24 stundir - 08.04.2008, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur
iris@24stundir.is
Einar Geirsson útskrifaðist úr
menntaskóla árið 2006 og ákvað að
taka sér námsfrí í eitt ár áður en
hann hæfi háskólanám. „Ég byrjaði
á því að leita að tungumálaskólum
í Brazilíu en þangað hafði mig allt-
af langað að fara. Fyrir einhverja
tilviljun rakst ég á vefsíðu AUS og
var fljótur að sjá að þetta væri eitt-
hvað fyrir mig,“ segir Einar en
hann hélt af stað til Brasilíu í ágúst
árið 2006.
„Ég fékk starf á frístundarheimili
fyrir börn úr fátækari hluta borg-
arinnar. Krakkarnir komu til okkar
eftir skóla en þau áttu flest við ein-
hverja erfiðleika að stríða á heim-
ilinu. Mörg þeirra voru börn ein-
stæðra foreldra en önnur bjuggu
hjá ömmu sinni og/eða afa. Ég held
að börnin hafi öll gengið í skóla en
ég varð allavega ekki var við nein
götubörn í þessum hópi.“
Kostnaðurinn við ferð á borð við
þá sem Einar fór vex mörgum í
augum enda um dágóða fjárhæð að
ræða. „Mér fannst gjaldið ekki hátt
miðað við allt það sem ég fékk í
staðinn. Ég lærði nýtt tungumál og
ferðaðist í 2 mánuði um Brasilíu
auk þess sem ég dvaldi í 5 mánuði
hjá frábærri fjölskyldu sem tók mér
mjög vel. Ég mæli eindregið með
sjálfboðaliðastarfi,“ segir Einar að
lokum.
Hress vinahópur
Einar með rauða hettu
í hópi sjálfboðaliða.
Íslendingar ferðast um allan heim til að hjálpa bágstöddum
Starfaði með
fátækum börnum
Ævintýraþráin er okkur í
blóð borin og við leitum
stöðugt að nýjum leiðum
til þess að fá útrás. Sjálf-
boðaliðar slá tvær flugur
í einu höggi þar sem þeir
geta bæði kynnst fram-
andi menningu og hjálp-
að bágstöddum.
Playa Las Tortugas, eða Skjald-
bökuströndin, í Norður-Mexíkó er
afar vinsæll áfangastaður ferða-
manna frá öllum heimshornum,
enda þekkt fyrir einstaka nátt-
úrufegurð, veðurblíðu og fjöl-
breytta afþreyingamöguleika. Fátt
situr þó eins lengi eftir í hugum
ferðamanna sem þangað hafa farið
eins og dýralífið á svæðinu. Fjöld-
inn allur af litskrúðugum og fal-
legum fuglategundum heldur sig á
svæðinu í kringum ströndina að
ógleymdum sæskjaldbökunum
sem verpa við sjávarmálið. Sæ-
skjaldbökur eru í útrýming-
arhættu, meðal annars vegna
mengunar hafsins, en lifa góðu lífi
við Skjaldbökuströnd. Ferðamenn
þurfa að umgangast svæðið með
mikilli aðgát, en þeir geta gert gagn
með því að bjarga skjaldbökueggj-
um og setja nýútskriðna skjald-
bökuunga á blautan sandinn við
sjávarmálið. Það er afar vinsæl af-
þreying meðal ferðamanna sem
margir hverjir koma ár eftir ár á
Skjaldbökuströnd fyrst og fremst
til þess að geta dundað sér við að
leita uppi litlar skjaldbökur og
koma þeim til bjargar.
Playa Las Tortugas í Mexíkó
Litlum skjaldbökum hjálpað
Sæskjaldbökur
Bíða þess að kom-
ast til síns heima.
LÍFSSTÍLLFERÐIR
ferdir@24stundir.isBúlgaría
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
3
29
63
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000
www.terranova.is · Akureyri, sími: 461 1099
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
T
er
ra
N
o
va
á
sk
ilu
r
sé
r
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
BEINT MORGUNFLUG
Golden Sands í Búlgaríu hefur slegið í gegn hjá Íslendingum. Þessi einstaki sum-
arleyfisstaður býður þín með með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi af-
þreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf.
Athugið að það er mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar í boði á
þessu einstaka tilboðsverði!
Perla Svartahafsins
– glæsilegur aðbúnaður í fríinu
Bókaðu núna!
www.terranova.is
- síðustu sætin í júní & júlí
150 sæti á frábæru sértilboði
• Sól og frábær strönd
• Ótrúlega hagstætt verðlag
• Endalausir möguleikar á afþreyingu
• Spennandi skoðunarferðir
Þú færð hvergi meira
frí fyrir peninginn!
Hotel Perla
Vinsælt hótel með stórum og góðum sundlauga-
garði og fjölbreyttri og mjög góðri sameiginlegri
aðstöðu. Stórt og gott móttökusvæði með bar,
veitingastað o.fl. Herbergi eru rúmgóð og loftkæld,
öll með baðherbergi og eru nýlega endurnýjuð á
smekklegan hátt með síma og sjónvarpi. Hótel með
fína aðstöðu og gott andrúmsloft. Morgunverð-
arhlaðborð innifalið í gistingu.
Frá kr. 54.990 í viku
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á
Hotel Perla í viku, 16., 23. eða 30. júní og 7. eða 21. júlí.
Glarus – íbúðir / Club Paradise Park – íbúðir
Frábærar íbúðir
Club Paradise Park
Huggulegt nýlegt (2006) íbúðahótel efst í bænum, í
fallegu skógi vöxnu umhverfi, 600 m. frá strönd og
miðbæ. Móttaka opin allan sólarhringinn, veitinga-
staður, bar og líkamsrækt. Góður sundlaugagarður
með barnalaug. Íbúðirnar eru með 1 eða 2 svefn-
herbergjum og eru rúmgóðar og vel búnar með
sjónvarpi, loftkælingu, síma, ísskáp, örbylgjuofni og
öryggishólfi. Svalir með húsgögnum. Góðar íbúðir
og aðbúnaður fyrir gesti.
Glarus
Glarus er nýlegt (2006) íbúðahótel norðarlega við
Golden Sands ströndina. Góður sundlaugagarður
með barnalaug og sólbekkjum og veitingastaður
hótelsins er opinn inn í garðinn. Líkamsræktar-
aðstaða, snyrtistofa og heilsulind. Íbúðir eru
loftkældar með einu svefnherbergi, baðherbergi
með hárþurrku og stofu með eldunaraðstöðu. Sími
og gervihnattasjónvarp er á öllum íbúðum. Örygg-
ishólf í gestamóttöku. Mjög góður kostur!
Frá kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í
íbúð á Glarus íbúðahótelinu eða Club Paradise Park íbúða-
hótelinu í viku, 16., 23. eða 30. júní og 7. eða 21. júlí.
Aukavika kr. 15.000.
Kveðjupartí Einar ásamt „fjölskyldu“
sinni en hún reyndist honum mjög vel.
Paradís Einar með Ríó í bakgrunni.
Strandbolti Einar spilaði fótbolta á
ströndinni með Jair vini sínum.