24 stundir - 08.04.2008, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Olíudreifingarfyrirtækin hafa á
okkur öll tögl og hagldir,“ segir
Charles Rotenbarger, 49 ára vöru-
bílstjóri frá Columbus, Ohio. „All-
ur heimsbúskapurinn stjórnast af
olíuframleiðslu og sölu,“ bætir
hann við og spyr í kaldhæðni
hvaða möguleika þeir hafi þá í
slagnum. Charles er einn þeirra
vörubílstjóra sem ákveðið hefur að
blanda sér ekki í slaginn og segist
fullur svartsýni, bílstjórar í Banda-
ríkjunum séu ekki bundnir sterk-
um samtökum, þeir séu dreifðir og
flutningafyrirtækin fylgi bíl-
stjórum hvort sem er ekki að mál-
um vegna hagsmunatengsla við ol-
íuiðnaðinn.
„Ég get ekki lengur tekið farm
fyrir þann pening sem mér er boð-
inn vegna hækkunar á bensínverði,
ég næ ekki upp í kostnaðinn.
Farmfélögin bjóða ekki betur,“
segir David Santiago, 35 ára vöru-
bílstjóri sem hefur ekið bíl sínum í
17 ár.
Sjálfstæðir taka slaginn
Sjálfstæðir vörubílstjórar hafa
þó ákveðið að taka slaginn og mót-
mæla nú af hörku á þjóðvegum
Bandaríkjanna. Þeir hægja á um-
ferð og stöðva eða leggja út í kant
og við vegasjoppur með farm sinn.
Vörubílstjórar í sjálfstæðum rekstri
eru stór hópur vörubílstjóra í
Bandaríkjunum og farmflutningar
eru þjóðinni mikilvægir.
Vilja virðisaukann burt
„Í Bandaríkjunum eru menn
ekki vanir að borga mikið fyrir
eldsneyti og eru almennt við-
kvæmir fyrir hækkun. Veikur doll-
ar gagnvart öðrum myntum hefur
haft þau áhrif að bensín og olía
hækka í verði, í einhverjum fylkj-
um er lagður virðisaukaskattur á
eldsneyti og mótmæli í Bandaríkj-
unum felast að mestu í því að bíl-
stjórar vilja beita þrýstingi á að
skattur sé felldur niður,“ segir
Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda. „Langferðabílstjór-
arnir sem stöðva úti í kanti eiga
erfitt með að mæta þeim fasta
kostnaði sem þeir hafa samið um
við flutningafyrirtækin vegna
hækkandi eldsneytiskostnaðar og
þeir njóta lítils stuðnings í mót-
mælaaðgerðum sínum. Þetta eru
væntanlega díseltrukkar og menn
eru að horfa á það að heimsverð á
díselolíunni er að fara yfir 1.000
dollara á tunnuna. Olía hækkar
líka stöðugt vegna lélegrar birgða-
stöðu í Bandaríkjunum.“
Ólga í vörubílstjórum í Bandaríkjunum - mótmælaalda
Slagurinn tekinn
í Bandaríkjunum
➤ Skortstaða á olíubirgðumBandaríkjamanna hefur áhrif
á verð.
➤ Virðisaukaskattur er lagður ábensín í nokkrum fylkjum
Bandaríkjanna og hann vilja
bílstjórar lagðan af.
➤ Verð á lítra af bensíni íBandaríkjunum er um 75
krónur í dag.
BANDARÍKINÍ Bandaríkjunum er ólga í
vörubílstjórum vegna
hækkandi bensínverðs.
Vinnuumhverfi banda-
rískra vörubílstjóra er alls
ólíkt þeirra íslensku og
bitnar bensínverð og
aukinn kostnaður við
rekstur bifreiðanna oft á
þeirra eigin fjárhag.
Lítrinn í Bandaríkjunum
er á um 75 krónur um
þessar mundir.
Harkan eykst eftir því sem
fjárhagur bílstjóra versnar.
„Ríkið verður að koma til móts
við almenning og atvinnuvegina í
landinu með því að lækka elds-
neytisskattana,“segir Runólfur
Ólafsson sem hefur lengi leitt bar-
áttuna fyrir lægri eldsneytis-
sköttum sem hann kallar of-
urskatta. „Tæp 60% af útsöluverði
bensíns fara í ríkissjóð og því er
eldsneyti til neytenda að sjálfsögðu
háskattavara á Íslandi,“ bætir Run-
ólfur við og telur að eitthvað verði
að gera nú þegar til að stöðva þau
margföldunaráhrif sem hækkun
bensínverðs hefur á neysluverðs-
vísitöluna. „Verð á eldsneyti hefur
öflug áhrif á verðþróun annars í
landinu og því verður að taka á
málum strax. Fella verður niður
gjöld tímabundið meðan mark-
aðurinn réttir sig af.“ Runólfur
segir ráðamenn hafa lítil rök á bak
við sig er þeir segjast ekki geta beitt
neinum meðulum til að stemma
stigu við verðþróun á eldsneyti.
„Þetta segja sömu ráðamenn og
sátu í ríkisstjórn og beittu þessum
aðgerðum til að hamla verðbólgu
árið 2002.“ Runólfur bætir því við
að ráðherrar hér og í Evrópu virð-
ast ekki ætla að láta mótmæli bíl-
stjóra beygja sig. „Nema í Svíþjóð
þar sem tímabundið hefur verið
felld úr gildi ákvörðun um hærri
skatta á eldsneyti til umhverfis-
verndar.“
dista@24stundir.is
Ríkið til móts við skattpíndan almenning?
Ráðherrar beygja sig ekki
Ísland
Ofurskattar
Ert þú leið(ur) á
að skipta um perur?
DÍÓÐULJÓSIN FRÁ OKKUR ERU:
Ljósin frá okkue geta lýst leið þína lengi lengi ...
Klettagarðar 11, 104 Reykjavík
Sími 568 1580 Fax 568 0844
TRUCK - LITE
Ljósasamlokurnar frá okkur eru:
ÓBRJÓTANDI
HÖGGÞOLNAR
ENDAST OG ENDAST
ORKUSPARANDI
ÓBRJÓTANDI
10.000 KLST.
ÁBYRGÐ PASSA
FYRIR ALLAR
GERÐIR VÖRU- OG
FLUTNINGABÍLA
Gúmmívinnustofan
SP dekk - Skipholti 35 -105 R
Sími: 553 1055
www.gummivinnustofan.is
Sumardekk
Opið 8-18 virkadaga 9-15 laugardaga
Öryggi bílsins byggist
á góðum hjólbörðum
Ökunám í fjarnámi !!!!
Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is
Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á
ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni
heima þegar þér hentar.
Skoðaðu þennan frábæra kost á www.ekill.is
Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra nám-
skeið til almennra ökuréttinda (Ö1), bifhjólanámskeið og
námskeið fyrir lesblinda.
Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum, Ö2
námskeið og námskeið til aukinna ökuréttinda.
Skráning hafin á febrúarnámskeið