • 201 Kópavogur
Opið mán-lau kl. 11-17
Sendum frítt um land allt
NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN
ULL OG SILKI
Nærfatnaður
fyrir útivistina
Skíði, golf,
vélsleða, veiði
o.m.fl.
UNIVERSAL
C O N T O U R W R A P
TM
Með Universal líkamsvafningi
missir þú í minnsta lagi 16 cm
í hvert skipti.
Fljótlegur árangur
sem skilar sér strax.
Hverju hefur þú að tapa?
Stórhöfða 17, 110 Reykjavík
Sími: 577 7007
líkamsvafningur
Grennandi
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Margir kjósa að forrækta sumar-
blóm innandyra og planta þeim
síðan í garðinn að vori. Misjafnt er
eftir tegundum hve langan tíma
fólk þarf að gefa sér í forræktun en
flest sumarblóm þurfa 4-8 vikna
forræktun.
Anna Elíasdóttir, garðyrkjufræð-
ingur hjá Grasagarði Reykjavíkur,
mælir með því að fólk láti fræin
spíra í áburðarsnauðri mold. „Fræ-
ið er sett rétt á yfirborðið og mold
síðan sáldrað yfir það,“ segir Anna
og bætir við að mikilvægt sé að
halda jöfnum raka á meðan fræið
er að spíra.
Lægri hiti eftir spírun
„Fræið spírar við 18-20 gráður
sem er stofuhiti. Þegar plönturnar
eru búnar að spíra þurfa þær yf-
irleitt að komast í góða birtu og
lægri hita,“ segir Anna og bendir á
að annars sé hætt við að plönturn-
ar verði ljótar og teygðar. „Þær
vaxa of hratt miðað við hvað það er
lítil inngeislun. Því meiri birtu sem
þær fá, þeim mun hærri má hitinn
vera.“
Þola misvel kulda
Anna bendir á að hentugt geti
verið að koma plöntunum fyrir í
vermireitum, til dæmis úti á svöl-
um eða í garðinum. Þó verður að
hafa í huga að tegundir þola misvel
kulda. „Sumar þola ekkert frost og
aðrar þola upp í 4-5 gráðu frost.
Maður þarf að afla sér upplýsinga
um tegundirnar sem maður er
með,“ segir Anna. „Svo þegar búið
er að prikla plönturnar og þær eru
komnar aðeins af stað er gott að
vökva þær með áburði,“ segir Anna
að lokum.
Forræktun sumarblóma
Taka forskot á
sumarsæluna
Það getur verið gott að
forrækta sumarblómin
innandyra og planta
þeim út þegar veður leyf-
ir að vori. Anna Elíasdótt-
ir garðyrkjufræðingur fer
yfir helstu atriði sem hafa
þarf í huga við forræktun
sumarblóma og hvað
þarf að varast.
Sumarblóm Gott er að
forrækta sumarblóm inn-
andyra áður en þeim er
plantað að vori.
Nú er tími til að taka fram klipp-
ur og sagir til að laga tré og runna.
Af trjánum tökum við burt greinar
sem hafa brotnað undan snjó-
þunga og veðrum. Einnig greinar
sem stefna í rangar áttir og fyrirsjá-
anlegt er að endi á húsum eða
hindri för vegfarenda. Hvar sem
við sjáum greinar liggja í kross,
þarf að fjarlægja þær sem leita inn í
trjákrónurnar.
Flesta runna þarf að grisja til að
halda þeim í kjörstærð og einnig til
að þeir endurnýi sig reglulega.
Gamlar og „úr sér vaxnar“ greinar
tökum við burt alveg við jörð. Aðr-
ar greinar eru snyrtar í takt við
eðlilegt vaxtarlag runnanna. Varast
ber að stýfa greinar eða taka burt
hálfar greinar. Þá er hætta á að
runnarnir „fari á stultur“ og missi
við það form og glæsileika.
