24 stundir - 08.04.2008, Page 23
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 23
KYNNING
Merlot skotbómulyftarinn 38.13
og 14 hefur marga kosti umfram
lyftarar frá samkeppnisaðilum sem
kaupendur hér á landi hafa kunn-
að vel að meta. Vélin liggur langs-
um í tækinu sem gerir aðgengi að
loft- og olíusíum, kælum og
vökvadælum auðveldara. Hjá
keppinautum Merlo liggur vélin
nær undantekningalaust þversum í
tækjunum, sem gerir aðgengi til
viðhalds og viðgerða erfitt og dýrt
þar sem mikið þarf að taka í burtu
til að komast að biluðum vél-
arhlutum.
Merlot skotbómulyftari býr yfir
Hydrostatic sjálfskiptingu sem ger-
ir alla keyrslu nákvæma og fyrst og
fremst auðvelda. Þökk sé skipting-
unni er hægt að hafa fullkomna
stjórn á Merlo í 50% halla og skot-
bóman getur ferðast bæði lárétt og
lóðrétt sem gerir alla vinnu auð-
veldari við erfiðar aðstæður.
Vélin nær meiri keyrsluhraða en
keppinautarnir og kemst í allt að
40 km/klst. Bobcat og Caterpillar
skotbómur komast í 25-35 km/
klst.
Íslyft/ Steinbock þjónustan sem
selur og þjónustar Merlot 38.13 og
14 hefur nú flutt í Vesturvör Kópa-
vogi.
dista@24stundir.is
Með Hydrostatic sjálfskiptingu
Lipur skotbómulyftari
Til þess að geta setið frum-
námskeið til vinnuvélaréttinda
þarf nemandi að hafa náð 16 ára
aldri. Þremur mánuðum fyrir 17
ára afmælisdaginn getur hann svo
farið að æfa sig á tæki undir leið-
sögn leiðbeinanda með kenn-
araréttindi á vélina. Þetta kemur
fram á vef Vinnueftirlitsins.
Vissir þú að …?
Nóg er að gera á bílaþvottastöðv-
um á þessum árstíma og margir
heimsækja þær nú þegar sól skín
skærar og lengur. Enda þarf að
taka bílinn í gegn eftir langan og
harðan vetur. Að mörgu er að
huga. Sumardekkin á og saltbland-
aða tjöruna þarf að þrífa vel af
enda getur hún valdið ryði á bíln-
um. Tjara af götunum festist hratt
við bílana þegar margir aka um á
negldum dekkjum.
Vorhreingerning
á bílnum
Því miður hefur borið á því að ekki
er farið að lögum og reglum um
merkingar á vegavinnusvæðum.
Umferðarstofa sér ástæðu til að
senda frá sér ályktun um efnið en
slys hafa orðið síðustu ár sem rekja
má til lélegra merkinga og því er
þarft að vegfarendur sem sjá pott
brotinn láti af því vita. Hafa má
samband beint við veghaldara eða
verktaka og lögreglu ef sýnt er að
öryggi vegfarenda er stefnt í hættu.
Kvartið yfir
merkingum
Hanga þínir menn
í vinnunni?
- ENDURSKIN, ÖRYGGI, ÞÆGINDI
Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is
Dynjandi hefur landsins mesta
úrval af fallvarnarbúnaði og
sérfróða starfsmenn á þessu sviði.
Kunnátta í notkun fallvarnarbúnaðar
er afar mikilvæg og því bjóðum við
upp á námskeið í notkun hans.