24 stundir - 08.04.2008, Blaðsíða 31

24 stundir - 08.04.2008, Blaðsíða 31
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 31 Faroe Ship, dótturfélag Eimskips í Færeyjum, hefur tekið í notkun nýjan hafnarkrana. Tilkoma hans er hluti af nýju og endurbættu sigl- ingakerfi, sem tekið var í notkun um síðustu áramót og styður vel við vaxandi starfsemi félagsins á svæðinu. Krananum hefur verið gefið nafnið Greppur, sem þýðir Risinn. Um 170 manns starfa hjá Faroe Ship. Greppur hafnarkrani Eitt stærsta flutningafyrirtæki Bretlands, Stobart Group, færir út kvíarnar til Írlands nú í apríl. Höf- uðstöðvar fyrirtækisins verða stað- settar í Dublin og mun þjónusta írska viðskiptavini. Floti Stobart Group samanstendur af 1.400 trukkum en einnig á fyrirtækið yfir fjórar milljónir fermetra af vöru- húsplássi. Meira en 3.500 manns eru í vinnu hjá fyrirtækinu bæði í Englandi og Evrópu. Stobart Group opnað í Dublin Krakkar eru yfirleitt spenntir fyrir störfum foreldra sinna. Þetta á sér- staklega við um börn þeirra sem vinna á stórum vinnuvélum en fátt er meira spennandi fyrir börnin en að fara í ferð á risatrukknum hans pabba. Á www.amazon.com er sér- stakur bókaflokkur fyrir vinnu- vélabörnin sem kallast heavy machinery. Þar er hægt að fá marg- ar skemmtilegar bækur fyrir fram- tíðartrukkabílstjóra. Trukkabækur á amazon.com Nú er fært í Héðinsfjörð í gegnum Héðinsfjarðargöngin. Samgönguráðherra sprengdi á fimmtudag málamyndaspreng- ingu í tilefni þess að fyrir stuttu komst verktakinn Háfell og Met- rostav í gegn styttri hluta gang- anna Siglufjarðarmegin. Með í för samgönguráðherra voru tveir fyrrverandi samgöngu- ráðherrar og fögnuðu íbúar Héð- insfjarðar komu þeirra í gegnum göngin. Forsaga Héðinsfjarðarganga Í framhaldi af opnun jarðganga um Ólafsfjarðarmúla var sam- þykkt á þingi tillaga árið 1990 um gerð jarðganga ásamt vegalagn- ingu milli Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar. Árið 1999 var tilbúin skýrsla sem mælti með göngum um Héðinsfjörð. Vorið 2000 var síðan samþykkt á Alþingi tillaga um gerð ganga á norðanverðum Tröllaskaga. Með þeim tengist Siglufjörður byggðum við Eyja- fjörð og Eyjafjarðarsvæðið verður öflugra. Framkvæmdir við gerð gang- anna voru fyrst boðnar út árið 2003 en samkvæmt ákvörðun rík- isstjórnarinnar var ekki gengið til samninga við verktaka heldur ákveðið að bjóða verkið út að nýju síðar. Vegagerðin bauð síðan út gerð Héðinsfjarðarganga í janúar 2006 að undangengnu forvali og geng- ið var til samninga við lægstbjóð- anda Metrostav og Háfell ehf. Upphæð verksamningsins er í krónum talið stærsti einstaki verksamningur sem Vegagerðin hefur gert til þessa. Heildarkostn- aður verksins er um 7 milljarðar. Sterkari Eyjafjarðarbyggð Framkvæmdin er liður í að styrkja og bæta samgöngur og byggð á svæðinu. Hún styttir leið- ina milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar um 47 km eða úr 62 km í um 15 km miðað við að farið sé um Lágheiði. Ferðin styttist um 219 km ef miðað er við leið um Öxnadalsheiði. Nú er búið að slá í gegn Siglu- fjarðarmegin en sá hluti ganganna er 3,7 km en Ólafsfjarðarmegin eru göngin tæpir 7 km. Búið er að sprengja 2,7 km þeim megin. dista@24stundir.is Samgönguráðherra sprengir síðasta haftið Héðinsfjarðargöng fær Aðeins 15 km Á milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar með tilkomu Héð- insfjarðarganga. 24stundir/Þorkell Í Bandaríkjunum er starfrækt félag sem ber nafnið 18 hjóla engl- ar en félagið, sem samanstendur að mestu af vörubílstjórum, aðstoðar fjölskyldur barna sem hafa týnst. Aðstoðin felst einna helst í því að hengja plaköt með myndum af börnunum víðsvegar um Banda- ríkin þó vitanlega geti bílstjórarnir líka verið vakandi fyrir því hvort þeir sjái börnin. Þar sem bílstjórarnir eru stöðugt á ferð um Bandaríkin reynist þeim auðvelt að stoppa reglulega til að hengja upp plakötin og þar með þurfa ættingjar týndu barnanna ekki að gera sér ferð um Bandarík- in. 18 hjóla englar eru sjálfboða- liðasamtök þar sem bílstjórarnir bjóða fram krafta sína en þó er ekki nauðsynlegt að vera vörubíl- stjóri til að taka þátt. Samtökin eru í samstarfi við Project Jason sem útvegar þeim frekari upplýsingar um týndu börnin og myndir af börnum birtast í hverju eintaki af tímaritunum Through the Gears og Independent Contractor en þessi tímarit má finna víða á hvíld- arstöðum vörubílstjóra. Áður en vörubílstjórar í 18 hjóla englum leggja af stað fara þeir á heimasíðu sína til að prenta út myndir af týndum börnum til að hengja upp en til að geta verið í samtökunum er nauðsynlegt að hafa aðgang að tölvu með interneti, prentara og tölvupósti. svanhvit@24stundir.is Hugulsamir vörubílstjórar leita að týndum börnum Englar á 18 hjóla trukkum Engill? Vörubílstjórar í samtökunum 18 hjóla englar aðstoða fjöl- skyldur týndra barna. SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Gufudælur Afkastamiklir vinnuþjarkar HDS 13/24 PE Cage ■ Þrýstingur: 60-240 bör ■ Vatnsmagn: 680-1250 ltr/klstHDS 79 8 C Eco ■ Þrýstingur: 30-180 bör ■ Vatnsmagn: 350-750 ltr/klst HDS 895 S ■ Þrýstingur: 30-180 bör ■ Vatnsmagn: 470-1000 ltr/klst Í turbo loftskiljunum kemur snúningur á sogloftið og hverfillinn kastar svo sjálfvirkt út allri mengun, svo aðeins hreint loft kemst til vélarinnar NÚ ER HVERT GRAMM AF OLÍUNNI DÝRT OG EKKI LÆKKAR VERÐIÐ Á LOFTSÍUNUM. SLÁIÐ TVÆR FLUGUR Í EINU HÖGGI MEÐ FJÁRFESTINGU Í TURBO LOFTSKILJU MINNI OLÍUEYÐSLA - FÆRRI DAUÐAR VINNUSTUNDIR VEGNA STÍFLU Í LOFTHREINSARA , STÓRLÆKKAÐUR KOSTNAÐUR VEGNA KAUPA Á PAPPASÍUM TURBO loftskiljan hreinsar út úr soglofti allan raka og snjó ásamt 85 % af öllum þeim efnum sem valda sliti á aflvélum. Talið við þá sem reynsluna hafa, eða leitið ýtarlegri upplýsinga hjá okkur BMB Kaup ehf Smiðjuveg 4 A Kópavogi Símar: 564-3220 894-3836

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.