24 stundir - 08.04.2008, Page 46

24 stundir - 08.04.2008, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008 24stundir „Einu sinni var þröngt í búi hjá fyrirtæki. Þetta var á tímum Við- eyjarstjórnarinnar og ekki mikla vinnu að hafa. Fljótlega eftir þetta keyptu eigendurnir sér einn Landcruiser jeppa hver – samtals fjóra. Þeir voru alltaf kallaðir samdráttarjepparnir.“ Sigurður Árnason sigurdurarna.blog.is „Charlton Heston er allur. He- ston var mikið í því að leika góða menn. Móses, Jóhannes skírara og Guð. Nú mætti ætla að leiðin yrði greið í gegnum hið Gullna hlið. Hann lék þó í Planet of the Apes - sem vart getur talist til tekna. Svo er það formennskan í National Rifle Association - úff!“ Guðmundur Brynjólfsson blogg.visir.is/gb „Ólympíuleikarnir. Fréttirnar af eilífu svindli íþróttamanna hefur einhvern veginn breytt þessu öllu. Að horfa á steraboltana stilla sér upp til að hlaupa 100 metra hlaup vekur ekki spennu lengur heldur undrun yfir því að svo margir hafi sloppið í gegnum nálarauga þvagrýna.“ Pétur Tyrfingsson tyrfingsson.wordpress.com BLOGGARINN Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Áhugaljósmyndarinn Jónas Björg- vinsson er í miklu uppáhaldi sjálfr- ar bítlaekkjunnar Yoko Ono. Hef- ur hún keypt þrjár myndir af Jónasi, fyrir ótilgreinda upphæð, allar af Friðarsúlunni í Viðey. Myndirnar tóm tilviljun „Þetta var nú hálfgerð tilviljun allt saman. Ég var að koma af sýningu í Laugarásbíó ein- hverntímann í september og sá að verið var að prufukeyra Friðarsúluna. Ég stökk heim til að ná í græjurnar og náði nokkr- um fínum myndum sem ég setti síðan inn á flickr myndavefinn,“ segir Jónas sem grunaði ekki að myndirnar ættu eftir að snerta taugar Yoko Ono. „Nokkru seinna fékk ég símtal frá SagaFilm sem kom að opnunar- athöfninni í Viðey. Þeir komu mér í samband við Maguffin fyr- irtækið, sem sér um friðarverkefnið hennar Yoko. Þeir höfðu milli- göngu um kaupin á myndunum og ég hafði því aldrei beint samband við hana, nema eftir á, í rafrænum bréfaskrifum, þar sem hún þakkaði fyrir sig og annað slíkt,“ segir Jón- as sem vill ekki gefa upp kaup- verðið á myndunum. „Það eru engar risaupphæðir neitt. Þær eru alltént undir sex stafa tölu.“ Vildu öll sjá Sirkus „Á sjálfu Frið- arsúlukvöldinu var mér síðan boðið á opnunina. Síðar um kvöldið vildu Sean Lennon og hans fylgd- arlið, sem innihélt meðal annars þekktan leikstjóra, Simon Hilton að nafni, sem hefur unnið mikið með Paul McCartney, endilega kíkja á Sirkus. Höfðu þau heyrt vel látið af staðnum og mundu vel eft- ir myndbandinu sem Björk tók þar á sínum tíma. Nokkru síðar þegar mótmæli niðurrifs Sirkus stóðu sem hæst, íhugaði ég nú að benda stjörnuliðinu á þetta óréttlæti en komst nú aldrei í það einhvern veginn. Spurning hvort það hefði breytt einhverju um örlög Sirkuss. Ég veit það ekki.“ Jónas vinnur sem tæknimaður hjá Nýherja en tekur myndir og býr til tónlist í frí- tímanum. Á NETINU flickr.com/jonasbj71 myspace.com/ummhm Áhugaljósmyndarinn Jónas Björgvinsson á þekktan aðdáanda Seldi Yoko myndir af Friðarsúlunni Jónas Björgvinsson tók myndir af Friðarsúlunni þegar hún var prufu- keyrð í september. Yoko Ono hreifst af mynd- unum, keypti þrjár og bauð honum í partý. Mynd/ Jónas Björgvinsson Frábær mynd Þetta er að- eins ein þriggja mynda sem Yoko keypti. Ekki að undra að Yoko hafi fallið fyrir henni I love you! Yoko elskar Jón- as, alltént handbragð hans. HEYRST HEFUR … Eftir erfiðan