24 stundir


24 stundir - 08.04.2008, Qupperneq 25

24 stundir - 08.04.2008, Qupperneq 25
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 25 Á ári hverju verðlaunar dekkja- framleiðandinn Goodyear „hetju hraðbrautanna“ í Bandaríkjunum og Kanada. Útnefning ársins 2007 fór fram í lok marsmánaðar síðastliðins. Athöfnin var að sögn viðstaddra afar tilfinningaþrung- in enda ljóst að enginn hörgull er á hetjum á vegum úti. Ýmsir voru tilnefndir til verðlaunanna í ár og bar mönnum saman um að hver og einn þeirra ætti allan heiður skilinn fyrir afrek sín. Meðal tilnefndra var kanadískur bílstjóri, David Virgoe. Hann lét lífið í kjölfar þess að hann ók bíl sínum út í skurð til þess að verj- ast árekstri við bíla sem komu aðvífandi á ógnarhraða á móti honum, en bílstjórar þeirra reyndust vera í kappakstri. Sá sem útnefninguna hlaut var hins vegar bandaríski bílstjórinn Richard Filiczkowski. Þann 26. apríl 2007 var hann sofandi í bíl sínum og eiginkona hans sat við stýri. Hún vakti hann með látum og sagði að annar bílstjóri hefði misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hann hafn- aði úti í tjörn. Filiczkowski lét ekki segja sér það tvisvar heldur hljóp að tjörninni, stakk sér ofan í hana og synti af stað. Hann kom auga á litla stúlku sem barði á bakglugga bílsins í mikilli ör- væntingu. „Það eina sem ég hugsaði um var að ég yrði að bjarga henni út úr bílnum. Ég synti eins hratt og ég gat af því að ég veit að við svona aðstæður skiptir hver einasta sekúnda máli,“ sagði hann þegar hann lýsti atvikinu. Honum tókst að bjarga hinni 9 ára gömlu Abby út úr bílnum, en föður hennar sem var undir stýri tókst því miður ekki að bjarga. Abby og móðir hennar voru viðstaddar athöfnina hjá Good- year til heiðurs bjargvættinum. Goodyear verðlaunar bílstjóra á ári hverju Hetjur á vegum úti Goodyear Dekkjaframleiðandinn hefur útnefnt hetju hraðbrautanna árlega í 25 ár. Það eru ekki bara vörubílstjórar á Íslandi sem mótmæla hækk- andi eldsneytisverði. Bandarískir starfsbræður þeirra hafa gripið til svipaðra aðgerða víða um landið undanfarna daga. Engin skipu- lögð samtök eru að baki mót- mælaaðgerðunum heldur hafa bílstjórarnir gripið til þeirra að eigin frumkvæði. Þó svo að mót- mælin skili ekki árangri á einni nóttu er ljóst að bandarísku bíl- stjórunum hefur tekist að fanga athygli fjölmiðla á baráttumáli sínu. Sé orðið „trucker“ slegið inn í fréttaleit Google-vefsíð- unnar koma upp tugir frétta af aðgerðunum vestra. Bílstjórar vestra mótmæla Sætisólahlífar úr leðri vernda háls og axlir fyrir núningi og ertingu í löngum bílferðum. Á vefsíðunni allfortrucks.com er hægt að fá alls kyns hagnýta fylgihluti fyrir vöru- flutningabílana, og meðal annars þessar hlífar. Þær eru ekki bara hagnýtar heldur einnig flottar í út- liti og á sömu síðu er hægt að fá ýmislegt fleira með sama mynstri. Þessi hlíf kostar einungis 10 dollara sem má teljast lítið jafnvel þótt gengi krónunnar sé ekki eins hag- stætt og æskilegt væri. Flottar hlífar fyr- ir háls og axlir Sala á flutningabílum og vinnu- vélum dróst verulega saman í Bandaríkjunum á árinu 2007 mið- að við árin á undan og ekki sér fyr- ir endann á samdrættinum á bandarískum mörkuðum. Þrátt fyrir þetta jókst hagnaður Cater- pillar meira en nokkru sinni áður árið 2007. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þá var lögð höf- uðáhersla á markaðssetningu og sölu utan Bandaríkjanna. Caterpillar í útrás

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.