24 stundir - 08.04.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 08.04.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundirI . Í LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is Við lagadeild HR er í boði metnaðarfullt og nútímalegt laganám, sem miðar að því að útskrifaðir nemendur verði framúrskarandi lögfræðingar og í fremstu röð á sínu sviði. Hlutverk lagadeildar HR er að skapa og miðla þekkingu í umhverfi sem hvetur til frumkvæðis, gagnrýninnar hugsunar og vísindalegra vinnubragða og auka þannig lífsgæði og samkeppnishæfni í samfélaginu. Lagadeild HR er brautryðjandi í nútímavæðingu laganáms hér á landi, hvort sem litið er til skipulags námsins, kennsluaðferða eða þeirra miklu krafna sem gerðar eru til nemenda á öllum námsstigum. Grunnnámið tekur 3 ár og að því loknu gefst nemendum kostur á 2ja ára framhalds- námi til meistaraprófs í lögfræði. Kynntu þér spennandi og krefjandi laganám við Háskólann í Reykjavík á vef lagadeildar, www.lagadeild.is. Flest finnum við innra með okkur þann kjarna sannfæringar og lífsgilda, þá grundvallandi vit- und siðgæðis og mannlegrar breytni sem við hvikum ekki frá. Arfur af hjörtum foreldra okkar, numið af visku meðbræðra okk- ar, ástargjöf til barnanna okkar. Sú lífssýn sem gefur lífinu gildi, sem réttlætir tilveru okkar og færir okkur skilning á því hver við erum. Við mörkum okkur skil í hug- anum, drögum línu í sandi sálar- innar og segjum hingað og ekki lengra. Yfir þessar línu fer ég ekki, handan þessara skila líð ég engum að vera. Við finnum hvert um sig þau mörk sem skipta okkur máli, sem skilgreina okkur og gefa okkur tilverurétt. Engum skal því undra það þótt mönnum sárni þegar ráðist er að þessum grunngildum þeirra, þau hædd og lítilsvirt. Andúð á ofbeldi Sjálfsþekking eykst með aldr- inum, maður áttar sig á kostum sínum og göllum og því sem skiptir mann máli þegar allt kemur til alls. Kjarni lífsgildanna styrkist og verður sýnilegri hverj- um og einum. Sjálfur hef ég áttað mig á því að djúpt í huga mínum hvílir óhagganleg sú sannfæring að eitt það mikilvægasta í lífinu sé frelsi hvers einstaklings til lífs og lima, frelsi til hamingju, frelsi til at- hafna og ásta. Hvers kyns kúgun og misrétti er mér sem eitur í beinum, helsi hugmyndakerfa jafnt sem hlekkjar harðstjórans. Ekkert vekur mér þó jafnmikla óbeit og ofbeldi í hvaða mynd sem er, hvort heldur andlegt eða líkamlegt. Andúð mín á ofbeldi er í raun það sem skilgreinir minn innsta sannfæringarkjarna. Ofbeldið gert heilagt Myndbirtingar ofbeldis eru hvarvetna í kringum okkur. Fréttir og frásagnir af ofbeldi eru óþægilegur raunveruleiki lífsins en gerir vonandi það gagn að minnka þol okkar gagnvart vald- beitingu og misþyrmingum, enda fer ofbeldi minnkandi í samfélagi okkar og reyndar á heimsvísu líka, þrátt fyrir á stundum nei- kvæðan fréttaflutning. En eitt er það sem særir mína dýpstu vitund meira en nokkuð annað og það er tilbeiðsla of- beldis. Þegar pyntingar og dauði eru gerð að trúaratriði, réttlætt með vísun til einhverra æðri máttarvalda, með tilheyrandi myndbirtingum. Dauðadýrkun er einkamál hvers og eins, svo lengi sem hann gengur ekki á rétt ann- arra. En að þurfa að flagga þess- um ósóma, jafnvel af stolti, slík hegðun vekur með mér viðbjóð. Sjöfalt í yfirstærð Öll minnumst við barnstrúar- innar með hlýhug, sakleysi bernskunnar þegar jólasveinar gefa í skóinn og jesúbarnið liggur í jötunni, táknmyndir alls hins góða í lífinu. Kannski er barnstrúin æfing þess að við get- um, sem fullorðið fólk, verið sannfærð um tilvist mannúðar og ástar og réttlætis? Barnatrúna eigum við öll, með einum eða öðrum hætti, og flest þroskumst við frá henni til ábyrgs lífernis. Lífið er stórkostlegt, ást og gleði, jafnvel sorg og mótlæti eru eldiviður reynslunnar, og börnin, þetta stórkostlega kraftaverk náttúrunnar, gefa tilverunni gildi. Við fögnum lífinu og höldum hátíðir því til heiðurs enda þarf ekki að leita lengi að táknmynd- um frjósemis innanum jólatré og páskaegg. Ein er þó sú hátíð, eða væri