24 stundir - 08.04.2008, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir
Flottari símar
á ótrúlegu tilboði
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Sony Ericsson T250
Flottur sími klæddur burstuðu
áli. Hann er með myndavél,
FM-útvarpi, innbyggðum
hátalara og WAP vafra. Steríó
heyrnartól fylgja.
10.900 kr.
Nokia 2630
Glæsilegur og öflugur sími.
Styður rauntóna, javaleiki og
fer á Netið með Vodafone
live! Myndavél, FM-útvarp og
Bluetooth. Hleðslutæki og
steríó heyrnartól fylgja.
12.900 kr.
Sony Ericsson V640i
Lipur og nettur Walkman
tónlistarsími. 3G, EDGE, 256
Mb minniskort. Fer á Netið
með Vodafone live! Fæst í
„Havana Gold“ og svörtu.
Fæst eingöngu hjá
Vodafone.
21.900 kr.
Komdu við í næstu Vodafone verslun og nýttu þér
frábært tilboð.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
„Við erum að leita að Guitar Hero
hetju Íslands. Við erum að biðja
fólk um að senda inn myndir eða
vídeó af skorinu hjá sér og svo ætl-
um við að etja þeim saman, bæði
þeim bestu og jafnvel þeim flott-
ustu,“ segir Sverrir Bergmann,
annar stjórnandi tölvuleikjaþátt-
arins Gametíví en þátturinn er um
þessar mundir að leita að færasta
Guitar Hero spilara landsins.
Guitar Hero leikirnir hafa notið
gríðarlegra vinsælda síðastliðin ár
og erum líklega margir sem geta
gert tilkall til titilsins um besta Gu-
itar Hero leikmann landsins.
Þátttökufresturinn mun renna
út 17. apríl en áhugasamir geta
sent inn stigametin sín bæði í
gegnum tölvupóst eða hefðbund-
inn landpóst. Úrslitakeppnin mun
svo að öllum líkindum fara fram í
Smárabíói. Þar munu færustu Gu-
itar Hero leikmennirnir láta ljós
sitt skína á frábærum tölvuleikja
rokktónleikum þar sem stíllinn
skiptir ekki síður máli en stigin.
Eins og sannri rokkstjörnu
sæmir þá hlýtur sigurvegari keppn-
innar vegleg verðlaun. „Það er
hundrað þúsund kall í verðlaun
fyrir þann sem verður gítarhetjan
og svo áritaður gítar. Við erum að
safna áritunum hjá helstu gítar-
hetjum Íslands á gítarinn.“
Áhugasamir geta fylgst með
heimasíðu Gametíví til að fá nán-
ari upplýsingar um keppnina en
slóðin er gametivi.blogcentral.is.
Vegleg verðlaun fyrir að spila tölvuleik
Leitin að gítar-
hetju Íslands
Gametíví bræður, Ólafur
Þór Jóelsson og Sverrir
Bergmann, leita nú að
besta Guitar Hero leik-
manninum á Íslandi. Í
verðlaun eru 100.000
krónur og áritaður gítar.
Leita að íslenskri gítarhetju
Ólafur og Sverrir rokka í Guitar
Hero eftir kúnstarinnar reglum.
Fyrirhugaðum tónleikum sem
átti að halda í kvöld á Organ til
heiðurs hljómsveitinni Alice in
Chains hefur verið frestað um viku
vegna veikinda í hópi þeirra lista-
manna sem ætluðu að stíga á svið,
nánar tiltekið Kristófers Jenssonar,
söngvara Lights on the Highway.
Því munu tónleikarnir fara fram
15. apríl. „Kristó er bara með hita
og ælupest og við viljum frekar
færa þetta um viku og halda flotta
tónleika en að gera þetta ekki
hundrað prósent,“ sagði Franz
Gunnarsson, gítarleikari Dr. Spock
og einn meðlima bandsins sem
hyggst heiðra Alice in Chains.
Reynt aftur
í næstu viku
Alice in Chains-
tónleikar frestast
vegna ælupestar
Samkvæmt eig-
anda Microsoft,
Bill Gates, er von á
nýju Windows
stýrikerfi strax á
næsta ári, er nefn-
ist Windows 7.
Kerfið mun taka við af Windows
Vista sem kom á markað árið
2007. Sérfræðingar segja þó að
ekki kæmi á óvart ef kerfinu
seinkaði, slíkt sé regla frekar en
undantekning og raunhæft væri
að búast við kerfinu árið 2010,
eins og til stóð í upphafi.
Nýtt Windows 7
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Það er hundrað þúsund kall í verðlaun fyrir
þann sem verður gítarhetjan og svo áritaður
gítar. Við erum að safna áritunum hjá helstu gít-
arhetjum Íslands á gítarinn.
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
NÚ ER MÉR NÓG BOÐIÐ ,
ÉG HEF SAGT ÞÉR ÞETTA
ÞÚSUND S INNUM, HÆTTU AÐ
SETJA SETUNA NIÐUR
ÞETTA ER HÚN MJÁSA,
ÚR FJÓRÐA HJÓNABANDI MÍNU.
Bizzaró
Í þau fjörutíu ár sem
ég hef starfað í
fjölleikahúsinu, er það
eitt sem ég hef lært. Dýr
hafa lítinn áhuga á að
ná langt í skemmtana-
iðnaðinum.
MYNDASÖGUR