24 stundir - 08.04.2008, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir
Alveg sama virðist vera hver fyr-
irstaðan er; nýsjálenska landsliðið í
íshokkí eða bilaður íshefill á svell-
inu í miðjum leik. Við göngum í
málið og höfum betur. Nýsjálend-
inga unnum við 6-3 í fyrsta leikn-
um okkar hér „niðri“ í gær og tók-
um okkur til og ýttum níðþungum
íshefli út af svellinu en sá hafði bil-
að í miðjum klíðum og bifaðist
ekki. Ekki fyrr en allt íslenska liðið
bretti upp ermar.
Við erum alveg búnir að koma
okkur fyrir hér í bænum Newcastle
eftir langt og strangt ferðalag og er-
um nokkuð sáttir við enda fer hita-
stigið vart undir 25 stigin. Það er
góður andi í liðinu og alltaf stutt í
brandara þó að deila megi um
ágæti þeirra.
Fyrsti maðurinn sem við hittum
fyrir á fyrstu æfingu var fyrrverandi
landsliðsmaðurinn Stefán Tómas-
son en hann er hér staddur í fríi og
ætlar ekki að láta sitt eftir liggja
með stuðning frá áhorfendabekkj-
unum meðan á mótinu stendur.
Héðan er ekki ýkja langt á
ströndina sem heillar marga og þar
sjáum við fyrir okkur að væri kjör-
inn staður fyrir nýliðavígslu lands-
liðsins.
Kveðja frá Ingvari.
Bilaður íshefill ekki vandamál
Unglingar úr ÍR eru Íslands-
meistarar félagsliða í frjálsum inn-
anhúss eftir frábæra frammistöðu á
Meistaramóti 12-14 ára sem fram
fór um helgina. Endaði lið ÍR 467
stigum ofar en næsta lið á eftir en
tæplega 300 unglingar tóku þátt.
Að sögn Egils Eiðssonar, fram-
kvæmdastjóra Frjálsíþróttasam-
bandsins, var þó önnur ástæða fyr-
ir miklum stigamun liða á millum.
„Hann helgast mikið af fjölda
keppenda en ÍR átti þá flesta og
voru mun fjölmennari en önnur
lið. Þó er engin ástæða til að taka af
þeim að liðið stóð sig afar vel.“
Tvo met voru sett á mótinu.
Elma Lára Auðunsdóttir bætti
stelpnamet í 800 m hlaupi og
stelpnasveitir ÍR tvíbættu Íslands-
met í 4x200 m boðhlaupi.
Fjölmennt Tæplega 300 kepp-
endur frá 20 liðum tóku þátt í
Meistaramótinu að þessu sinni.
ÍR með besta
árangurinn
Vel heppnuðu meistaramóti 12-14 ára unglinga í frjálsum íþrótt-
um innanhúss lauk með glæsilegum sigri ÍR
1. sæti með 635 stig
ÍR
2. sæti með 168,5 stig
Breiðablik
3. sæti með 154,5 stig
HSK
4. sæti með 151,5
FH
5. sæti með 105,5 stig
UMSE
LIÐAKEPPNIN
2x400 m boðhlaup Þar féll annað af
tveimur metum og það tvívegis.
Stund milli stríða Margir kepptu í fleiri
en einni grein og þurftu að blása á milli.
Engin met í þetta skipti Engin Íslendsmet féllu í langstökkinu þessa helgina en sjö
einstaklingar náðu þeim glæsilega árangri að sigra í fleiri greinum en einni.
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Lið ÍR átti flesta keppendur
eða helmingi fleiri en næsta
lið á eftir. Engu að síður var ár-
angur þeirra nú mjög góður.
DAGBÓK INGVAR ÞÓRS JÓNSSONAR FRÁ HM Í ÍSHOKKÍI Í ÁSTRALÍU
Árvakur/Árni Sæberg
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
„Það er engin trygging fyrir því að
við komumst upp úr undankeppni
og ljóst að róðurinn er þungur og
keppnin hörð.“ Páll Óskar hefur
kynnt sér hin lögin í Evróvisjón.
» Meira í Morgunblaðinu
Engin trygging
Þriðjudagur 8. apríl 2008
Það er meira
í Mogganum
í dag
„Þetta er það
sem mig lang-
ar alltaf svolít-
ið í, að skyn-
færin
endurfæðist
svo við getum
gleymt okkur í barnslegri undrun,
leyft upplifuninni að hellast yfir
okkur óþynntri.“
» Meira í Morgunblaðinu
Stýrir Sequences
reykjavíkreykjavík
„Þetta er vel
unnin sýning,
skemmtileg og
óvenju skýrt
hugsuð. Það
„að búa sem
minnst til“ – ut-
an um mann-
eskjur sem búnar eru til – verður
einhvern veginn alveg kórrétt.“
» Meira í Morgunblaðinu
Sá ljóti fær góða dóma