nær að kalla það lágtíð, þar lífið er fjærri en dauðinn er lofsung- inn, píningin dásömuð og barnatrúin negld á staur. Andaktugir lesa menn hina listilega skrifuðu Passíusálma, ekki til að gleðjast yfir kveð- skapnum heldur til að fagna pín- ingunni. Stórkostleg myndlist er innblásin af þjáningum dauða- stríðsins og hengd upp í helgi- dóminum miðjum til átrúnaðar. Sjöfalt og í yfirstærð. Svo er sagt frá þessu í fréttum, hér fagna menn dauðanum, þar gleðjast menn yfir píningunni, þessir syngja þjáningunni lof, hinir mæra sárin og blóðið. Traðkað á dýpstu sannfæringu allra þenkjandi manna, grunn- gildi samfélagsins að engu höfð. Að þjást og þola Eilífar opinberar myndbirting- ar þessarar ofbeldisdýrkunar valda mér þjáningum. Að ég sé móðgaður er vægt til orða tekið. En ég þoli þetta, ég lít undan og vona með sjálfum sér að þessu linni einn daginn. Frelsi til tján- ingar er mér dýrmætt og þá um leið frelsi til að tjá aðrar skoðanir en þær sem ég tel réttar. Því fylgir einnig frelsi til að tjá sig opinberlega, til að boða sína trú og sínar sannfæringar hverj- um þeim sem heyra vill, full- orðnum einstaklingum vel að merkja. Trúboð gagnvart börnum er siðleysa eins og allir sjá. Það er mín von að sem flestir frelsist frá því helsi sem þessi dauðadýrkun felur í sér. Að einn daginn þyki það ekki lengur sjálf- sagt að fagna píningu og dauða, að birta myndir af blæðandi lík- um á opinberum vettvangi, kalla það heilagt og finnast það gott. Höfundur leggur stund á ritstörf Móðgandi myndbirtingar UMRÆÐAN aBrynjólfur Þorvarðarson Ein er þó sú hátíð, eða væri nær að kalla það lágtíð, þar líf- ið er fjærri en dauðinn er lofsunginn, píningin dá- sömuð og barnatrúin negld á staur. Trú „Það er mín von að sem flestir frelsist frá því helsi sem þessi dauða- dýrkun felur í sér.“ Viðskiptabankarnir hafa rass- skellt okkur árum saman, við höf- um þurft að borga þeim miklu hærri vexti en þeir rukka í ná- grannalöndunum og nú eigum við að kyssa vöndinn og bjarga þeim með okkar skattfé eftir að þeir hafa ár eftir ár grætt á okkur með okri. Halda þeir að við séum aumingjar sem þorum ekki að gera neitt og kyssum bara vöndinn? Það er auð- velt að féfletta hrædda þjóð og hræðsluraddirnar segja að ef rík- issjóður fleyti ekki bönkunum munu þeir stranda og brotna í fjör- unni sem komi sér illa fyrir okkur öll. Hálfur sannleikur En það er bara hálfur sannleik- urinn. Það væri slæmt fyrir okkur öll ef bankarnir brotna og leysast algerlega upp en ef þeir sigla í gjaldþrot og ríkið tekur yfir þrotabúið þá þurfa bara eigendur bankanna, stjórnir þeirra og stjórnendur að taka ábyrgð á eigin ákvörðunum og ganga plankann. Ef stjórnendur bankanna sigla þeim í þrot sendir ríkið landhelg- isgæsluna á strandstað, kaupir þrotabúið, skipar tímabundið nýj- an skipstjóra, togar bankana á flot og siglir þeim þar til hærra verð fæst en fór í kaupin. Til að ná þessu fram þarft þú og þitt fólk að verja skattfé ykkar og segja ríkisstjórn- arþingmönnum í þínu kjördæmi að svona skuli þeir verja því ef þeir vilja fá atkvæðin ykkar aftur. Síma- númer þeirra og vefföng eru á heimasíðu Alþingis, www.althingi- .is, undir „þingmenn“ og svo „kjördæmi.“ Veðja stórt Hvaða skilaboð sendum við bönkunum ef við stöðvum ekki áform ríkisstjórnarinnar um að bjarga þeim og senda okkur reikn- inginn? Ef bankarnir mega setja gróða góðra veðmála í eigin vasa og ríkið tryggir að tapið af þeim slæmu megi þeir taka úr okkar vös- um, þá er hagkvæmast fyrir bank- ana að halda áfram að veðja stórt. Og þeir eru að veðja stórt, þeir eru að veðja á að íslenska þjóðin þori ekki að verja skattfé sitt og kyssi frekar vöndinn. Höfundur er viðskiptafræðinemi Veðjað á að við kyssum vöndinn UMRÆÐAN aJón Þór Ólafsson Ef bankarnir mega setja gróða góðra veðmála í eigin vasa og ríkið tryggir að tapið af þeim slæmu megi þeir taka úr okkar vösum, þá er hagkvæmast fyrir bankana að halda áfram að veðja stórt. Fé „Það er auðvelt að fé- fletta hrædda þjóð.“

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.