24 stundir - 08.04.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 08.04.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • Auðvelda þér að standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Verð frá 98.000 krónum FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Við viljum koma til móts við heimamenn og nú er í undirbúningi stofnun nýrrar deildar. Því er á teikniborðinu að stofna endur- menntunar og fjölgreinadeild við skólann. Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Háskólinn á Hólum í Hjaltadal, minnsti háskóli landsins, stendur á tímamótum. Ekki aðeins vill hann verða stór, heldur hefur hann feng- ið nýtt ráðuneyti, nýjan forráða- mann, sem er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráð- herra. Framtíðin er í mótun. Skól- inn heyrði áður undir landbúnað- arráðuneytið. Nefnd sem í sitja fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna hugar nú að því hvernig efla megi starfsemi Háskólans á Hólum. For- maður hennar er Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri. Hestarnir vinsælastir Í Háskólanum á Hólum eru þrjár deildir, m.a. fiskalíffræðideild en starfsemi hennar er að mestu leyti á Sauðárkróki. Hinar tvær eru hestafræðideild og ferðamáladeild. Hestafræðideildin er mest sótt og meira en þriðjungur þeirra sem stunda nám við hana eru erlendir stúdentar. Skúli Skúlason, rektor Háskól- ans að Hólum, hefur starfað við Hólaskóla í átján ár, þar af mörg sem skólameistari áður en hann varð rektor. Skúli segir skólann sjálfsprottna rannsóknarstofnun og þannig hafi það í raun komið til að hann varð háskóli. „En aðstaða við skólann er líka afar góð á þeim sviðum sem skólinn sérhæfir sig í. Í dag er skólinn í samstarfi við aðra háskóla í ýmsum greinum. Þetta er lítill en alþjóðlegur rannsóknarhá- skóli og má nefna að 40% af heild- artekjum skólans eru sértekjur, mest vegna rannsókna, “ segir Skúli. „Segja má að rannsóknar- starfið á fiskeldis- og fisklíffræði- deild hafi markað upphafið að öfl- ugum rannsóknum við skólann. Til þeirrar deildar hefur stöðugt sótt fólk með þekkingu og vilja til rannsókna sem skilað hefur skól- anum og byggðarlaginu verulegum verðmætum.“ Margir langt að komnir Þótt Háskólinn að Hólum sé vinsæll í byggðarlaginu og mikill þrýstingur hafi verið á að fjölga deildum og kenna þar hefðbundin fög, eins og lögfræði og hjúkrun, hefur rektor ekki talið heppilegt að fara þá leið að gera Hóla að al- mennum háskóla á þessu stigi. „Við viljum heldur fara í dýptina fyrst og að okkar deildir verði best- ar af öllum á sínu sviði. Það held ég sé að takast, eins og aðsókn að skólanum sýnir, þar sem langt að komnir nemendur sækja um og skólinn annar hvergi nærri eftir- spurn. Við viljum koma til móts við heimamenn og nú er í und- irbúningi stofnun nýrrar deildar. Því er á teikniborðinu að stofna endurmenntunar- og fjölgreina- deild við skólann, vonandi sem allra fyrst,“ segir Skúli. Hægt væri að fjölga nemendum strax miðað við aðsókn. Skólagjöld eru engin á Hólum enda er skólinn opinber háskóli og fjármagn háð ríkinu. Menntamála- ráðherra hefur hreyft því að breytt rekstrarform geti komið til greina. Viljum verða best Skúli Skúlason segir Hóla- menn vilja fara á dýptina. Lítill háskóli í mikilli sókn  Nemendum Hólaskóla fjölgi í 300  Skoða breytt rekstrarform ➤ Hólaskóli - Háskólinn að Hól-um eins og hann heitir, varð fullgildur háskóli 2007. ➤ Innan við 200 nemendurstunda þar nám en stefnt er að því að þeir verði 300 árið 2010. MINNSTI HÁSKÓLINN MARKAÐURINN Í GÆR              !""