dag í vinnunni er gott að slaka á og fá sér einn kaldan. Þetta veit dómaraparið úr Bandinu hans Bubba, þeir Villi naglbítur og Björn Jör- undur, sem létu sjá sig á Ölstofunni á föstudaginn. Meðal annarra gesta má nefna hjónin Egil Ólafsson og Tinnu Gunnlaugsdóttur, óperusöngvarann Jó- hann Friðgeir og blaðamanninn Jakob Bjarnar Grétarsson, sem fagnaði 46 ára afmæli sínu. tsk Það er fátt sem kemur hörðnuðum Íslendingi á óvart þegar Egill „Gillzenegger“ Egilsson er ann- arsvegar, enda hispurslaus með eindæmum. Þó eru líkur á að einhverjar húsmæður í vesturbænum súpi hveljur á næstunni, því í viðtali í nýjasta tölublaði Monitors, viðurkennir Egill að hann raki á sér hreðjarnar daglega, en þó sé stundum „fínt að breyta til og fara í brasilískt vax af og til“. tsk Margir velta fyrir sér hvað sé næst á dagskrá hjá leikstjóranum Gunnari Birni Guðmundssyni. Ast- rópía, sem var hans fyrsta kvikmynd, sló í gegn í fyrra og var ein aðsóknarmesta kvikmynd ársins. Gunnar hefur ekki í hyggju að gera framhald af Astópíu eins og slúðrað hefur verið um en hefur lagt lokahönd á handrit kvikmyndar byggða á Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. afb „Það er ávanabindandi að starfa í útvarpi. Ég fékk nettan fiðring í punginn,“ segir útvarpsmaðurinn Ómar Bonham um endurkomu sína í útvarp. Ómar starfaði áður á útvarps- stöðvunum XFM og Reykjavík FM, en þær dóu langt um aldur fram. Ómar snéri aftur um helgina, í þetta skipti á útvarps- stöðina X-ið 97.7. Hann verður framvegis í loftinu með þátt sinn The Bonham Show á laugardögum frá klukkan 10 til 12 og á sunnu- dögum frá klukkan 17 til 19. Allir biðja um Pantera „Fullt af fólki hringdi inn og ná- kvæmlega eins og á hinum út- varpsstöðvunum sem ég hef unnið á báðu allir um Pantera,“ segir Ómar. Hann hefur verið duglegur að spila sígilt þungarokk á borð við hljómsveitina Pantera og hlust- endur kunna að meta það. „Það kom mér reyndar á óvart hversu margir hringdu. Ég hélt að fólk væri að gera eitthvað annað en að hlusta á útvarp á sunnudögum.“ Ómar fer ekki leynt með aðdáun sína á útvarpsmannastarfinu og segir hreinlega allt gott við starfið. „Þetta er forréttindastarf - að eiga samskipti við íslenska tónlist- armenn og að spá í tónlist allan daginn,“ segir hann. „Þó ég sé ekki allan daginn í því núna þá kemst ég nálægt því.“ Aðspurður hvort hann sækist eftir frekari frama í útvarpi segir Ómar að bransinn sé erfiður. „Ég geri mitt og sé svo til. Ef það opn- ast staða þá er það frábært.“ atli@24stundir.is X-inu 97.7 hefur borist óvæntur liðsauki Ómar Bonham snýr aftur í útvarp Kominn aftur Ómar Bonham starfaði áður á Reykjavík FM og XFM. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 4 5 1 7 9 2 3 8 6 6 9 2 8 3 5 1 4 7 3 7 8 4 6 1 5 9 2 7 2 3 9 5 8 4 6 1 5 4 9 6 1 3 7 2 8 8 1 6 2 4 7 9 3 5 9 8 7 5 2 4 6 1 3 1 6 5 3 8 9 2 7 4 2 3 4 1 7 6 8 5 9 Hún faldi öll fötin mín svo ég færi ekki út í kvöld. 24FÓLK folk@24stundir.is a Ja, hann sagðist að minnsta kosti ekki tala við skríl eins og okkur. Það er því ljóst hvað honum finnst um þá sem rísa gegn oki stjórnvalda. Er ráðherra að bauna á ykkur með einhverju öðru en orðum? Sturla Jónsson er í forsvari flutningabílstjóra sem staðið hafa í mótmælum að undanförnu. Í gær er talið að skotið hafi verið á einn bílinn með loftbyssu og brotið framljós. Geir Haarde forsætisráðherra hefur verið ómyrkur í máli gegn mótmælendunum.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.