Endurnýjun víðihekks
Núna er líka tími til að endur-
nýja gömul víðihekk, ef þess þarf
með. Sagið greinarnar þá eins neð-
arlega og þið komist að þeim. Þá
vaxa nýju greinarnar upp frá rót-
arkömbunum og verða kröftugri
en ef þær eru látnar vaxa út frá
mismunandi háum „stúfum“. Þeg-
ar um stór og úr sér vaxin víðihekk
eða víðiskjólbelti er að ræða getur
verið gott ráð að taka bara niður
aðra hverja plöntu í fyrstu umferð.
Í næstu umferð, næsta ár, er svo af-
gangurinn tekinn. Með þessu móti
verða viðbrigðin ekki eins mikil og
skjólið heldur sér, þrátt fyrir al-
gjöra endurnýjun.
Of snemmt að hreinsa beðin
Annað sem við getum gert í
garðinum núna er að bæla stöngla
og rusl frá því í fyrra á fjölæru
plöntunum varlega yfir þær, þeim
til skjóls gegn vorfrostunum. Enn
er of snemmt að „hreinsa“ beðin –
og reyndar sjaldan ástæða til. Best
er að lofa fjölæru plöntunum að
vaxa upp úr fyrningum fyrra árs.
Aftur á móti er sjálfsagt að taka
svolítið til í garðinum. Tína upp
það sem fokið hefur inn í hann eða
færst til í veðrum.
Ef mikið er um lauf á grasflöt-
inni er því rakað yfir blómabeðin,
þeim til skjóls og áburðar. Og ef
mosinn er uppivöðslusamur í gras-
flötinni fer að verða tímabært að
undirbúa einhverjar aðgerðir gegn
honum. Ef garðurinn er í góðu
skjóli og gras byrjað að grænka er
upplagt að mosatæta núna. Sé enn
frost í jörðu borgar sig að bíða með
það þangað til það er farið úr.
Fyrir okkur sem erum bráðlát og
skrautgjörn og viljum fá „lit og líf“
í garðinn strax má víða fá blómstr-
andi vorlykla og smápáskaliljur
sem geta staðið úti í blómakerum
og láta ekkert á sjá þótt eitthvað sé
um vorhraglanda. Upplagt að út-
búa sér samplöntun af slíkum ger-
semum og sígrænum barrtrjám,
sem nóg framboð er af, og láta
standa á tröppunum, svölunum
eða sólpallinum.
Fyrstu vorverkin í garðinum
Hafsteinn
Hafliðason
skrifar um vorverkin
GARÐASPJALL
Það má forrækta fleira en litrík
og ilmandi sumarblóm. Gott að sá
fyrir ýmsum matjurtum svo sem
kál- og salattegundum, innandyra
með góðum fyrirvara og planta
síðan út að vori. Yfirleitt er mælt
með því að forræktun káltegunda
hefjist snemma í apríl og salatteg-
unda í maí.
Ef fólk hefur ekki tíma til að
standa sjálft í forræktuninni getur
það keypt forræktaðar matjurtir í
gróðrarstöðvum þegar sumarið
nálgast.
Forræktun matjurta
Upplagt er að nýta þann lífræna
úrgang sem fellur til á heimilinu
til jarðvegsgerðar. Með því má
ekki aðeins draga úr heim-
ilissorpi um allt að þriðjung held-
ur nýta verðmæti sem hefðu að
öðrum kosti fallið í grýtta jörð.
Lífrænn úrgangur er fyr-
irtaksáburður enda fullur af nær-
ingarefnum sem gróðurinn í
garðinum kann svo sannarlega að
meta.
Lífrænn úrgang-
ur jarðgerður
VORIÐGARÐURINN
lifsstill@24stundir.is a
Þær vaxa of hratt miðað við hvað það
er lítil inngeislun. Því meiri birtu sem
þær fá, þeim mun hærri má hitinn vera.