#                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   '    01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                               : -   0 -< = $ ' 3>534?4@> @554554AB 5C>>5BB?C @B@@5>?4A ?4C>D35D5 3?>4C43A BC5AAA @@ADC4>4@A ?@?@>CA?3 55@CAA 3A33C>A4C 3A?D?B4BB @4B@@AAA ?@D>C> B?@ACCA A ?4DBAB 5DA@A>? , >ABB5A B34>3@@ , , 3D3A?D55CC , , ??@4AAAA , , ?EC4 CCED5 @BE4@ 4ED5 @>EAA BCEBA BCE3A >5>EAA 3AE5A D@ECA 5ECB @BE4B CECB DBEAA @E35 4E?5 B@BE5A @CA3EAA 3>AEAA AE?@ @C?EAA , , 4E?B , , 5A?5EAA @AEAA , ?E5A C5E@5 @BE4C 4ED? @>E@A BCE5A BCEC5 >4@EAA 3AE55 D@EDA 5EC5 @BE45 CEC5 DBE5A @E3? 4E>A B@5E5A @C5@EAA 3>5EAA AE?B @5AEAA , BBEAA 4E>A , >E5A 5@5AEAA @@EAA 5EDA /   - D 33 ?C 3> 5B @C B D? ?B B @A4 B5 @A 3 C , 3 @D , 4 @B , , C , , 5 , , F#   -#- ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> ?CBAA> CCBAA> ?CBAA> ?CBAA> CCBAA> ?CBAA> ?CBAA> @A3BAA> @>BBAA> ?CBAA> 4@BBAA? BB>BAA? ?CBAA> BCBAA> ?3BAA> ● Mestu viðskiptin í kauphöll OMX í gær voru með bréf Skipta, fyrir um 3,9 milljarða króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum SPRON, eða 9,00%. Bréf Exista hækkuðu um 6,22% og bréf FL Group um 2,51%. ● Mesta lækkunin var á bréfum Flögu Group, eða 7,59%. Bréf Atl- antic Petroleum lækkuðu um 2,91%. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,70% í gær og stóð í 5.393 stig- um í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist um 2,3% í gær. ● Samnorræna OMX40- vísitalan hækkaði um 1,53% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækk- aði um 1,1% og þýska DAX- vísitalan um 0,9%. Ársreikningum í það minnsta 22 dótturfyrirtækja Baugs í Bret- landi hefur enn ekki verið skilað til bresku fyrirtækjaskrárinnar en ríflega fjórir mánuðir eru síðan það átti að gera. Frá þessu er greint á vefsíðunni thisis- money.co.uk. Töfin hefur vakið spurningar samstarfsaðila Baugs en talsmenn fyrirtækisins segja hana stafa af tæknilegum örð- ugleikum og að reikningunum verði skilað innan mánaðar. fr Skila ekki ársreikningum Stjórn Skipta, móðurfélags Sím- ans, ákvað á fundi í gær að óska eftir því að hlutabréf í félaginu yrðu tekin úr viðskiptum í Kaup- höll Íslands. Ástæða þess að ákvörðunin var tekin er sú að Ex- ista hefur tryggt sér ríflega 94 prósent hlutafjár í félaginu. Með aukinni eign Exista uppfylla Skipti ekki lengur skilyrði sem sett eru um lágmarksdreifingu á eignarhaldi í félaginu. mbl.is Skipti tekin úr Kauphöllinni Seðlabankinn tilkynnir stýri- vaxtaákvörðun sína á fimmtu- daginn kemur. Sama dag verða stýrivaxtaákvarðanir kynntar í Bretlandi og á evrusvæðinu. Gert er ráð fyrir óbreyttum vöxtum á evrusvæðinu en að Englands- banki lækki vexti í 5 prósent úr 5,25 prósentum. Ef það rætist yrði Bretland enn með hæstu stýrivexti G7-landanna. fr Vaxtaákvarðanir á fimmtudaginn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.